Undirbúningur fyrir ræðuhöld eða kynningu Rakel Sveinsdóttir skrifar 16. febrúar 2024 07:01 Það skiptir engu máli hversu sjóuð við teljum okkur vera í ræðuhöldum eða að standa fyrir kynningum, góður undirbúningur er alltaf gulls ígildi. Vísir/Getty Það skiptir engu máli hversu sjóuð við erum í því að koma fram, tala fyrir framan hóp, vera með kynningu eða fara yfir helstu upplýsingar á til dæmis starfsmannafundi, við eigum alltaf að undirbúa okkur. Því þótt við séum í þægindaumhverfinu þar sem við þekkjum alla og vitum upp á hár um hvað við ætlum að ræða, er undirbúningur alltaf líklegur til að skila betri árangri en ella. Ástæðurnar? Jú, þær eru allnokkrar. Til dæmis þær að við erum betri að standast tímaáætlun ef við erum vel undirbúin. Við verðum almennt markvissari og skýrari í öllu tali, þar með talið í líkamstjáningu. Hér eru nokkur atriði sem við getum stuðst við til undirbúnings. 1. Að hlusta á sjálfan sig Góð regla er að lesa ræður alltaf upphátt áður en þær eru fluttar. Því þá áttum við okkur flest á því að við viljum breyta einhverju í textanum. Að heyra ræðu er allt annað en að lesa texta í hljóði. Þá er líka gott að taka tímann þegar þú lest ræðuna upphátt. Oft þarf að stytta eða breyta ræðu með tilliti til þess hvaða tíma þú færð úthlutaðan eða ætlar þér í ræðuna. 2.Videó Að taka sjálfan sig upp á videó í símanum er góður undirbúningur og mjög upplýsandi. Með því að horfa á okkur sjálf áttum við okkur betur á ýmsum atriðum eins og hvort við séum að líta nógu oft upp og út í sal eða á fundargesti, hvernig við viljum vera þegar að við kynnum okkur (brosa, formleg, óformleg og svo framvegis), náum við að standa kyrr eða erum við mikið á hreyfingu og svo framvegis. Margir eiga auðveldara með að átta sig á því þegar þeir horfa á sjálfan sig á videó hvort það sé ástæða til að æfa sig í að tala hægar þegar verið er að lesa ræðu eða fara yfir kynningu. 3. Æfing fyrir framan aðra Ef mikið liggur við getur æfing fyrir framan aðra verið mjög góð leið fyrir okkur. Til dæmis fyrir framan samstarfsaðila eða einfaldlega heima fyrir þar sem maki eða fjölskyldumeðlimur gefur okkur uppbyggilega og góða endurgjöf. 4. Algeng gryfja Margir sem vanda sig við undirbúning, æfa lestur, upphafskynninguna, laga texta og svo framvegis, falla þó í þá gryfju að gleyma um of endinum sjálfum. Sem gott er að æfa á sama hátt og upphafskynninguna. 5. Fundargestir/áheyrendur Loks er gott að fara yfir það í huganum hvaða markmið við viljum setja okkur varðandi upplifun áhorfenda og áheyrenda okkar. Hvernig viljum við ná til gesta í sal eða á fundi? Hvernig viljum við að fólk upplifi kynninguna okkar eða ræðuna? Innihaldslega, framsetningarlega og af okkar hálfu. Með því að hugsa um þessi atriði sérstaklega, verðum við meðvitaðari um verkefnið okkar í heild sinni og hvernig við erum líklegust til að standa sem best að því. Að velta þessu fyrir okkur á ekki aðeins við þegar við stöndum fyrir framan hópi af fólki sem við þekkjum ekki mikið til. Þannig er það alveg jafn mikilvægt að huga að þessu atriði þótt áheyrendur séu til dæmis samstarfsfólk sem við hittum á hverjum degi. Góðu ráðin Stjórnun Starfsframi Tengdar fréttir Þrjár vísbendingar um að verið sé að sniðganga þig Það vill ekkert okkar vera sniðgengið. 9. febrúar 2024 07:01 Jákvæður stjórnandi getur gert gæfumuninn en fjögur lykilatriði þarf þó til „Við mannfólkið erum yfirleitt fljótari að vinna úr og muna jákvæðar upplýsingar en neikvæðar,“ nefnir Ingrid Kuhlman, leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun, sem dæmi um hvers vegna leiðtogar vinnustaða ættu að leggja áherslu á jákvæða forystu. 5. febrúar 2024 07:00 Hvetur stjórnendur til að segja hátt og snjallt frá mistökum sínum Það er ýmislegt sem bendir til þess að auðmýkt sé einn af eftirsóttum eiginleikum leiðtoga. 2. febrúar 2024 07:02 Styrkleikar frumkvöðla sem eru fertugir og eldri Við tengjum flest frumkvöðla við frekar ungt fólk. Ekki bara á Íslandi, heldur eru árangurssögurnar erlendis frá líka oft tengdar mjög ungum snillingum. 26. janúar 2024 07:01 Á döfinni í fyrra: Vinnan okkar, verkefnin og líðanin Á sunnudögum í janúar ætlum við að rifja upp verkefnin og viðtöl úr Atvinnulífinu í fyrra. Við byrjum á því að rifja upp alls kyns verkefni úr vinnunni okkar. 7. janúar 2024 08:01 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Því þótt við séum í þægindaumhverfinu þar sem við þekkjum alla og vitum upp á hár um hvað við ætlum að ræða, er undirbúningur alltaf líklegur til að skila betri árangri en ella. Ástæðurnar? Jú, þær eru allnokkrar. Til dæmis þær að við erum betri að standast tímaáætlun ef við erum vel undirbúin. Við verðum almennt markvissari og skýrari í öllu tali, þar með talið í líkamstjáningu. Hér eru nokkur atriði sem við getum stuðst við til undirbúnings. 1. Að hlusta á sjálfan sig Góð regla er að lesa ræður alltaf upphátt áður en þær eru fluttar. Því þá áttum við okkur flest á því að við viljum breyta einhverju í textanum. Að heyra ræðu er allt annað en að lesa texta í hljóði. Þá er líka gott að taka tímann þegar þú lest ræðuna upphátt. Oft þarf að stytta eða breyta ræðu með tilliti til þess hvaða tíma þú færð úthlutaðan eða ætlar þér í ræðuna. 2.Videó Að taka sjálfan sig upp á videó í símanum er góður undirbúningur og mjög upplýsandi. Með því að horfa á okkur sjálf áttum við okkur betur á ýmsum atriðum eins og hvort við séum að líta nógu oft upp og út í sal eða á fundargesti, hvernig við viljum vera þegar að við kynnum okkur (brosa, formleg, óformleg og svo framvegis), náum við að standa kyrr eða erum við mikið á hreyfingu og svo framvegis. Margir eiga auðveldara með að átta sig á því þegar þeir horfa á sjálfan sig á videó hvort það sé ástæða til að æfa sig í að tala hægar þegar verið er að lesa ræðu eða fara yfir kynningu. 3. Æfing fyrir framan aðra Ef mikið liggur við getur æfing fyrir framan aðra verið mjög góð leið fyrir okkur. Til dæmis fyrir framan samstarfsaðila eða einfaldlega heima fyrir þar sem maki eða fjölskyldumeðlimur gefur okkur uppbyggilega og góða endurgjöf. 4. Algeng gryfja Margir sem vanda sig við undirbúning, æfa lestur, upphafskynninguna, laga texta og svo framvegis, falla þó í þá gryfju að gleyma um of endinum sjálfum. Sem gott er að æfa á sama hátt og upphafskynninguna. 5. Fundargestir/áheyrendur Loks er gott að fara yfir það í huganum hvaða markmið við viljum setja okkur varðandi upplifun áhorfenda og áheyrenda okkar. Hvernig viljum við ná til gesta í sal eða á fundi? Hvernig viljum við að fólk upplifi kynninguna okkar eða ræðuna? Innihaldslega, framsetningarlega og af okkar hálfu. Með því að hugsa um þessi atriði sérstaklega, verðum við meðvitaðari um verkefnið okkar í heild sinni og hvernig við erum líklegust til að standa sem best að því. Að velta þessu fyrir okkur á ekki aðeins við þegar við stöndum fyrir framan hópi af fólki sem við þekkjum ekki mikið til. Þannig er það alveg jafn mikilvægt að huga að þessu atriði þótt áheyrendur séu til dæmis samstarfsfólk sem við hittum á hverjum degi.
Góðu ráðin Stjórnun Starfsframi Tengdar fréttir Þrjár vísbendingar um að verið sé að sniðganga þig Það vill ekkert okkar vera sniðgengið. 9. febrúar 2024 07:01 Jákvæður stjórnandi getur gert gæfumuninn en fjögur lykilatriði þarf þó til „Við mannfólkið erum yfirleitt fljótari að vinna úr og muna jákvæðar upplýsingar en neikvæðar,“ nefnir Ingrid Kuhlman, leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun, sem dæmi um hvers vegna leiðtogar vinnustaða ættu að leggja áherslu á jákvæða forystu. 5. febrúar 2024 07:00 Hvetur stjórnendur til að segja hátt og snjallt frá mistökum sínum Það er ýmislegt sem bendir til þess að auðmýkt sé einn af eftirsóttum eiginleikum leiðtoga. 2. febrúar 2024 07:02 Styrkleikar frumkvöðla sem eru fertugir og eldri Við tengjum flest frumkvöðla við frekar ungt fólk. Ekki bara á Íslandi, heldur eru árangurssögurnar erlendis frá líka oft tengdar mjög ungum snillingum. 26. janúar 2024 07:01 Á döfinni í fyrra: Vinnan okkar, verkefnin og líðanin Á sunnudögum í janúar ætlum við að rifja upp verkefnin og viðtöl úr Atvinnulífinu í fyrra. Við byrjum á því að rifja upp alls kyns verkefni úr vinnunni okkar. 7. janúar 2024 08:01 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Þrjár vísbendingar um að verið sé að sniðganga þig Það vill ekkert okkar vera sniðgengið. 9. febrúar 2024 07:01
Jákvæður stjórnandi getur gert gæfumuninn en fjögur lykilatriði þarf þó til „Við mannfólkið erum yfirleitt fljótari að vinna úr og muna jákvæðar upplýsingar en neikvæðar,“ nefnir Ingrid Kuhlman, leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun, sem dæmi um hvers vegna leiðtogar vinnustaða ættu að leggja áherslu á jákvæða forystu. 5. febrúar 2024 07:00
Hvetur stjórnendur til að segja hátt og snjallt frá mistökum sínum Það er ýmislegt sem bendir til þess að auðmýkt sé einn af eftirsóttum eiginleikum leiðtoga. 2. febrúar 2024 07:02
Styrkleikar frumkvöðla sem eru fertugir og eldri Við tengjum flest frumkvöðla við frekar ungt fólk. Ekki bara á Íslandi, heldur eru árangurssögurnar erlendis frá líka oft tengdar mjög ungum snillingum. 26. janúar 2024 07:01
Á döfinni í fyrra: Vinnan okkar, verkefnin og líðanin Á sunnudögum í janúar ætlum við að rifja upp verkefnin og viðtöl úr Atvinnulífinu í fyrra. Við byrjum á því að rifja upp alls kyns verkefni úr vinnunni okkar. 7. janúar 2024 08:01