„Hafa alla burði til að fara alla leið og vinna þetta“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. febrúar 2024 12:30 Daniel Mortensen er mikilvægur hlekkur í liði Grindavíkur. Hann setti niður sex þrista í átta tilraunum gegn Þór Þorlákshöfn á fimmtudaginn. Vísir/Hulda Margrét Frammistaða Grindvíkinga gegn Þór í Þorlákshöfn síðastliðinn fimmtudag var til umræðu í Körfuboltakvöldi í gær. Teitur Örlygsson, sérfræðingur þáttarins, segir að liðið geti farið alla leið. Grindvíkingar unnu sterkan átta stiga sigur gegn Þórsurum á útivelli á fimmtudaginn, 84-92. Þetta var sjöundi sigur Grindvíkinga í röð og liðið er nú með 22 stig líkt og Keflavík, Njarðvík og Þór í 2.-5. sæti deildarinnar. Keflavík og Njarðvík eiga þó bæði leik til góða. Þeir Daniel Mortensen og Julio De Assis hafa komið vel inn í Grindavíkurliðið á tímabilinu, en Mortensen kom til liðsins í sumar og Julio bættist í hópinn stuttu fyrir jól. Mortensen var lengi vel stigahæsti maður Grindvíkinga í leiknum gegn Þór á fimmtudaginn og endaði með 24 stig, þar af setti hann niður sex þrista í átta tilraunum. „Þetta er einn besti leikurinn hans í vetur,“ sagði Teitur Örlygsson um frammistöðu Danans. „Ég hef á tilfinningunni að einhver hafi talað bara við hann, bankað á hausinn í honum því hann hittir bara öllu orðið.“ Tekur minna hlutverki með bros á vör Julio De Assis fékk einnig mikið hrós frá sérfræðingum þáttarins, en hann gekk í raðir Grindavíkur í desember á síðasta ári. „Hann kemur inn í allt annað hlutverk en hann var í hjá Breiðablik í fyrra. Hann er að taka miklu færri skot og er að reyna miklu minna,“ sagði Ómar Örn Sævaarsson um Julio. „Það er oft erfitt fyrir svona menn að sætta sig við minna hlutverk en mér finnst hann gera það bara með bros á vör. Mér finnst hann vera rosalega jálvæður og orkumikill.“ „Á augnablikum getur [DeAndre] Kane verið svolítið neikvæður, en þá finnst mér Julio bara taka því. Það komu tvö atvik í leiknum þar sem Kane missti bara boltann út af og snýr sér að einhverjum til að kenna einhverjum öðrum um og þá er eins og Julio bara taki það á sig.“ Grindvíkingar geti farið alla leið Teitur Örlygsson greip að lokum boltann á lofti og setti smá pressu á Grindvíkinga. Hann segir að liðið geti farið alla leið og unnið þann stóra. „Ef ég má klára þetta þá finnst mér Grindavík vera orðið svona lið núna sem margir þjálfarar eru bara komnir með smá áhyggjur af. Þeir hafa alla burði til að fara alla leið og vinna þetta,“ sagði Teitur að lokum, en innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Hafa alla burði til að fara alla leið og vinna þetta Körfuboltakvöld Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Njarðvík | Fyrsti leikur vetrarins „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Sjá meira
Grindvíkingar unnu sterkan átta stiga sigur gegn Þórsurum á útivelli á fimmtudaginn, 84-92. Þetta var sjöundi sigur Grindvíkinga í röð og liðið er nú með 22 stig líkt og Keflavík, Njarðvík og Þór í 2.-5. sæti deildarinnar. Keflavík og Njarðvík eiga þó bæði leik til góða. Þeir Daniel Mortensen og Julio De Assis hafa komið vel inn í Grindavíkurliðið á tímabilinu, en Mortensen kom til liðsins í sumar og Julio bættist í hópinn stuttu fyrir jól. Mortensen var lengi vel stigahæsti maður Grindvíkinga í leiknum gegn Þór á fimmtudaginn og endaði með 24 stig, þar af setti hann niður sex þrista í átta tilraunum. „Þetta er einn besti leikurinn hans í vetur,“ sagði Teitur Örlygsson um frammistöðu Danans. „Ég hef á tilfinningunni að einhver hafi talað bara við hann, bankað á hausinn í honum því hann hittir bara öllu orðið.“ Tekur minna hlutverki með bros á vör Julio De Assis fékk einnig mikið hrós frá sérfræðingum þáttarins, en hann gekk í raðir Grindavíkur í desember á síðasta ári. „Hann kemur inn í allt annað hlutverk en hann var í hjá Breiðablik í fyrra. Hann er að taka miklu færri skot og er að reyna miklu minna,“ sagði Ómar Örn Sævaarsson um Julio. „Það er oft erfitt fyrir svona menn að sætta sig við minna hlutverk en mér finnst hann gera það bara með bros á vör. Mér finnst hann vera rosalega jálvæður og orkumikill.“ „Á augnablikum getur [DeAndre] Kane verið svolítið neikvæður, en þá finnst mér Julio bara taka því. Það komu tvö atvik í leiknum þar sem Kane missti bara boltann út af og snýr sér að einhverjum til að kenna einhverjum öðrum um og þá er eins og Julio bara taki það á sig.“ Grindvíkingar geti farið alla leið Teitur Örlygsson greip að lokum boltann á lofti og setti smá pressu á Grindvíkinga. Hann segir að liðið geti farið alla leið og unnið þann stóra. „Ef ég má klára þetta þá finnst mér Grindavík vera orðið svona lið núna sem margir þjálfarar eru bara komnir með smá áhyggjur af. Þeir hafa alla burði til að fara alla leið og vinna þetta,“ sagði Teitur að lokum, en innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Hafa alla burði til að fara alla leið og vinna þetta
Körfuboltakvöld Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Njarðvík | Fyrsti leikur vetrarins „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Sjá meira