Austin aftur inn á sjúkrahús og aðstoðarráðherrann tekinn við í bili Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. febrúar 2024 08:58 Læknar gera enn ráð fyrir að Austin, sem er 70 ára, nái góðum bata eftir krabbameinsmeðferðina. AP/Kevin Wolf Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur falið aðstoðarráðherra sínum að sinna embættisskyldum sínum á meðan hann dvelst á spítala vegna vandamála í þvagblöðru. Ráðherrann var harðlega gagnrýndur fyrr á þessu ári fyrir að hafa greinst með krabbamein í blöðruhálskirtli og lagst tvívegis inn á sjúkrahús, í desember og janúar, án þess að láta aðstoðarráðherrann og/eða Hvíta húsið vita. Í þetta sinn gaf varnarmálaráðuneytið því út yfirlýsingu í gær þar sem sagði að Austin hefði verið lagður inn á Walter Reed National Military Medical Center í Virginíu og að Hvíta húsinu og öðrum hefði verið gert viðvart. Nokkrum klukkustundum síðar var önnur tilkynning send út þar sem greint var frá því að Austin hefði falið aðstoðarvarnarmálaráðherranum Kathleen Hicks að sinna öllum embættisskyldum sínum. Læknar Austin segja umrætt vandamál sem ráðherrann glímir nú við í þvagblöðrunni ekki breyta því að þeir geri ráð fyrir að hann nái góðum bata eftir meðferðina við blöðruhálskirtilskrabbameininu. Austin gekkst undir skurðaðgerð vegna krabbameinsins í desember og var lagður aftur inn á nýársdag vegna verkja í fótum, mjöðm og kviði. Rannsóknir leiddu í ljós að um var að ræða þvagfærasýkingu og lá Austin inni í tvær vikur á meðan hann var að jafna sig. Ráðherrann boðaði til blaðamannafundar í síðustu viku þar sem sagðist iðrast þess mjög að hafa ekki látið vita af krabbameinsgreiningunni. Þá sagðist hann hafa beðið Joe Biden Bandaríkjaforseta persónulega afsökunar. Hann hefði ekki beðið starfsmenn sína að halda sjúkdómsgreiningunni leyndri. Sem varnarmálaráðherra er Austin næstæðsti yfirmaður bandaríska hersins á eftir forsetanum. Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Hvíta húsinu ekki tilkynnt um veikindi og aðgerð varnarmálaráðherrans Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Lloyd Austin, gekkst undir aðgerð vegna blöðruhálskirtilskrabbameins þann 22. desember síðastliðinn og var svo aftur lagður inn í kjölfarið vegna þvagfærasýkingar tengdri aðgerðinni. 10. janúar 2024 06:57 Ráðast enn og aftur á Húta Bandaríkin og Bretland gerðu loftárásir á Húta í Jemen í dag í nýjustu bylgju aðgerða til að fella vígahópa sem eru studdir af Írönum. 3. febrúar 2024 23:58 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira
Ráðherrann var harðlega gagnrýndur fyrr á þessu ári fyrir að hafa greinst með krabbamein í blöðruhálskirtli og lagst tvívegis inn á sjúkrahús, í desember og janúar, án þess að láta aðstoðarráðherrann og/eða Hvíta húsið vita. Í þetta sinn gaf varnarmálaráðuneytið því út yfirlýsingu í gær þar sem sagði að Austin hefði verið lagður inn á Walter Reed National Military Medical Center í Virginíu og að Hvíta húsinu og öðrum hefði verið gert viðvart. Nokkrum klukkustundum síðar var önnur tilkynning send út þar sem greint var frá því að Austin hefði falið aðstoðarvarnarmálaráðherranum Kathleen Hicks að sinna öllum embættisskyldum sínum. Læknar Austin segja umrætt vandamál sem ráðherrann glímir nú við í þvagblöðrunni ekki breyta því að þeir geri ráð fyrir að hann nái góðum bata eftir meðferðina við blöðruhálskirtilskrabbameininu. Austin gekkst undir skurðaðgerð vegna krabbameinsins í desember og var lagður aftur inn á nýársdag vegna verkja í fótum, mjöðm og kviði. Rannsóknir leiddu í ljós að um var að ræða þvagfærasýkingu og lá Austin inni í tvær vikur á meðan hann var að jafna sig. Ráðherrann boðaði til blaðamannafundar í síðustu viku þar sem sagðist iðrast þess mjög að hafa ekki látið vita af krabbameinsgreiningunni. Þá sagðist hann hafa beðið Joe Biden Bandaríkjaforseta persónulega afsökunar. Hann hefði ekki beðið starfsmenn sína að halda sjúkdómsgreiningunni leyndri. Sem varnarmálaráðherra er Austin næstæðsti yfirmaður bandaríska hersins á eftir forsetanum.
Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Hvíta húsinu ekki tilkynnt um veikindi og aðgerð varnarmálaráðherrans Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Lloyd Austin, gekkst undir aðgerð vegna blöðruhálskirtilskrabbameins þann 22. desember síðastliðinn og var svo aftur lagður inn í kjölfarið vegna þvagfærasýkingar tengdri aðgerðinni. 10. janúar 2024 06:57 Ráðast enn og aftur á Húta Bandaríkin og Bretland gerðu loftárásir á Húta í Jemen í dag í nýjustu bylgju aðgerða til að fella vígahópa sem eru studdir af Írönum. 3. febrúar 2024 23:58 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira
Hvíta húsinu ekki tilkynnt um veikindi og aðgerð varnarmálaráðherrans Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Lloyd Austin, gekkst undir aðgerð vegna blöðruhálskirtilskrabbameins þann 22. desember síðastliðinn og var svo aftur lagður inn í kjölfarið vegna þvagfærasýkingar tengdri aðgerðinni. 10. janúar 2024 06:57
Ráðast enn og aftur á Húta Bandaríkin og Bretland gerðu loftárásir á Húta í Jemen í dag í nýjustu bylgju aðgerða til að fella vígahópa sem eru studdir af Írönum. 3. febrúar 2024 23:58