Hlaupaheimurinn í áfalli: „Setning sem hefur ómað í hausnum á mér“ Stefán Árni Pálsson skrifar 14. febrúar 2024 07:30 Arnar Pétursson er einn besti hlaupari landsins. vísir/arnar Einn besti hlaupari landsins Arnar Pétursson segir að það hafi verið algjört högg í magann þegar hann frétti af því að maraþonhlauparinn Kelvin Kiptum væri látinn. Kelvin Kiptum, heimsmethafi í maraþonhlaupi, lést í bílslysi um helgina, aðeins 24 ára. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu missti Kiptum stjórn á bíl sínum þegar hann var að keyra í borginni Kaptagat í Keníu. Hann keyrði á tré og lenti svo í skurði. Þjálfari Kiptums lést einnig í bílslysinu og þriðji aðili var fluttur á spítala. „Maður eiginlega bara trúði þessu ekki. Ólympíuleikarnir að koma, hann ný búinn að setja heimsmet og allir að bíða eftir þessu einvígi milli hans og Eliud Kipchoge og þetta er bara búið að fara eins og höggbylgja yfir allt hlaupasamfélagið,“ segir Arnar og heldur áfram. „Ef maður ber þetta saman við aðrar íþrótta, þá væri þetta eins og einhver ungur sem á framtíðina fyrir sér, eins og Kylian Mbappé í fótboltanum. Einhver sem er á leiðinni að verða einn af þeim bestu allra tíma. Hann var nú þegar búinn að ná þvílíkum árangri og möguleikarnir voru miklir. Þetta er risastórt og gríðarlegt högg hvað hefði gerst í framtíðinni.“ Stórhættuleg bílaumferð Kiptum sló heimsmet Eliud Kipchoge í maraþoni í Chicago í október. Heimsmet hans er tvær klukkustundir og 35 sekúndur. Sumir sérfræðingar héldu því fram að Kiptum myndi að lokum hlaupa maraþon á undir tveimur klukkustundum. „Ef það var einhver kandídat í það, þá var það líklega hann. Kipchoge hefur gert þetta, en þá við fullkomnar aðstæður en það hefur enginn náð þeim tíma í keppnishlaupi.“ Arnar hefur sjálfur dvalið töluvert í Kenía. Hann segir að bílamenningin þar í landi sé mjög einkennileg. „Fæstir setja á sig belti og ef maður spyr af hverju viðkomandi er ekki með belti þá fær maður bara svarið, ef það er komið að mér, þá er bara komið að mér. Þetta er setning sem hefur ómað í hausnum á mér síðan ég heyrði þetta.“ Hlaup Frjálsar íþróttir Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir „Nú er nóg komið“ NBA-leikmaður með krabbamein Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Sjá meira
Kelvin Kiptum, heimsmethafi í maraþonhlaupi, lést í bílslysi um helgina, aðeins 24 ára. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu missti Kiptum stjórn á bíl sínum þegar hann var að keyra í borginni Kaptagat í Keníu. Hann keyrði á tré og lenti svo í skurði. Þjálfari Kiptums lést einnig í bílslysinu og þriðji aðili var fluttur á spítala. „Maður eiginlega bara trúði þessu ekki. Ólympíuleikarnir að koma, hann ný búinn að setja heimsmet og allir að bíða eftir þessu einvígi milli hans og Eliud Kipchoge og þetta er bara búið að fara eins og höggbylgja yfir allt hlaupasamfélagið,“ segir Arnar og heldur áfram. „Ef maður ber þetta saman við aðrar íþrótta, þá væri þetta eins og einhver ungur sem á framtíðina fyrir sér, eins og Kylian Mbappé í fótboltanum. Einhver sem er á leiðinni að verða einn af þeim bestu allra tíma. Hann var nú þegar búinn að ná þvílíkum árangri og möguleikarnir voru miklir. Þetta er risastórt og gríðarlegt högg hvað hefði gerst í framtíðinni.“ Stórhættuleg bílaumferð Kiptum sló heimsmet Eliud Kipchoge í maraþoni í Chicago í október. Heimsmet hans er tvær klukkustundir og 35 sekúndur. Sumir sérfræðingar héldu því fram að Kiptum myndi að lokum hlaupa maraþon á undir tveimur klukkustundum. „Ef það var einhver kandídat í það, þá var það líklega hann. Kipchoge hefur gert þetta, en þá við fullkomnar aðstæður en það hefur enginn náð þeim tíma í keppnishlaupi.“ Arnar hefur sjálfur dvalið töluvert í Kenía. Hann segir að bílamenningin þar í landi sé mjög einkennileg. „Fæstir setja á sig belti og ef maður spyr af hverju viðkomandi er ekki með belti þá fær maður bara svarið, ef það er komið að mér, þá er bara komið að mér. Þetta er setning sem hefur ómað í hausnum á mér síðan ég heyrði þetta.“
Hlaup Frjálsar íþróttir Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir „Nú er nóg komið“ NBA-leikmaður með krabbamein Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Sjá meira