Gunnar J. Árnason er látinn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. febrúar 2024 22:41 Gunnar J. Árnason listheimspekingur er látinn. Gunnar J. Árnason heimspekingur í listum og fagurfræði lést laugardaginn 10. febrúar á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum. Gunnar var fæddur í Reykjavík 27. nóvember 1959. Foreldrar hans eru Árni Kristinsson læknir (f. 1935) og Erla Cortes ritari (f. 1939 d. 2006). Gunnar ólst upp á Englandi fyrstu ár ævi sinnar en fluttist síðar í vesturbæ Reykjavíkur. Gunnar lærði myndlist í Myndlista- og handíðaskóla Íslands og School of Visual Arts í New York áður en hann sneri sér að heimspeki og fagurfræði, sem hann nam við Háskóla Íslands og síðar við Cambridge háskóla á Englandi. Hann kenndi heimspeki lista og fagurfræði um árabil við Listaháskóla Íslands og Háskóla Íslands. Eftir Gunnar liggja fræðibækur og fjöldi greina á sviði myndlistar og heimspeki. Árið 2017 kom út bók hans Ásýnd heimsins - Um listir og fagurfræði í hugmyndaheimi nútímans. Þá var hann einn höfunda ritraðarinnarÍslensk listasaga sem Forlagið og Listasafn Íslands gáfu út árið 2011. Gunnar skrifaði fjölmargar greinar í sýningarskrár fyrir helstu söfn landsins. Hann skrifaði bækur og bókakafla, auk þess að flytja fjölsótta fyrirlestra um marga listamenn samtímans. Gunnar var myndlistargagnrýnandi um langt skeið fyrir helstu fjölmiðla landsins eins og Morgunblaðið, RÚV, Fréttablaðið, Pressuna og Tímann. Greinar eftir hann má m.a. finna í Lesbók Morgunblaðsins, Skírni, Ritinu, TMM, Siksi og Andvara. Gunnar átti sæti í dómnefnd myndlistaverðlaunanna Carnegie Art Award á árunum 2008-2012. Gunnar starfaði sem sérfræðingur í mennta- og menningarmálaráðuneytinu, nú barna- og menntamálaráðuneyti, frá árinu 2004 þar til hann lést. Eftirlifandi eiginkona Gunnars er Soffía Karlsdóttir og eru börn þeirra Árni Freyr, Sunnefa og Júlía. Andlát Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Gunnar lærði myndlist í Myndlista- og handíðaskóla Íslands og School of Visual Arts í New York áður en hann sneri sér að heimspeki og fagurfræði, sem hann nam við Háskóla Íslands og síðar við Cambridge háskóla á Englandi. Hann kenndi heimspeki lista og fagurfræði um árabil við Listaháskóla Íslands og Háskóla Íslands. Eftir Gunnar liggja fræðibækur og fjöldi greina á sviði myndlistar og heimspeki. Árið 2017 kom út bók hans Ásýnd heimsins - Um listir og fagurfræði í hugmyndaheimi nútímans. Þá var hann einn höfunda ritraðarinnarÍslensk listasaga sem Forlagið og Listasafn Íslands gáfu út árið 2011. Gunnar skrifaði fjölmargar greinar í sýningarskrár fyrir helstu söfn landsins. Hann skrifaði bækur og bókakafla, auk þess að flytja fjölsótta fyrirlestra um marga listamenn samtímans. Gunnar var myndlistargagnrýnandi um langt skeið fyrir helstu fjölmiðla landsins eins og Morgunblaðið, RÚV, Fréttablaðið, Pressuna og Tímann. Greinar eftir hann má m.a. finna í Lesbók Morgunblaðsins, Skírni, Ritinu, TMM, Siksi og Andvara. Gunnar átti sæti í dómnefnd myndlistaverðlaunanna Carnegie Art Award á árunum 2008-2012. Gunnar starfaði sem sérfræðingur í mennta- og menningarmálaráðuneytinu, nú barna- og menntamálaráðuneyti, frá árinu 2004 þar til hann lést. Eftirlifandi eiginkona Gunnars er Soffía Karlsdóttir og eru börn þeirra Árni Freyr, Sunnefa og Júlía.
Andlát Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira