Flúðu heimilið með fimm daga gamalt barn Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 10. febrúar 2024 20:01 Ungu hjónin taka aðstæðunum af miklu æðruleysi. Hin tæplega árs gamla Aría var spennt fyrir sumarbústaðaferð en fimm daga gömul systir hennar lét sér fátt um finnast. Vísir/Ívar Fannar Ung hjón af Suðurnesjum flúðu heimili sitt á dögunum með tvö ung börn, þar af annað fimm daga gamalt. Þau eru á leið í sumarbústað sem þau fengu lánaðan hjá ókunnugri konu, en vita ekki hvenær þau geta snúið aftur heim. Viktor Freyr Hallsson og Camilla Hjördís Samúelsdóttir eignuðust sitt annað barn á dögunum. Litla stúlkan hefur fengið nafnið Hrafnhildur Myrkey, en fyrir áttu þau hina ellefu mánaða gömlu Aríu Sóley. Fjölskyldan sem er búsett í Vogunum, hefur ekki farið varhluta af því ástandi sem nú hefur skapast á Suðurnesjum. „Það er bara heitavatnslaust hjá okkur, og það þýðir bara ískalt hús. Það er svo hátt til lofts hjá okkur að hitinn leitaði strax upp,“ segir Camilla. Rætt var við fjölskylduna í kvöldfréttatíma Stöðvar 2. Fjölskyldan fékk inn hjá vinafólki í vikunni. Í morgun þegar ljóst var að ástandið myndi standa lengur en búist var við setti Camilla inn auglýsingu á Facebook og auglýsti eftir húsnæði eða sumarbústað sem fjölskyldan gæti fengið til afnota þar til hiti kæmist á heimili þeirra. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Það er ótrúlega yndisleg kona sem ætlar að lána okkur bústaðinn sinn. Við megum vera eins lengi og við viljum. Fjölskyldan heldur því upp í sumarbústað á morgun en hversu lengi þau verða þar vita þau ekki. Foreldrar Camillu munu líta eftir húsnæði þeirra á meðan. Þrátt fyrir óvenjulegar aðstæður og óvissu bera ungu foreldrarnir sig vel og eru þakklát fyrir þá velvild sem þeim hefur verið sýnd. „Fólkið sem býr hérna, vinafólk okkar er yndislegt, þau eru búin að hjálpa okkur rosalega mikið. Og að hafa fengið svona jákvæðar móttökur við þessari litlu auglýsingu þegar við vorum að reyna fnna húsnæði. Við fengum skilaboð á innan við þremur mínútum eftir að ég setti auglýsinguna inn.” Reykjanesbær Suðurnesjabær Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Margra daga heitavatnsleysi blasir við: Grafalvarleg staða Margra daga heitavatnsleysi blasir við íbúum Suðurnesja. Grafalvarleg staða er komin upp að sögn samskiptastjóra almannavarna sem segir nú reyna á samtakamátt íbúa sem aldrei fyrr. Boðað hefur verið til upplýsingafundar almannavarna klukkan 17. 10. febrúar 2024 12:18 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Viktor Freyr Hallsson og Camilla Hjördís Samúelsdóttir eignuðust sitt annað barn á dögunum. Litla stúlkan hefur fengið nafnið Hrafnhildur Myrkey, en fyrir áttu þau hina ellefu mánaða gömlu Aríu Sóley. Fjölskyldan sem er búsett í Vogunum, hefur ekki farið varhluta af því ástandi sem nú hefur skapast á Suðurnesjum. „Það er bara heitavatnslaust hjá okkur, og það þýðir bara ískalt hús. Það er svo hátt til lofts hjá okkur að hitinn leitaði strax upp,“ segir Camilla. Rætt var við fjölskylduna í kvöldfréttatíma Stöðvar 2. Fjölskyldan fékk inn hjá vinafólki í vikunni. Í morgun þegar ljóst var að ástandið myndi standa lengur en búist var við setti Camilla inn auglýsingu á Facebook og auglýsti eftir húsnæði eða sumarbústað sem fjölskyldan gæti fengið til afnota þar til hiti kæmist á heimili þeirra. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Það er ótrúlega yndisleg kona sem ætlar að lána okkur bústaðinn sinn. Við megum vera eins lengi og við viljum. Fjölskyldan heldur því upp í sumarbústað á morgun en hversu lengi þau verða þar vita þau ekki. Foreldrar Camillu munu líta eftir húsnæði þeirra á meðan. Þrátt fyrir óvenjulegar aðstæður og óvissu bera ungu foreldrarnir sig vel og eru þakklát fyrir þá velvild sem þeim hefur verið sýnd. „Fólkið sem býr hérna, vinafólk okkar er yndislegt, þau eru búin að hjálpa okkur rosalega mikið. Og að hafa fengið svona jákvæðar móttökur við þessari litlu auglýsingu þegar við vorum að reyna fnna húsnæði. Við fengum skilaboð á innan við þremur mínútum eftir að ég setti auglýsinguna inn.”
Reykjanesbær Suðurnesjabær Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Margra daga heitavatnsleysi blasir við: Grafalvarleg staða Margra daga heitavatnsleysi blasir við íbúum Suðurnesja. Grafalvarleg staða er komin upp að sögn samskiptastjóra almannavarna sem segir nú reyna á samtakamátt íbúa sem aldrei fyrr. Boðað hefur verið til upplýsingafundar almannavarna klukkan 17. 10. febrúar 2024 12:18 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Margra daga heitavatnsleysi blasir við: Grafalvarleg staða Margra daga heitavatnsleysi blasir við íbúum Suðurnesja. Grafalvarleg staða er komin upp að sögn samskiptastjóra almannavarna sem segir nú reyna á samtakamátt íbúa sem aldrei fyrr. Boðað hefur verið til upplýsingafundar almannavarna klukkan 17. 10. febrúar 2024 12:18