Rétt og rangt um Rapyd Björn B Björnsson skrifar 15. febrúar 2024 09:30 Ísraelska færslufyrirtækið Rapyd hefur verið mikið til umræðu á Íslandi í kjölfar yfirlýsinga forstjóra og aðaleiganda þess, Arik Shtilman, um að Rapyd standi með ísraelska hernum í árásum hans á Gaza og að mannfall óbreyttra borgara þar skipti engu svo fremi sem herinn nái markmiðum sínum. Þessi afstaða þykir flestum Íslendingum ógeðfelld og framandi og því vilja mörg fyrirtæki og neytendur forðast tengsl og viðskipti við Rapyd. Garðar Stefánsson forstjóri Rapyd á Íslandi tekur til varna fyrir félagið í blaðagreinum, en tekst heldur óhöndulega - enda er málstaðurinn ekki góður. Garðar heldur því fram að Rapyd stundi ekki viðskipti í landránsbyggðum Ísraela sem eru brot á alþjóðalögum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Þetta er einfaldlega rangt enda augljóst að fyrirtæki sem styður hernaðinn á Gaza setur slíkt ekki fyrir sig, frekar en önnur fyrirtæki í Ísrael. Garðar segir að Rapyd á Íslandi sé íslenskt fyrirtæki en játar síðan að félagið sé í eigu hins ísraelska Rapyd. Fyrirtækið er því ekki íslenskt fyrirtæki frekar en önnur slík sem eru í erlendri eigu þótt nauðsynlegt sé að um þau sé hlutafélag á Íslandi. Enda er það svo að þegar Rapyd er flett upp í fyrirtækjaskrá á Íslandi kemur í ljós að aðaleigandi þess er hinn ísraelski Arik Shtilman, forstjóri fyrirtækisins. Næst stærsti eigandinn er líka Ísraeli og sá þriðji er Breti. Það er því líka rangt sem Garðar heldur fram að fyrirtækið sé „að mestu í eigu alþjóðlegra fjárfestingasjóða“. Það er því miður líka rangt hjá Garðari að Rapyd sé „ekki með nokkru móti að styðja hernað Ísraelshers, eins og ranglega hefur komið fram.“ Ummæli forstjóra og eiganda Rapyd, vinnuveitanda Garðars, sem vitnað er til hér að ofan eru afdráttarlaus og ganga þvert gegn þessum orðum Garðars. Á heimsíðu Shtilmans á Likedin er mynd af ísraelska fánanum með orðunum: Rapyd styður Ísrael. Stuðningur Rapyd við hernað Ísraels er líka augljós á Instagram reikningi fyriirtækisins þar sem eru myndir af ísraelskum hermönnum sem Rapyd bauð í grillveislu. Þar segir að Rapyd sé stolt af stuðningi sínum við hina hugrökku hermenn ísraelska hersins og ánægt með að geta gefið þeim eitthvað til baka. Í lokin kemur svo greining Garðars á átökunum þar sem hann forðast að taka afstöðu eða styggja húsbónda sinn í Ísrael: „Átökin og rót þeirra eru flókin, tilfinningaþrungin og um margt sorgleg.“ Enn missir Garðar marks því það er ekkert flókið við það sem þarna er að gerast. Hvert mannsbarn sér að átökin og rót þeirra eru þau að ein þjóð er í krafti vopnavalds að ræna landi annarrar þjóðar. Ef Garðar hefur ekki áttað sig á þessum einföldu sannindum bendi ég honum vinsamlegast á að bera saman landakort af svæðinu frá 1948 til þessa dags. Ég skil vel að það sé erfitt fyrir starfsfólk Rapyd á Íslandi að vinna fyrir fyrirtæki sem styður opinberlega morð á óbreyttum borgurum. Það gæti ég ekki. Höfundur er áhugamaður um mannréttindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Björn B. Björnsson Tengdar fréttir Staðreyndir um Rapyd Að undanförnu hefur fámennur hópur fólks haft sig mikið frammi um Rapyd. Rangfærslur í málflutningi þessa hóps hvað varðar Rapyd eru margar. Þeim verður ekki öllum svarað hér. 13. febrúar 2024 10:00 Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Ísraelska færslufyrirtækið Rapyd hefur verið mikið til umræðu á Íslandi í kjölfar yfirlýsinga forstjóra og aðaleiganda þess, Arik Shtilman, um að Rapyd standi með ísraelska hernum í árásum hans á Gaza og að mannfall óbreyttra borgara þar skipti engu svo fremi sem herinn nái markmiðum sínum. Þessi afstaða þykir flestum Íslendingum ógeðfelld og framandi og því vilja mörg fyrirtæki og neytendur forðast tengsl og viðskipti við Rapyd. Garðar Stefánsson forstjóri Rapyd á Íslandi tekur til varna fyrir félagið í blaðagreinum, en tekst heldur óhöndulega - enda er málstaðurinn ekki góður. Garðar heldur því fram að Rapyd stundi ekki viðskipti í landránsbyggðum Ísraela sem eru brot á alþjóðalögum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Þetta er einfaldlega rangt enda augljóst að fyrirtæki sem styður hernaðinn á Gaza setur slíkt ekki fyrir sig, frekar en önnur fyrirtæki í Ísrael. Garðar segir að Rapyd á Íslandi sé íslenskt fyrirtæki en játar síðan að félagið sé í eigu hins ísraelska Rapyd. Fyrirtækið er því ekki íslenskt fyrirtæki frekar en önnur slík sem eru í erlendri eigu þótt nauðsynlegt sé að um þau sé hlutafélag á Íslandi. Enda er það svo að þegar Rapyd er flett upp í fyrirtækjaskrá á Íslandi kemur í ljós að aðaleigandi þess er hinn ísraelski Arik Shtilman, forstjóri fyrirtækisins. Næst stærsti eigandinn er líka Ísraeli og sá þriðji er Breti. Það er því líka rangt sem Garðar heldur fram að fyrirtækið sé „að mestu í eigu alþjóðlegra fjárfestingasjóða“. Það er því miður líka rangt hjá Garðari að Rapyd sé „ekki með nokkru móti að styðja hernað Ísraelshers, eins og ranglega hefur komið fram.“ Ummæli forstjóra og eiganda Rapyd, vinnuveitanda Garðars, sem vitnað er til hér að ofan eru afdráttarlaus og ganga þvert gegn þessum orðum Garðars. Á heimsíðu Shtilmans á Likedin er mynd af ísraelska fánanum með orðunum: Rapyd styður Ísrael. Stuðningur Rapyd við hernað Ísraels er líka augljós á Instagram reikningi fyriirtækisins þar sem eru myndir af ísraelskum hermönnum sem Rapyd bauð í grillveislu. Þar segir að Rapyd sé stolt af stuðningi sínum við hina hugrökku hermenn ísraelska hersins og ánægt með að geta gefið þeim eitthvað til baka. Í lokin kemur svo greining Garðars á átökunum þar sem hann forðast að taka afstöðu eða styggja húsbónda sinn í Ísrael: „Átökin og rót þeirra eru flókin, tilfinningaþrungin og um margt sorgleg.“ Enn missir Garðar marks því það er ekkert flókið við það sem þarna er að gerast. Hvert mannsbarn sér að átökin og rót þeirra eru þau að ein þjóð er í krafti vopnavalds að ræna landi annarrar þjóðar. Ef Garðar hefur ekki áttað sig á þessum einföldu sannindum bendi ég honum vinsamlegast á að bera saman landakort af svæðinu frá 1948 til þessa dags. Ég skil vel að það sé erfitt fyrir starfsfólk Rapyd á Íslandi að vinna fyrir fyrirtæki sem styður opinberlega morð á óbreyttum borgurum. Það gæti ég ekki. Höfundur er áhugamaður um mannréttindi.
Staðreyndir um Rapyd Að undanförnu hefur fámennur hópur fólks haft sig mikið frammi um Rapyd. Rangfærslur í málflutningi þessa hóps hvað varðar Rapyd eru margar. Þeim verður ekki öllum svarað hér. 13. febrúar 2024 10:00
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun