Áskorun til íslenskra stjórnvalda vegna fordæmalausrar stöðu á Gaza Steinunn Bergmann skrifar 12. febrúar 2024 12:01 Félagsráðgjafafélag Íslands hvetur íslensk stjórnvöld til þess að bregðast við og leita leiða til að tryggja tafarlausa brottför þeirra einstaklinga á Gaza sem hafa hlotið dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli laga um útlendinga og sameiningu fjölskyldna. Félagið hefur áður fordæmt ástandið á Gaza svæðinu og skorað á íslensk stjórnvöld að beita sér í þágu mannréttinda og friðar. Ísraelsríki er undir eftirliti Alþjóðadómstólsins í Haag, vegna ásakana um þjóðarmorð í Palestínsku, þar sem meirihluti er á barnsaldri. Vegna þeirra fordæmalausu aðstæðna sem nú ríkja á Gaza þar sem almennir borgarar ganga í gegnum hörmungar og fjöldi fólks hefur verið hrakin á flótta án þess að eygja möguleika á öruggu skjóli eða grunnþjónustu. Eins og ítrekað hefur verið bent á þá eykst fjöldi þeirra sem syrgja missi ástvina stöðugt og skelfingin vex með hverri mínútu. Þetta upplausnarástand mun leiða af sér alvarlegar langtíma afleiðingar og því mikilvægt að aðstoða fólkið til að komast í öruggt skjól. Fram hefur komið að stjórnvöld hafi átt í samráði við Norðurlönd og aðrar vinaþjóðir vegna dvalarleyfa og fjölskyldusameiningar palestínskra dvalarleyfishafa á Íslandi. Jafnframt hefur komið fram að Ísland fái hlutfallslega margfalt fleiri umsóknir um alþjóðlega vernd en hin Norðurlöndin. Þá hefur komið fram að Íslandi beri ekki lagaleg skylda til að aðstoða fólkið við að yfirgefa Gaza en það leysir ekki íslensk stjórnvöld undan siðferðilegri skyldu til aðstoðar. Hver dagur sem líður á Gaza ógnar lífi þessara einstaklinga og því þarf að bregðast við án tafar. Einstaklingsframtakið hefur sýnt að það er hægt að ná til fólks á Gaza og aðstoða yfir landamæri. Enn berast fréttir um aukna hörku í aðgerðum Ísraelshers og því þarf að hafa hraðar hendur. Ísland hefur um árabil sýnt palestínsku þjóðinni samstöðu og því ber að fylgja eftir með áframhaldandi stuðningi við fólk sem býr við þetta fordæmalausa ástand. Félagsráðgjafar vinna gegn mannréttindabrotum hvar sem þau eiga sér stað með virðingu fyrir manngildi og sérstöðu hvers einstaklings. Félagsráðgjafafélag Íslands lýsir yfir samstöðu með félagsráðgjöfum í Palestínu sem verða einnig fyrir áhrifum af þessum hörmungum en reyna að standa vaktina með félagslegri ráðgjöf, stuðningi og aðstoð við fólk sem hefur orðið fyrir áfalli og skaða. Þeir kalla eftir aðgerðum alþjóðasamfélagsins og standa ráðþrota gagnvart þeirri kúgun sem fær að viðgangast, dæmi eru um palestínska félagsráðgjafa sem hafa verið handteknir og sitja nú í ísraelskum fangelsum án ákæru. Þeir biðla til alþjóðasamfélags félagsráðgjafa um að þagga ekki ástandið og draga ekki úr staðreyndum eins og valdaójafnvæginu sem felst í nýlendustefnu Ísraelsríkis gagnvart Palestínu og hefur leitt af sér gróf mannréttindabrot og kúgun. Félagsráðgjafafélag Íslands birti áskorun til stjórnvalda 20. október 2023 með ákalli um að þau beiti sér í þágu mannréttinda og friðar vegna átaka og mannréttindabrota á Gaza. Þann 10. desember 2023 ítrekaði félagið áskorun sína og hvatti félagsráðgjafa til að sýna samstöðu með því að undirrita hana en þegar hafa 80 aðilar undirritað. Margir félagsráðgjafar hafa tekið þátt í samstöðufundum og mótmælum með ákalli um aðgerðir í þágu mannréttinda og friðar. Stjórnvöld hafa fyrir hönd landsmanna, gert Ísland að málsvara mannréttinda og jafnréttis á alþjóðavettvangi. Sýnum samstöðu í verki, nú er fordæmalaus staða á Gaza sem krefst fordæmalausra aðgerða. Félagsráðgjafafélag Íslands hvetur íslensk stjórnvöld til að aðstoða einstaklinga sem eru í bráðum háska á Gaza og hafa sannarlega fengið viðurkenndan rétt sinn, frá íslenskum stjórnvöldum, til að sameinast fjölskyldum sínum á Íslandi. Höfundur er formaður Félagsráðgjafafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er karlmennska? