Segir Zodiac hafa hirt greiðsluna upp í eldri skuld Jakob Bjarnar skrifar 9. febrúar 2024 14:35 Zodiac bátur á borð við þá sem Sportbátar seldu áður en fyrirtækið fór í gjaldþrot. Lúther Gestsson, fyrirsvarsmaður félagsins Knarrarvogs ehf (Sportbátar) er afar ósáttur við fjölmiðlaumfjöllun þar sem greint hefur verið frá því að Björgunarsveit Skagfirðingasveit hafi verið hlunnfarin um andvirði heils Zodiac-báts og um tæki að andvirði níu milljóna. Vísir hefur reynt án afláts nú í nokkra daga að ná tali af þeim sem skráðir eru fyrir Knarrarvogi en án árangurs. Nú hins vegar sendir Lúther fjölmiðlum tölvupóst, nokkrum dögum eftir að fréttin birtist, og segir margvíslegar rangfærslur að finna í fréttum, þar á meðal umfjöllun Vísi. Lúther vísar til þess sem segir á Facebook-síðu Vísis, þar sem eftirfarandi kemur fram: „Svo virðist sem fyrirtækið Sportbátar stundi afar vafasama viðskiptahætti svo ekki sé meira sagt. Nú síðast sviku þeir Björgunarsveit Skagfirðingasveit um andvirði heils Zodiac-báts og um tæki að andvirði níu milljóna.“ Fram kom í tilkynningu Skagfirðingasveitarinnar að sveitin „var því féflétt af eiganda fyrirtækisins um samtals 9 milljónir. Já, hann lagðist svo lágt!“ Hafdís Einarsdóttir er formaður sveitarinnar og sagðist þekkja fleiri dæmi af viðskiptavinum sem hefðu borgað inn á pantanir sínar en svo reynst næsta ómögulegt að ná í fyrirtækið. Fyrirtækið því miður í gjaldþrot Lúther segir að í fyrsta lagi hafi verið lögð inn pöntun fyrir þessum báti sem Skagfirðingasveitin pantaði. Hún hafi verið til hefðbundinnar meðferðar þegar félagið „fór því miður í gjaldþrot og allar pantanir voru cancelaðar.“ Hér getur að líta pöntunina sem send var Zodiac-fyrirtækinu. Andvirðið hirti Zodiac upp í gamla skuld. Lúther segist í tölvupóstinum sjálfur hafa reynt að fá Zodiac til að halda áfram „framleiðslunni þrátt fyrir gjaldþrotið og er ég raunar enn að vonast til að þeir samningar sem voru gerðir verði virtir og þessir 5 aðilar sem höfðu pantað báta fái þá afhenta og ekkert tjón verði því.“ Fram hefur komið að Landhelgisgæslan hafi einnig pantað bát af Lúther og félögum. Meiðandi umfjöllun fyrir Lúther Í öðru lagi hafi ekkert af þeim innborgunum sem Knarrarvogur ehf. móttók farið í vasa Lúthers. „Eins og gefið er í skyn og beinlínis staðhæft í fréttinni að ég hafi haft huglægan ásetning að „féfletta“ viðskiptamenn, sem er alrangt. Þvert á móti fóru þær greiðslur til Zodiac, sem að mér forspurðum ráðstöfuðu greiðslunni upp í eldri skuld sem félagið var með við Zodiac. Var það gert án samþykkis frá þér.“ Í þriðja lagi sé það beinlínis rangt að Lúther hafi féflett nokkurn mann enda fór ekkert af þessum fjármunum til hans. Það geti skiptastjóri staðfest. „Fréttin og FB tilkynningin er því röng og meiðandi í minn garð persónulega,“ segir Lúther. Hann baðst undan því að svara spurningum fréttastofu um málið og sagðist hafa sagt allt sem hann vildi segja. Fram kom í yfirlýsingu Skagfirðingarsveitarinnar að Lúther hefði ekki svarað fyrirtækinu í lengri tíma þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir um pöntunina. Björgunarsveitir Gjaldþrot Landhelgisgæslan Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Vísir hefur reynt án afláts nú í nokkra daga að ná tali af þeim sem skráðir eru fyrir Knarrarvogi en án árangurs. Nú hins vegar sendir Lúther fjölmiðlum tölvupóst, nokkrum dögum eftir að fréttin birtist, og segir margvíslegar rangfærslur að finna í fréttum, þar á meðal umfjöllun Vísi. Lúther vísar til þess sem segir á Facebook-síðu Vísis, þar sem eftirfarandi kemur fram: „Svo virðist sem fyrirtækið Sportbátar stundi afar vafasama viðskiptahætti svo ekki sé meira sagt. Nú síðast sviku þeir Björgunarsveit Skagfirðingasveit um andvirði heils Zodiac-báts og um tæki að andvirði níu milljóna.“ Fram kom í tilkynningu Skagfirðingasveitarinnar að sveitin „var því féflétt af eiganda fyrirtækisins um samtals 9 milljónir. Já, hann lagðist svo lágt!“ Hafdís Einarsdóttir er formaður sveitarinnar og sagðist þekkja fleiri dæmi af viðskiptavinum sem hefðu borgað inn á pantanir sínar en svo reynst næsta ómögulegt að ná í fyrirtækið. Fyrirtækið því miður í gjaldþrot Lúther segir að í fyrsta lagi hafi verið lögð inn pöntun fyrir þessum báti sem Skagfirðingasveitin pantaði. Hún hafi verið til hefðbundinnar meðferðar þegar félagið „fór því miður í gjaldþrot og allar pantanir voru cancelaðar.“ Hér getur að líta pöntunina sem send var Zodiac-fyrirtækinu. Andvirðið hirti Zodiac upp í gamla skuld. Lúther segist í tölvupóstinum sjálfur hafa reynt að fá Zodiac til að halda áfram „framleiðslunni þrátt fyrir gjaldþrotið og er ég raunar enn að vonast til að þeir samningar sem voru gerðir verði virtir og þessir 5 aðilar sem höfðu pantað báta fái þá afhenta og ekkert tjón verði því.“ Fram hefur komið að Landhelgisgæslan hafi einnig pantað bát af Lúther og félögum. Meiðandi umfjöllun fyrir Lúther Í öðru lagi hafi ekkert af þeim innborgunum sem Knarrarvogur ehf. móttók farið í vasa Lúthers. „Eins og gefið er í skyn og beinlínis staðhæft í fréttinni að ég hafi haft huglægan ásetning að „féfletta“ viðskiptamenn, sem er alrangt. Þvert á móti fóru þær greiðslur til Zodiac, sem að mér forspurðum ráðstöfuðu greiðslunni upp í eldri skuld sem félagið var með við Zodiac. Var það gert án samþykkis frá þér.“ Í þriðja lagi sé það beinlínis rangt að Lúther hafi féflett nokkurn mann enda fór ekkert af þessum fjármunum til hans. Það geti skiptastjóri staðfest. „Fréttin og FB tilkynningin er því röng og meiðandi í minn garð persónulega,“ segir Lúther. Hann baðst undan því að svara spurningum fréttastofu um málið og sagðist hafa sagt allt sem hann vildi segja. Fram kom í yfirlýsingu Skagfirðingarsveitarinnar að Lúther hefði ekki svarað fyrirtækinu í lengri tíma þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir um pöntunina.
Björgunarsveitir Gjaldþrot Landhelgisgæslan Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira