Sertral eða sálfræðimeðferð Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar 15. febrúar 2024 12:31 Þegar kemur að notkun, geð-, svefn,- og róandi lyfja virðumst við Íslendingar eiga enn einn „vafasama“ metið. Alma Möller landlæknir var í Kastljósinu í vikunni (12.2) og ræddi um mikla notkun þunglyndislyfja meðal barna og unglinga. En þessi mikla notkun á einnig við um aðra aldursflokka. Nú er að svo að margir þurfa á geðlyfjum að halda, til skemmri eða lengri tíma. Hins vegar er lyfjagjöf ekki endilega upphafspunkturinn þegar kemur að meðhöndlun á andlegri vanlíðan. Í fyrrgreindu viðtali mælti Alma með því að gagnreyndar sálfræðimeðferðir á borð við Hugræna atferlismeðferð væru notaðar sem fyrsta úrræði þegar kemur að meðhöndlun þunglyndis. Þeir sem taka þunglyndislyf ættu líka að spyrja sig þeirrar spurningar hvort ávinningur sé af því að taka lyfið? Eru þau hjálpleg í baráttunni við kvíðann, þunglyndið eða aðra vanlíðan? Finn ég mun á mér eftir að ég fór að taka lyfið? Þeir eru ófáir sem ég hef hitt sem eiga erfitt með að muna hvenær þeir byrjuð að taka lyfin og aðrir eru ekki vissir hvort þau séu að gera gagn. Eru kostir þess að taka lyfin meiri en gallarnir til lengri tíma litið? Öll lyf hafa aukaverkanir en við finnum mismikið fyrir þeim. STAÐREYND um þunglyndi: Rannsóknir síðustu 50 ára hafa ekki náð að sanna að þunglyndi orsakist af lágu magni seretonins í heila. En þunglyndislyf eiga jú að hafa áhrif á magn seretonins í heila. STAÐREYND: þegar lyfjanotkun er hætt koma óhjákvæmilega fram fráhvarfseinkenni, sem margir taka sem versnun þunglyndis. Fráhvarfseinkenni þunglyndislyfja geta verið alvarleg og langdregin. Þá hefur verið sýnt fram á að sumar tegundir þunglyndislyfja eru tengdar aukinni hættu á sjálfsvígum hjá fullorðnum með þunglyndi. Sertral er eitt algengasta þunglyndislyfið á Íslandi. Margir eru ómeðvitaðir um aukaverkanir þeirra lyfja sem þeir taka. Ég fletti sertral upp í lyfjahandbókinni og eftirfarandi aukaverkanir voru skráðar sem algengar: Hjartaónot, verkur fyrir brjósti, hreyfitruflanir, höfuðverkur, sundl, þreyta, kviðverkur, hægðatregða, uppköst, lystarleysi, munnþurrkur, svitamyndun, ógleði, niðurgangur, meltingatruflanir, skapgerðabreytingar, minnkuð kynhvöt, útbrot, kláði og öndunarerfiðleikar. Nýlega sagði kona sögu sína í fjölmiðlum en hún leitaði læknis vegna kulnunar. Í greininni segir konan að henni hafi þótt læknirinn leggja óþarflega mikla áherslu á að gefa lyf. „Ég hefði viljað að læknirinn hefði tekið öðruvísi á mínu vandamáli… að hann hefði skoðað svefninn, mataræðið og hvað ég væri að taka inn af bætiefnum.“ Konan talar um að nánar hefði þurft að kortleggja daglega streitu og gefa ráð varðandi hreyfingu í stað þess að skrifa upp á lyf. Það er STAÐREYND að hundruð rannsókna sýna fram á góðan árangur sálfræðimeðferðar við andlegri vanlíðan á borð við kvíða og þunglyndi. Það er staðreynd að þegar kemur að meðhöndlun sálrænna vandamála á borð við kvíða og þunglyndi gilda sömu lögmál og við meðhöndlun líkamlegra vandamála eins og sykursýki og hækkaðs blóðþrýstings. Það sem skiptir máli er að breyta HEGÐUN. Ef við glímum við sykursýki 2 eða hækkaðan blóðþrýsting þurfum við að breyta mataræði og/eða minnka streitu. Sömu lögmál gilda þegar kemur að andlegri vanlíðan. Breytt hegðunarmynstur er grundvöllur að betri líðan. Við þurfum að gera meira af því sem gefur okkur gleði og auka daglega virkni og hreyfingu. Það er staðreynd að erfiðar hugsanir og tilfinningar eru hluti af lífi okkar allra. Gagnreyndar sálfræðimeðferðir á borð við hugræna atferlismeðferð (HAM) og atferlis- og sáttarmeðferð (ACT) bjóða upp á tæki til að takast á við andlega vanlíðan og hjálpa okkur í átt að betri líðan. Höfundur er sálfræðingur á Reykjalundi og Samkennd Heilsusetri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Lyf Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Þegar kemur að notkun, geð-, svefn,- og róandi lyfja virðumst við Íslendingar eiga enn einn „vafasama“ metið. Alma Möller landlæknir var í Kastljósinu í vikunni (12.2) og ræddi um mikla notkun þunglyndislyfja meðal barna og unglinga. En þessi mikla notkun á einnig við um aðra aldursflokka. Nú er að svo að margir þurfa á geðlyfjum að halda, til skemmri eða lengri tíma. Hins vegar er lyfjagjöf ekki endilega upphafspunkturinn þegar kemur að meðhöndlun á andlegri vanlíðan. Í fyrrgreindu viðtali mælti Alma með því að gagnreyndar sálfræðimeðferðir á borð við Hugræna atferlismeðferð væru notaðar sem fyrsta úrræði þegar kemur að meðhöndlun þunglyndis. Þeir sem taka þunglyndislyf ættu líka að spyrja sig þeirrar spurningar hvort ávinningur sé af því að taka lyfið? Eru þau hjálpleg í baráttunni við kvíðann, þunglyndið eða aðra vanlíðan? Finn ég mun á mér eftir að ég fór að taka lyfið? Þeir eru ófáir sem ég hef hitt sem eiga erfitt með að muna hvenær þeir byrjuð að taka lyfin og aðrir eru ekki vissir hvort þau séu að gera gagn. Eru kostir þess að taka lyfin meiri en gallarnir til lengri tíma litið? Öll lyf hafa aukaverkanir en við finnum mismikið fyrir þeim. STAÐREYND um þunglyndi: Rannsóknir síðustu 50 ára hafa ekki náð að sanna að þunglyndi orsakist af lágu magni seretonins í heila. En þunglyndislyf eiga jú að hafa áhrif á magn seretonins í heila. STAÐREYND: þegar lyfjanotkun er hætt koma óhjákvæmilega fram fráhvarfseinkenni, sem margir taka sem versnun þunglyndis. Fráhvarfseinkenni þunglyndislyfja geta verið alvarleg og langdregin. Þá hefur verið sýnt fram á að sumar tegundir þunglyndislyfja eru tengdar aukinni hættu á sjálfsvígum hjá fullorðnum með þunglyndi. Sertral er eitt algengasta þunglyndislyfið á Íslandi. Margir eru ómeðvitaðir um aukaverkanir þeirra lyfja sem þeir taka. Ég fletti sertral upp í lyfjahandbókinni og eftirfarandi aukaverkanir voru skráðar sem algengar: Hjartaónot, verkur fyrir brjósti, hreyfitruflanir, höfuðverkur, sundl, þreyta, kviðverkur, hægðatregða, uppköst, lystarleysi, munnþurrkur, svitamyndun, ógleði, niðurgangur, meltingatruflanir, skapgerðabreytingar, minnkuð kynhvöt, útbrot, kláði og öndunarerfiðleikar. Nýlega sagði kona sögu sína í fjölmiðlum en hún leitaði læknis vegna kulnunar. Í greininni segir konan að henni hafi þótt læknirinn leggja óþarflega mikla áherslu á að gefa lyf. „Ég hefði viljað að læknirinn hefði tekið öðruvísi á mínu vandamáli… að hann hefði skoðað svefninn, mataræðið og hvað ég væri að taka inn af bætiefnum.“ Konan talar um að nánar hefði þurft að kortleggja daglega streitu og gefa ráð varðandi hreyfingu í stað þess að skrifa upp á lyf. Það er STAÐREYND að hundruð rannsókna sýna fram á góðan árangur sálfræðimeðferðar við andlegri vanlíðan á borð við kvíða og þunglyndi. Það er staðreynd að þegar kemur að meðhöndlun sálrænna vandamála á borð við kvíða og þunglyndi gilda sömu lögmál og við meðhöndlun líkamlegra vandamála eins og sykursýki og hækkaðs blóðþrýstings. Það sem skiptir máli er að breyta HEGÐUN. Ef við glímum við sykursýki 2 eða hækkaðan blóðþrýsting þurfum við að breyta mataræði og/eða minnka streitu. Sömu lögmál gilda þegar kemur að andlegri vanlíðan. Breytt hegðunarmynstur er grundvöllur að betri líðan. Við þurfum að gera meira af því sem gefur okkur gleði og auka daglega virkni og hreyfingu. Það er staðreynd að erfiðar hugsanir og tilfinningar eru hluti af lífi okkar allra. Gagnreyndar sálfræðimeðferðir á borð við hugræna atferlismeðferð (HAM) og atferlis- og sáttarmeðferð (ACT) bjóða upp á tæki til að takast á við andlega vanlíðan og hjálpa okkur í átt að betri líðan. Höfundur er sálfræðingur á Reykjalundi og Samkennd Heilsusetri.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun