Yfir 700 hjúkrunarfræðingar grunaðir um svindl Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. febrúar 2024 10:30 Erlendir heilbrigðisstarfsmenn þurfa að standast próf til að fá starfsleyfi á Bretlandseyjum. epa/Tolga Akmen Rannsókn stendur yfir á Bretlandseyjum þar sem grunur leikur á að yfir 700 hjúkrunarfræðingar hafi greitt milligönguaðila fyrir að taka próf í Nígeríu, til að tryggja sér leyfi til að starfa á Bretlandi. Peter Carter, fyrrverandi framkvæmdastjóri Royal College of Nursing, segir málið háalvarlegt en þetta þýði að mögulega séu hundruð óhæfra heilbrigðisstarfsmanna að störfum innan breska heilbrigðiskerfisins. Sjúklingar innan kerfisins séu þannig mögulega í hættu. Breska heilbrigðiskerfið hefur í auknum mæli þurft að treysta á erlent heilbrigðisstarfsfólk til að manna hinar ýmsu stofnanir en gerðar eru kröfur um að hjúkrunarfræðingar standist ákveðnar kröfur áður en þeir hefja störf. Af þeim yfir 700 sem eru grunaðir um að hafa tryggt sér réttindi á fölskum forsendum hafa 48 þegar tekið til starfa hjá hinu opinbera. Samkvæmt umfjöllun Guardian virðist ekki vera hægt að afturkalla leyfin að svo stöddu en einstaklingarnir hafa verið skikkaðir til að endurtaka prófið sem um ræðir. Allir munu þeir verða kallaðir fyrir nefnd í mars næstkomandi, þar sem þeir verða beðnir um að greina frá því hvernig þeir tóku og stóðust prófið í Yunnik-prófmiðstöðinni í Ibadan í Nígeríu. Það vakti grundsemdir hvað umræddir einstaklingar voru fljótir að ljúka prófinu, sem er tekið á tölvu. Óttast áhrif rannsóknarinnar á mönnun Um 670 aðrir einstaklingar liggja einnig undir grun. Margir þeirra eru komnir til Bretlands en hafa ekki hafið störf sem hjúkrunarfræðingar. Þeir hafa ekki fengið formlegt starfsleyfi og vinna flestir sem aðstoðarmenn innan opinbera heilbrigðiskerfisins eða á umönnunarheimilum. Nursing and Midwifery Council, sem heldur utan um starfsleyfi hjúkrunarfræðingar, hafa borist umsóknir frá 80 af þessum 670, eftir að þeir tóku prófið að nýju. Þeim hefur hins vegar verið synjað á þeim grundvelli að þeir hafi ekki sýnt fram á að þeir séu heiðarlegir og traustsins verðir. Það var fyrirtækið Pearson VUW, sem rekur Yunnik-prófmiðstöðina, sem gerðu yfirvöldum vart við, eftir að upp komst að einstaklingur hafði verið að taka próf fyrir aðra. Svindlið er talið ná til allt að 1.955 nígerískra heilbrigðisstarfsmanna, sem allir munu þurfa að endurtaka prófið. Stéttarfélag hjúkrunarfræðinga óttast að þeir sem verður neytað um starfsleyfi hjúkrunarfræðings verði sendir aftur til Nígeríu, sem myndi koma harkalega niður á mönnun innan heilbrigðiskerfisins á Bretlandi. Fólkið hafi verið „misnotað“ í Nígeríu og heimila ætti því að endurtaka prófið á Bretlandi. Bretland Nígería Heilbrigðismál Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Peter Carter, fyrrverandi framkvæmdastjóri Royal College of Nursing, segir málið háalvarlegt en þetta þýði að mögulega séu hundruð óhæfra heilbrigðisstarfsmanna að störfum innan breska heilbrigðiskerfisins. Sjúklingar innan kerfisins séu þannig mögulega í hættu. Breska heilbrigðiskerfið hefur í auknum mæli þurft að treysta á erlent heilbrigðisstarfsfólk til að manna hinar ýmsu stofnanir en gerðar eru kröfur um að hjúkrunarfræðingar standist ákveðnar kröfur áður en þeir hefja störf. Af þeim yfir 700 sem eru grunaðir um að hafa tryggt sér réttindi á fölskum forsendum hafa 48 þegar tekið til starfa hjá hinu opinbera. Samkvæmt umfjöllun Guardian virðist ekki vera hægt að afturkalla leyfin að svo stöddu en einstaklingarnir hafa verið skikkaðir til að endurtaka prófið sem um ræðir. Allir munu þeir verða kallaðir fyrir nefnd í mars næstkomandi, þar sem þeir verða beðnir um að greina frá því hvernig þeir tóku og stóðust prófið í Yunnik-prófmiðstöðinni í Ibadan í Nígeríu. Það vakti grundsemdir hvað umræddir einstaklingar voru fljótir að ljúka prófinu, sem er tekið á tölvu. Óttast áhrif rannsóknarinnar á mönnun Um 670 aðrir einstaklingar liggja einnig undir grun. Margir þeirra eru komnir til Bretlands en hafa ekki hafið störf sem hjúkrunarfræðingar. Þeir hafa ekki fengið formlegt starfsleyfi og vinna flestir sem aðstoðarmenn innan opinbera heilbrigðiskerfisins eða á umönnunarheimilum. Nursing and Midwifery Council, sem heldur utan um starfsleyfi hjúkrunarfræðingar, hafa borist umsóknir frá 80 af þessum 670, eftir að þeir tóku prófið að nýju. Þeim hefur hins vegar verið synjað á þeim grundvelli að þeir hafi ekki sýnt fram á að þeir séu heiðarlegir og traustsins verðir. Það var fyrirtækið Pearson VUW, sem rekur Yunnik-prófmiðstöðina, sem gerðu yfirvöldum vart við, eftir að upp komst að einstaklingur hafði verið að taka próf fyrir aðra. Svindlið er talið ná til allt að 1.955 nígerískra heilbrigðisstarfsmanna, sem allir munu þurfa að endurtaka prófið. Stéttarfélag hjúkrunarfræðinga óttast að þeir sem verður neytað um starfsleyfi hjúkrunarfræðings verði sendir aftur til Nígeríu, sem myndi koma harkalega niður á mönnun innan heilbrigðiskerfisins á Bretlandi. Fólkið hafi verið „misnotað“ í Nígeríu og heimila ætti því að endurtaka prófið á Bretlandi.
Bretland Nígería Heilbrigðismál Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira