Sjáðu vítin úr leiknum þar sem dómari er grunaður um svindl Sindri Sverrisson skrifar 15. febrúar 2024 14:30 Sævar Atli Magnússon tók þátt í leiknum við HamKam og tók fyrsta vítið af þremur sem Lyngby fékk á lokakafla leiksins. Getty/Lars Ronbog Óhætt er að segja að erfitt sé að sjá á hvað dómarinn var að dæma, þegar hann dæmdi þrjár vítaspyrnur undir lok leiks danska liðsins Lyngby og norska liðsins HamKam um helgina. Forráðamenn HamKam hafa haft samband við norska knattspyrnusambandið vegna leiksins, þar sem sterkur grunur er um að dómarinn hafi viljað hagræða úrslitum. Norska sambandið hefur svo farið með málið áfram til UEFA þar sem um leik á milli liða frá tveimur löndum er að ræða. Leikið var í Tyrklandi og sáu gestgjafarnir um að útvega dómara. Leikurinn endaði 2-1 fyrir HamKam. Liðið var 2-0 yfir þegar 80 mínútur voru liðnar en svo virtist sem að dómarinn væri mjög áhugasamur um að Lyngby skoraði einnig í leiknum. Hann dæmdi nefnilega þrjár vítaspyrnur fyrir Lyngby og voru allir dómarnir vægast sagt verulega vafasamir. Tvö fyrstu vítin fóru í súginn, það fyrra frá Sævari Atla Magnússyni, en þriðja vítið fór inn og þar með höfðu bæði lið skorað í leiknum, sem er nokkuð sem hægt er að veðja á. Vítaspyrnudómana má sjá á vef TV 2 í Noregi, með því að smella hér. Héldu allir að um svindl væri að ræða „Þetta var bara orðið fyndið í lokin,“ sagði Marcus Sandberg, markvörður HamKam, við TV 2. „Við töluðum við leikmenn Lyngby og þeir skildu ekki heldur neitt í neinu. Ég er búinn að spila ansi lengi og hef aldrei upplifað annað eins,“ sagði hinn 33 ára gamli Sandberg og bætti við: „Þetta voru mjög undarlegir dómar. Við fengum ódýrt víti líka. Við vitum ekki í hvaða gæðaflokki dómarinn var en þetta var bara furðulegt.“ En grunar hann að dómarinn hafi viljað hagræða úrslitum? „Ja, ég veit ekki hvað maður á að segja en það er það sem allir héldu í báðum liðum. Það var eitthvað dularfullt á seyði,“ sagði Sandberg. Norski boltinn Danski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Sjá meira
Forráðamenn HamKam hafa haft samband við norska knattspyrnusambandið vegna leiksins, þar sem sterkur grunur er um að dómarinn hafi viljað hagræða úrslitum. Norska sambandið hefur svo farið með málið áfram til UEFA þar sem um leik á milli liða frá tveimur löndum er að ræða. Leikið var í Tyrklandi og sáu gestgjafarnir um að útvega dómara. Leikurinn endaði 2-1 fyrir HamKam. Liðið var 2-0 yfir þegar 80 mínútur voru liðnar en svo virtist sem að dómarinn væri mjög áhugasamur um að Lyngby skoraði einnig í leiknum. Hann dæmdi nefnilega þrjár vítaspyrnur fyrir Lyngby og voru allir dómarnir vægast sagt verulega vafasamir. Tvö fyrstu vítin fóru í súginn, það fyrra frá Sævari Atla Magnússyni, en þriðja vítið fór inn og þar með höfðu bæði lið skorað í leiknum, sem er nokkuð sem hægt er að veðja á. Vítaspyrnudómana má sjá á vef TV 2 í Noregi, með því að smella hér. Héldu allir að um svindl væri að ræða „Þetta var bara orðið fyndið í lokin,“ sagði Marcus Sandberg, markvörður HamKam, við TV 2. „Við töluðum við leikmenn Lyngby og þeir skildu ekki heldur neitt í neinu. Ég er búinn að spila ansi lengi og hef aldrei upplifað annað eins,“ sagði hinn 33 ára gamli Sandberg og bætti við: „Þetta voru mjög undarlegir dómar. Við fengum ódýrt víti líka. Við vitum ekki í hvaða gæðaflokki dómarinn var en þetta var bara furðulegt.“ En grunar hann að dómarinn hafi viljað hagræða úrslitum? „Ja, ég veit ekki hvað maður á að segja en það er það sem allir héldu í báðum liðum. Það var eitthvað dularfullt á seyði,“ sagði Sandberg.
Norski boltinn Danski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Sjá meira