Trump sektaður um 355 milljónir dala í New York Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. febrúar 2024 20:41 Niðurstaðan er töluvert fjárhagslegt högg fyrir Trump. Getty/Steven Hirsch Dómari í New York hefur dæmt Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta og forsetaframbjóðanda, til að greiða 355 milljónir dala í sekt vegna fjársvika. Niðurstaðan er sögð munu þurrka út nánast allt lausafé Trump og þá má hann ekki reka fyrirtæki í New York næstu þrjú árin. Dómarinn ákvað einnig að eldri synir Trump, Donald Jr. og Eric, skyldu greiða 4 milljónir dala í sekt og mættu ekki fara fyrir fyrirtæki næstu tvö árin. Ákvörðunin hefur það í för með sér að hvorki Trump né synir hans geta farið fyrir Trump-veldinu í New York næstu árin. Trump mun áfrýja sektinni, sem er sögð geta farið upp í 400 milljónir dala með vöxtum. Hann þarf hins vegar að reiða féð fram eða leggja fram tryggingu fyrir upphæðinni innan 30 daga. Þá er þess vænst að hann muni krefjast þess að ákvörðuninni um að banna honum og sonum hans að vera í forsvari fyrir fyrirtæki í New York verði frestað þar til áfrýjunardómstóll hefur fjallað um málið. Situr áfram uppi með eftirlitsaðila New York Times segir Trump hins vegar mögulega lítið geta gert til að fá fá einum þætti dómsins hnekkt; það er framlengingu skipunartíma sérstaks sjálfstæðs eftirlitsaðila innan Trump-samsteypunnar um þrjú ár. Hlutverk eftirlitsaðilans, Barböru Jones, er að vera „augu og eyru“ dómstóla innan samsteypunnar og hafa eftirlit og gera viðvart um öll grunsamleg viðskipti. Trump-fjölskyldan er sögð ævareið vegna eftirlitsins. Trump var fundinn sekur um að hafa gert meira úr virði viðskiptaveldis síns en innistæða var fyrir, í þeim tilgangi að tryggja sér hagstæðari kjör hjá bönkum og öðrum lánveitendum. Saksóknarinn í málinu sagði að jafnvel þótt lánveitendurnir hefðu grætt á viðskiptunum við Trump hefðu þeir engu að síður verið sviknir og sektin endurspeglar meðal annars þann hagnað sem þeir fóru á mis við. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Sjá meira
Niðurstaðan er sögð munu þurrka út nánast allt lausafé Trump og þá má hann ekki reka fyrirtæki í New York næstu þrjú árin. Dómarinn ákvað einnig að eldri synir Trump, Donald Jr. og Eric, skyldu greiða 4 milljónir dala í sekt og mættu ekki fara fyrir fyrirtæki næstu tvö árin. Ákvörðunin hefur það í för með sér að hvorki Trump né synir hans geta farið fyrir Trump-veldinu í New York næstu árin. Trump mun áfrýja sektinni, sem er sögð geta farið upp í 400 milljónir dala með vöxtum. Hann þarf hins vegar að reiða féð fram eða leggja fram tryggingu fyrir upphæðinni innan 30 daga. Þá er þess vænst að hann muni krefjast þess að ákvörðuninni um að banna honum og sonum hans að vera í forsvari fyrir fyrirtæki í New York verði frestað þar til áfrýjunardómstóll hefur fjallað um málið. Situr áfram uppi með eftirlitsaðila New York Times segir Trump hins vegar mögulega lítið geta gert til að fá fá einum þætti dómsins hnekkt; það er framlengingu skipunartíma sérstaks sjálfstæðs eftirlitsaðila innan Trump-samsteypunnar um þrjú ár. Hlutverk eftirlitsaðilans, Barböru Jones, er að vera „augu og eyru“ dómstóla innan samsteypunnar og hafa eftirlit og gera viðvart um öll grunsamleg viðskipti. Trump-fjölskyldan er sögð ævareið vegna eftirlitsins. Trump var fundinn sekur um að hafa gert meira úr virði viðskiptaveldis síns en innistæða var fyrir, í þeim tilgangi að tryggja sér hagstæðari kjör hjá bönkum og öðrum lánveitendum. Saksóknarinn í málinu sagði að jafnvel þótt lánveitendurnir hefðu grætt á viðskiptunum við Trump hefðu þeir engu að síður verið sviknir og sektin endurspeglar meðal annars þann hagnað sem þeir fóru á mis við.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Sjá meira