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Félagsráðgjafafélag Íslands hvetur íslensk stjórnvöld til þess að bregðast við og leita leiða til að tryggja tafarlausa brottför þeirra einstaklinga á Gaza sem hafa hlotið dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli laga um útlendinga og sameiningu fjölskyldna. Félagið hefur áður fordæmt ástandið á Gaza svæðinu og skorað á íslensk stjórnvöld að beita sér í þágu mannréttinda og friðar. Ísraelsríki er undir eftirliti Alþjóðadómstólsins í Haag, vegna ásakana um þjóðarmorð í Palestínsku, þar sem meirihluti er á barnsaldri. Vegna þeirra fordæmalausu aðstæðna sem nú ríkja á Gaza þar sem almennir borgarar ganga í gegnum hörmungar og fjöldi fólks hefur verið hrakin á flótta án þess að eygja möguleika á öruggu skjóli eða grunnþjónustu. Eins og ítrekað hefur verið bent á þá eykst fjöldi þeirra sem syrgja missi ástvina stöðugt og skelfingin vex með hverri mínútu. Þetta upplausnarástand mun leiða af sér alvarlegar langtíma afleiðingar og því mikilvægt að aðstoða fólkið til að komast í öruggt skjól. Fram hefur komið að stjórnvöld hafi átt í samráði við Norðurlönd og aðrar vinaþjóðir vegna dvalarleyfa og fjölskyldusameiningar palestínskra dvalarleyfishafa á Íslandi. Jafnframt hefur komið fram að Ísland fái hlutfallslega margfalt fleiri umsóknir um alþjóðlega vernd en hin Norðurlöndin. Þá hefur komið fram að Íslandi beri ekki lagaleg skylda til að aðstoða fólkið við að yfirgefa Gaza en það leysir ekki íslensk stjórnvöld undan siðferðilegri skyldu til aðstoðar. Hver dagur sem líður á Gaza ógnar lífi þessara einstaklinga og því þarf að bregðast við án tafar. Einstaklingsframtakið hefur sýnt að það er hægt að ná til fólks á Gaza og aðstoða yfir landamæri. Enn berast fréttir um aukna hörku í aðgerðum Ísraelshers og því þarf að hafa hraðar hendur. Ísland hefur um árabil sýnt palestínsku þjóðinni samstöðu og því ber að fylgja eftir með áframhaldandi stuðningi við fólk sem býr við þetta fordæmalausa ástand. Félagsráðgjafar vinna gegn mannréttindabrotum hvar sem þau eiga sér stað með virðingu fyrir manngildi og sérstöðu hvers einstaklings. Félagsráðgjafafélag Íslands lýsir yfir samstöðu með félagsráðgjöfum í Palestínu sem verða einnig fyrir áhrifum af þessum hörmungum en reyna að standa vaktina með félagslegri ráðgjöf, stuðningi og aðstoð við fólk sem hefur orðið fyrir áfalli og skaða. Þeir kalla eftir aðgerðum alþjóðasamfélagsins og standa ráðþrota gagnvart þeirri kúgun sem fær að viðgangast, dæmi eru um palestínska félagsráðgjafa sem hafa verið handteknir og sitja nú í ísraelskum fangelsum án ákæru. Þeir biðla til alþjóðasamfélags félagsráðgjafa um að þagga ekki ástandið og draga ekki úr staðreyndum eins og valdaójafnvæginu sem felst í nýlendustefnu Ísraelsríkis gagnvart Palestínu og hefur leitt af sér gróf mannréttindabrot og kúgun. Félagsráðgjafafélag Íslands birti áskorun til stjórnvalda 20. október 2023 með ákalli um að þau beiti sér í þágu mannréttinda og friðar vegna átaka og mannréttindabrota á Gaza. Þann 10. desember 2023 ítrekaði félagið áskorun sína og hvatti félagsráðgjafa til að sýna samstöðu með því að undirrita hana en þegar hafa 80 aðilar undirritað. Margir félagsráðgjafar hafa tekið þátt í samstöðufundum og mótmælum með ákalli um aðgerðir í þágu mannréttinda og friðar. Stjórnvöld hafa fyrir hönd landsmanna, gert Ísland að málsvara mannréttinda og jafnréttis á alþjóðavettvangi. Sýnum samstöðu í verki, nú er fordæmalaus staða á Gaza sem krefst fordæmalausra aðgerða. Félagsráðgjafafélag Íslands hvetur íslensk stjórnvöld til að aðstoða einstaklinga sem eru í bráðum háska á Gaza og hafa sannarlega fengið viðurkenndan rétt sinn, frá íslenskum stjórnvöldum, til að sameinast fjölskyldum sínum á Íslandi. Höfundur er formaður Félagsráðgjafafélags Íslands.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun
Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar
Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun