85 prósent ljósmæðra telja manneklu hafa ógnað öryggi mæðra Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. febrúar 2024 07:02 Hjúkrunafræðingur hlustar nýfætt barn. Getty Samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar BHM telja 85 prósent ljósmæðra að mannekla hafi ógnað öryggi mæðra á síðustu sex mánuðum og 48 prósent segja þetta gerast oftar nú en áður. Tæplega þriðjungur ljósmæðra segist hafa íhugað að hætta ljósmóðurstörfum á síðustu tveimur árum, sem má helst rekja til of mikils álags, manneklu og óánægju með styttingu vinnuvikunnar í vaktavinnu. Könnun BHM var gerð að ósk Ljósmæðrafélags Íslands í janúar síðastliðnum. Náði hún til um 300 ljósmæðra út um allt land og var svarhlutfallið um 70 prósent, segir í tilkynningu. Hlutfall þeirra sem sögðu manneklu hafa ógnað öryggi mæðra var 93 prósent meðal ljósmæðra í vaktavinnu og 72 prósent meðal ljósmæðra í dagvinnu. Af þeim sem sögðu oftar vegið að öryggi sjúklinga nú en áður var 61 prósent í vaktavinnu. 75 prósent svarenda sögðu álag vera mikið eða of mikið og 70 sögðu það hafa aukist. Þá sögðu 54 prósent hafa íhugað að hætta í starfi á síðustu tveimur árum en þriðjungur þeirra sögðust hafa íhugað að hætta alfarið að starfa sem ljósmóðir. „Þegar spurt var um upplifun af breyttum starfsaðstæðum með tilkomu betri vinnutíma (styttingu vinnuvikunnar) kemur í ljós að 54% ljósmæðra í vaktavinnu hjá ríkinu telur starfsaðstæður hafa versnað með tilkomu betri vinnutíma en aðeins 30% telja starfsaðstæður hafa batnað. Mikil ánægja er með betri vinnutíma meðal ljósmæðra í dagvinnu en óánægja í vaktavinnunni tengist helst svokölluðum „vaktahvata“ og neikvæðum áhrifum styttingarinnar á sveigjanleika í starfi,“ segir í tilkynningunni. Heilbrigðismál Börn og uppeldi Landspítalinn Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Tæplega þriðjungur ljósmæðra segist hafa íhugað að hætta ljósmóðurstörfum á síðustu tveimur árum, sem má helst rekja til of mikils álags, manneklu og óánægju með styttingu vinnuvikunnar í vaktavinnu. Könnun BHM var gerð að ósk Ljósmæðrafélags Íslands í janúar síðastliðnum. Náði hún til um 300 ljósmæðra út um allt land og var svarhlutfallið um 70 prósent, segir í tilkynningu. Hlutfall þeirra sem sögðu manneklu hafa ógnað öryggi mæðra var 93 prósent meðal ljósmæðra í vaktavinnu og 72 prósent meðal ljósmæðra í dagvinnu. Af þeim sem sögðu oftar vegið að öryggi sjúklinga nú en áður var 61 prósent í vaktavinnu. 75 prósent svarenda sögðu álag vera mikið eða of mikið og 70 sögðu það hafa aukist. Þá sögðu 54 prósent hafa íhugað að hætta í starfi á síðustu tveimur árum en þriðjungur þeirra sögðust hafa íhugað að hætta alfarið að starfa sem ljósmóðir. „Þegar spurt var um upplifun af breyttum starfsaðstæðum með tilkomu betri vinnutíma (styttingu vinnuvikunnar) kemur í ljós að 54% ljósmæðra í vaktavinnu hjá ríkinu telur starfsaðstæður hafa versnað með tilkomu betri vinnutíma en aðeins 30% telja starfsaðstæður hafa batnað. Mikil ánægja er með betri vinnutíma meðal ljósmæðra í dagvinnu en óánægja í vaktavinnunni tengist helst svokölluðum „vaktahvata“ og neikvæðum áhrifum styttingarinnar á sveigjanleika í starfi,“ segir í tilkynningunni.
Heilbrigðismál Börn og uppeldi Landspítalinn Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira