Rússar þrói kjarnavopn í geimnum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. febrúar 2024 23:39 Vladimír Pútín, Rússlandsforseti. Vyacheslav Prokofyev/AP Bandarísk yfirvöld óttast að Rússar muni vilja koma kjarnavopnum umhverfis sporbaug. Ætlunin yrði að beita þeim gegn gervihnöttum en tæknin er nú í þróun í Rússlandi. Þetta er fullyrt í frétt bandaríska miðilsins ABC. Fyrr í dag hafði Mike Turner formaður leyniþjónustunefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hvatt Joe Biden Bandaríkjaforseta til að opinbera leynileg gögn um ónefnda ógn gegn Bandaríkjunum. Ekki kom fram um hvaða ógn var að ræða en nú fullyrðir ABC sjónvarpsstöðin að þar sé á ferðinni fyrirætlanir Rússa um kjarnavopn í geimnum. Stöðin hefur eftir heimildarmönnum að um sé að ræða grafalvarlegt mál. Statement from Chairman @RepMikeTurner: pic.twitter.com/OA9yJuEPlf— House Intelligence Committee (@HouseIntel) February 14, 2024 Stöðin hefur eftir bandarískum þingmönnum að tilgangurinn með því að vekja athygli á þessu sé ekki að vekja upp ugg í brjósti bandarísku þjóðarinnar. Hið mikilvæga sé að innan bandaríska stjórnkerfisins sé unnið saman að því að greina málið. Vildi Mike Turner að allri leynd yfir skjölunum yrði aflétt svo hægt væri að ræða hina meintu ógn opinberlega. Að sama skapi gæfi það bandamönnum Bandaríkjanna færi á að melta þessar upplýsingar. Fram kemur í frétt New York Times um málið að tæknin sé enn ekki í höndum Rússa. Rússnesk stjórnvöld séu hinsvegar í óðaönn við að þróa hana. Þar af leiðir sé ekki um raunverulega ógn gegn Bandaríkjunum, Úkraínu og öðrum bandalagsþjóðum að ræða, að svo stöddu. Miðillinn hefur eftir heimildarmönnum innan Hvíta hússins að uppátæki Turner hafi ekki vakið lukku. Þeir óttist að starfsemi leyniþjónustunnar og upplýsingaöflun frá Rússlandi kunni að verða fyrir skaða vegna málsins. Fram kemur að upplýsingana hafi verið aflað á síðustu dögum. Rússland Bandaríkin Kjarnorka Hernaður Geimurinn Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Fleiri fréttir Fimm látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Sjá meira
Þetta er fullyrt í frétt bandaríska miðilsins ABC. Fyrr í dag hafði Mike Turner formaður leyniþjónustunefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hvatt Joe Biden Bandaríkjaforseta til að opinbera leynileg gögn um ónefnda ógn gegn Bandaríkjunum. Ekki kom fram um hvaða ógn var að ræða en nú fullyrðir ABC sjónvarpsstöðin að þar sé á ferðinni fyrirætlanir Rússa um kjarnavopn í geimnum. Stöðin hefur eftir heimildarmönnum að um sé að ræða grafalvarlegt mál. Statement from Chairman @RepMikeTurner: pic.twitter.com/OA9yJuEPlf— House Intelligence Committee (@HouseIntel) February 14, 2024 Stöðin hefur eftir bandarískum þingmönnum að tilgangurinn með því að vekja athygli á þessu sé ekki að vekja upp ugg í brjósti bandarísku þjóðarinnar. Hið mikilvæga sé að innan bandaríska stjórnkerfisins sé unnið saman að því að greina málið. Vildi Mike Turner að allri leynd yfir skjölunum yrði aflétt svo hægt væri að ræða hina meintu ógn opinberlega. Að sama skapi gæfi það bandamönnum Bandaríkjanna færi á að melta þessar upplýsingar. Fram kemur í frétt New York Times um málið að tæknin sé enn ekki í höndum Rússa. Rússnesk stjórnvöld séu hinsvegar í óðaönn við að þróa hana. Þar af leiðir sé ekki um raunverulega ógn gegn Bandaríkjunum, Úkraínu og öðrum bandalagsþjóðum að ræða, að svo stöddu. Miðillinn hefur eftir heimildarmönnum innan Hvíta hússins að uppátæki Turner hafi ekki vakið lukku. Þeir óttist að starfsemi leyniþjónustunnar og upplýsingaöflun frá Rússlandi kunni að verða fyrir skaða vegna málsins. Fram kemur að upplýsingana hafi verið aflað á síðustu dögum.
Rússland Bandaríkin Kjarnorka Hernaður Geimurinn Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Fleiri fréttir Fimm látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Sjá meira