Léleg námslán eru pólitísk ákvörðun Rakel Anna Boulter skrifar 16. febrúar 2024 07:01 Tilgangur námslánakerfa er að veita öllum jöfn tækifæri til að fara í háskóla. Þjóðin græðir á því að fólk mennti sig og því er borðleggjandi að hafa gott námslánakerfi. Öll erum við sammála um að gera þurfi breytingar á íslenska námslánakerfinu, eins og kom fram í niðurstöðum skýrslu um endurskoðun námslánakerfisins sem unnin var í háskólaráðuneytinu í vetur. Við erum hins vegar ekki öll sammála um þær breytingar sem þarf að gera. Stúdentar hafa þegar gert sínum kröfum góð skil innan ráðuneytisins, þó enn sé óljóst hvað af ábendingum stúdenta verði tekið tillit til. Í megindráttum viljum við ráðast á tvö af vandamálum íslenska námslánakerfisins: Vandamálin Til að byrja með er styrkurinn frá ríkinu er ekki nægilega hár, sem endurspeglast í lélegum lánakjörum. Hitt vandamálið er að námslánakerfinu tekst ekki að vera það félagslega jöfnunartól sem það á að vera. Það er ekki einu sinni mögulegt fyrir alla námsmenn að taka námslán. Til þess þarf almennt að vera skráð að lágmarki í 22 einingar á önn, en fullt nám er 30 einingar á önn. Ef nemandi fellur í meira en 8 einingum þarf að endurgreiða lánið, ef undanþága fæst ekki. 30% niðurfelling á höfuðstól býðst aðeins þeim sem klára námið á tilskildum tíma. Ríkið styrkir sem sagt aðeins þau sem klára 22 einingar eða meira á önn og klára námið á tilskildum tíma. Rest situr uppi með lán á verri kjörum en buðust fyrir breytingarnar sem gerðar voru á námslánakerfinu árið 2020. Hvaða hópar eru ólíklegastir til að geta verið í fullu námi og klára námið á tilskildum tíma? Það er fjölskyldufólk, fólk með námsörðugleika eða annað mál en íslensku að móðurmáli. Þetta fólk er töluvert líklegra til að sitja uppi með lán á háum vöxtum og enga niðurfellingu. Einmitt fólkið sem þarf hvað mest á góðum námslánakjörum að halda! Lausnin Okkar tillögur til að bæta úr þessu er annars vegar að lækka vaxtaþakið og hækka niðurfellinguna. Hins vegar að lána fyrir hverri einingu og veita styrk eftir hverja önn. Við þurfum ekki að finna upp hjólið. Í Noregi er námsstyrkur veittur í formi 25% niðurfellingar á höfuðstól láns í lok hverrar annar. Styrkurinn fæst þó einungis fyrir þær einingar sem eru loknar sem skapar hvata til þess að ljúka námi. Til viðbótar er veitt 15% niðurfelling við námslok í Noregi. Lengst af fólst styrkur ríkisins til námsmanna í því að veita lán með lágum vöxtum. Með lagabreytingum 2020 var niðurfellingu bætt við en vextirnir hækkuðu gríðarlega í kjölfarið. Þessi breyting fól ekki í sér raunverulega aukningu á styrk til stúdenta á Íslandi. Núna er vaxtaþakið 4% af verðtryggðum lánum og 9% af óverðtryggðum lánum og þar standa vextirnir í dag. Þetta sér hver maður að eru óhagstæðir vextir. Hver ræður þessu? Íslendingar eiga til að gleyma því að það eru til aðrar lausnir. Við erum svo vön því að hlusta á afsakanir ráðamanna að við horfum fram hjá mjög mikilvægum punkti: pólitík eru ákvarðanir. Það er líka ákvörðun að gera engar breytingar. Íslenska námslánakerfið þarf ekki að vera svona, það eru til betri kerfi! Við þurfum ekki einu sinni að finna þau upp, þau eru til, bara ekki á Íslandi. Stúdentar hafa þegar komið kröfum sínum skýrt á framfæri. Við viljum að stjórnvöld forgangsraði menntun og stuðning við námsfólk, því allt samfélagið græðir á því. Höfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Námslán Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Tilgangur námslánakerfa er að veita öllum jöfn tækifæri til að fara í háskóla. Þjóðin græðir á því að fólk mennti sig og því er borðleggjandi að hafa gott námslánakerfi. Öll erum við sammála um að gera þurfi breytingar á íslenska námslánakerfinu, eins og kom fram í niðurstöðum skýrslu um endurskoðun námslánakerfisins sem unnin var í háskólaráðuneytinu í vetur. Við erum hins vegar ekki öll sammála um þær breytingar sem þarf að gera. Stúdentar hafa þegar gert sínum kröfum góð skil innan ráðuneytisins, þó enn sé óljóst hvað af ábendingum stúdenta verði tekið tillit til. Í megindráttum viljum við ráðast á tvö af vandamálum íslenska námslánakerfisins: Vandamálin Til að byrja með er styrkurinn frá ríkinu er ekki nægilega hár, sem endurspeglast í lélegum lánakjörum. Hitt vandamálið er að námslánakerfinu tekst ekki að vera það félagslega jöfnunartól sem það á að vera. Það er ekki einu sinni mögulegt fyrir alla námsmenn að taka námslán. Til þess þarf almennt að vera skráð að lágmarki í 22 einingar á önn, en fullt nám er 30 einingar á önn. Ef nemandi fellur í meira en 8 einingum þarf að endurgreiða lánið, ef undanþága fæst ekki. 30% niðurfelling á höfuðstól býðst aðeins þeim sem klára námið á tilskildum tíma. Ríkið styrkir sem sagt aðeins þau sem klára 22 einingar eða meira á önn og klára námið á tilskildum tíma. Rest situr uppi með lán á verri kjörum en buðust fyrir breytingarnar sem gerðar voru á námslánakerfinu árið 2020. Hvaða hópar eru ólíklegastir til að geta verið í fullu námi og klára námið á tilskildum tíma? Það er fjölskyldufólk, fólk með námsörðugleika eða annað mál en íslensku að móðurmáli. Þetta fólk er töluvert líklegra til að sitja uppi með lán á háum vöxtum og enga niðurfellingu. Einmitt fólkið sem þarf hvað mest á góðum námslánakjörum að halda! Lausnin Okkar tillögur til að bæta úr þessu er annars vegar að lækka vaxtaþakið og hækka niðurfellinguna. Hins vegar að lána fyrir hverri einingu og veita styrk eftir hverja önn. Við þurfum ekki að finna upp hjólið. Í Noregi er námsstyrkur veittur í formi 25% niðurfellingar á höfuðstól láns í lok hverrar annar. Styrkurinn fæst þó einungis fyrir þær einingar sem eru loknar sem skapar hvata til þess að ljúka námi. Til viðbótar er veitt 15% niðurfelling við námslok í Noregi. Lengst af fólst styrkur ríkisins til námsmanna í því að veita lán með lágum vöxtum. Með lagabreytingum 2020 var niðurfellingu bætt við en vextirnir hækkuðu gríðarlega í kjölfarið. Þessi breyting fól ekki í sér raunverulega aukningu á styrk til stúdenta á Íslandi. Núna er vaxtaþakið 4% af verðtryggðum lánum og 9% af óverðtryggðum lánum og þar standa vextirnir í dag. Þetta sér hver maður að eru óhagstæðir vextir. Hver ræður þessu? Íslendingar eiga til að gleyma því að það eru til aðrar lausnir. Við erum svo vön því að hlusta á afsakanir ráðamanna að við horfum fram hjá mjög mikilvægum punkti: pólitík eru ákvarðanir. Það er líka ákvörðun að gera engar breytingar. Íslenska námslánakerfið þarf ekki að vera svona, það eru til betri kerfi! Við þurfum ekki einu sinni að finna þau upp, þau eru til, bara ekki á Íslandi. Stúdentar hafa þegar komið kröfum sínum skýrt á framfæri. Við viljum að stjórnvöld forgangsraði menntun og stuðning við námsfólk, því allt samfélagið græðir á því. Höfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun