Banvæn þögn Alexander Halldórsson Ephrussi skrifar 17. febrúar 2024 19:00 Þótt siðferðisleg hnignun vestrænna ríkisstjórna sé ekki ný af nálinni hafa síðustu mánuðir á Gaza dregið hana óþægilega fram í dagsljósið. Varla hefur sú árás á óbreytta borgara verið gerð, sem hefur verið jafn mikið sjónvarpað og nákvæmlega skrásett af þeim sem fyrir verða þrátt fyrir tilraunir stríðsvélar Ísraels til að þagga málið niður. Við horfum full hryllings á heilu fjölskyldurnar þurrkaðar út, leyniskyttur skjóta börn og blaðamenn drepna einn á eftir öðrum og enginn háskóli eða spítali hefur fengið grið á þeim 130 dögum sem liðnir eru frá Hamas-árásunum þann 7. október. Það sem stendur uppúr í miðju atburða er þó hræsnin, Það er kaldhæðnislegt að ísraelskir stjórnmálamenn, með forsætisráðherrann fremstan í flokki, gera ríkisstjórnum um allan heim erfitt að standa með þeim þegar þeir ræða blygðunarlaust og sýna jafnvel í beinni útsendingu það sem Mannréttindadómstóllinn hefur skilgreint sem þjóðarmorð af ásetningi. Frá því varnarmálaráðherra Ísraels lýsti íbúum Gaza sem mennskum dýrum, að áformum um landnemabyggðir á norðanverðu Gaza-svæðinu sem eiga að spretta upp úr berangrinum, á rústum palestínskra heimila, hefur verið erfitt að líta á aðgerðir og miskunarlausa afstöðu ísraelskra stjórnvalda sem lögmæta sjálfsvörn, jafnvel fyrir þeirra tryggustu og elstu bandamenn. Þrátt fyrir þetta styðja vestræn stjórnvöld aðfarir Ísraelsstjórnar í orði og á borði eða líta undan í stað þess að mótmæla stöðugum sprengjuárásum á Gaza og Ísland er þar engin undantekning. Að stærstum hluta hafa Ísraelar náð að þagga niður fjöldamorð tuga þúsunda óbreyttra borgara Í Palestínu , meðan þeir þylja í sífellu harmatölur vegna rúmlega þúsund Ísraela sem hafa týnt lífi.Þetta sýnir okkur eins og svo oft áður að sum mannslif eru dýrari en önnur í vestrænum stjórnmálum. Við sjáum því hvernig molnar undan siðferðinu í þessari afstöðu eða afstöðuleysi vestrænna stjórnmálamenna, ef að það var þá eitthvað siðferði, afganskir eða íraskir vinir okkar gætu kannski hresst upp á minnið og margir aðrir. Hræsni vestrænna stjórnvalda kristallast ekki síst í því að síðan 7. október, hafa 2,2 milljónir íbúa á Gaza hrakist á flótta undan árásum Ísraela sem vestrænir stjórnmálamenn telja lögmætar. Á sama tíma ræða stjórnmálamennirnir um fólk á flótta sem tækifærissinna í besta falli, ef ekki bara hættulegt fólk. Þetta er hin siðferðislega skekkja Evrópu þegar kemur að hælisleitendum og innflytjendum, þessi stefna rekst illa saman með vangetunni til að standa gegn þjóðarmorði. Ísland tekur þátt í því með öðrum Evrópulöndum að halda flóttafólki frá, með stundum banvænum afleiðingum, en tekur lika þátt í því að styðja aðgerðir sem bæta þúsundum við flóttamannastrauminn. Það verður að minna á í þessu sambandi að flótti íbúa frá Gaza er ekki þyrnir í auga hinnar hægri sinnuðu ríkisstjórnar Ísraels, sem hefur uppi áform um frekari útþenslu. Frá árinu 1948, hafa Palestínumenn þurft að yfirgefa heimili sín með lykil um hálsinn að dyrum sem aldrei opnast aftur. Sem íslenskur Gyðingur, fylgist ég með íslenskum stjórnvöldum styðja þjóðernishreinsanir og leggja steina í götu fórnarlambanna þegar þau leita hér hælis. Það vekur upp hugrenningatengsl við syndir fortíðarinnar, þar sem fólk sem hingað leitaði var sent aftur í opinn dauðann. Nú eins og þá er það ekki svo flókið að veita fólki á flótta skjól, það sýndu nýlega þrjár konur, þær Bergþóra Snæbjörnsdóttir, María Lilja Þrastardóttir og Kristín Eiríksdóttir þegar þær tóku málin í sínar hendur og björguðu nokkrum þeirra 120 einstaklinga sem bíða á Gaza eftir fjölskyldusameiningu. Þær sýndu með aðgerðum sínum að það sem vantaði var einungis vilji og fjármagn af hálfu ríkisstjórnarinnar. Baráttan hér er háð á tvennum vígstöðvum. Við þurfum að standa vörð um rétt fólks til að leita hér hælis og styðja samtök eins og Solaris, og við þurfum að styðja við bakið á félagi eins og Íslandi/Palestína sem þrýstir á stjórnvöld að krefjast þess að hætt verði árásum og eyðileggingu á Gaza Franski gyðingurinn og heimspekingurinn, Edgar Morin, sem tók þátt í andspyrnu gegn nasistum og lifði af helförina, segir þögn Evrópu sem þykist standa vörð um mennsku og mannréttindi, hræðilegan harmleik. „Það er siðferðisleg skylda okkar að tala máli Palestínu og það verður að vera í dag, það getur ekki beðið til morguns.” Eins og Morin segir blátt áfram, „Við megum ekki láta blekkjast, við verðum að hafa hugrekki til að horfast í augu við hlutina eins og þeir eru og bera um þá stöðugt vitni.” Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Þótt siðferðisleg hnignun vestrænna ríkisstjórna sé ekki ný af nálinni hafa síðustu mánuðir á Gaza dregið hana óþægilega fram í dagsljósið. Varla hefur sú árás á óbreytta borgara verið gerð, sem hefur verið jafn mikið sjónvarpað og nákvæmlega skrásett af þeim sem fyrir verða þrátt fyrir tilraunir stríðsvélar Ísraels til að þagga málið niður. Við horfum full hryllings á heilu fjölskyldurnar þurrkaðar út, leyniskyttur skjóta börn og blaðamenn drepna einn á eftir öðrum og enginn háskóli eða spítali hefur fengið grið á þeim 130 dögum sem liðnir eru frá Hamas-árásunum þann 7. október. Það sem stendur uppúr í miðju atburða er þó hræsnin, Það er kaldhæðnislegt að ísraelskir stjórnmálamenn, með forsætisráðherrann fremstan í flokki, gera ríkisstjórnum um allan heim erfitt að standa með þeim þegar þeir ræða blygðunarlaust og sýna jafnvel í beinni útsendingu það sem Mannréttindadómstóllinn hefur skilgreint sem þjóðarmorð af ásetningi. Frá því varnarmálaráðherra Ísraels lýsti íbúum Gaza sem mennskum dýrum, að áformum um landnemabyggðir á norðanverðu Gaza-svæðinu sem eiga að spretta upp úr berangrinum, á rústum palestínskra heimila, hefur verið erfitt að líta á aðgerðir og miskunarlausa afstöðu ísraelskra stjórnvalda sem lögmæta sjálfsvörn, jafnvel fyrir þeirra tryggustu og elstu bandamenn. Þrátt fyrir þetta styðja vestræn stjórnvöld aðfarir Ísraelsstjórnar í orði og á borði eða líta undan í stað þess að mótmæla stöðugum sprengjuárásum á Gaza og Ísland er þar engin undantekning. Að stærstum hluta hafa Ísraelar náð að þagga niður fjöldamorð tuga þúsunda óbreyttra borgara Í Palestínu , meðan þeir þylja í sífellu harmatölur vegna rúmlega þúsund Ísraela sem hafa týnt lífi.Þetta sýnir okkur eins og svo oft áður að sum mannslif eru dýrari en önnur í vestrænum stjórnmálum. Við sjáum því hvernig molnar undan siðferðinu í þessari afstöðu eða afstöðuleysi vestrænna stjórnmálamenna, ef að það var þá eitthvað siðferði, afganskir eða íraskir vinir okkar gætu kannski hresst upp á minnið og margir aðrir. Hræsni vestrænna stjórnvalda kristallast ekki síst í því að síðan 7. október, hafa 2,2 milljónir íbúa á Gaza hrakist á flótta undan árásum Ísraela sem vestrænir stjórnmálamenn telja lögmætar. Á sama tíma ræða stjórnmálamennirnir um fólk á flótta sem tækifærissinna í besta falli, ef ekki bara hættulegt fólk. Þetta er hin siðferðislega skekkja Evrópu þegar kemur að hælisleitendum og innflytjendum, þessi stefna rekst illa saman með vangetunni til að standa gegn þjóðarmorði. Ísland tekur þátt í því með öðrum Evrópulöndum að halda flóttafólki frá, með stundum banvænum afleiðingum, en tekur lika þátt í því að styðja aðgerðir sem bæta þúsundum við flóttamannastrauminn. Það verður að minna á í þessu sambandi að flótti íbúa frá Gaza er ekki þyrnir í auga hinnar hægri sinnuðu ríkisstjórnar Ísraels, sem hefur uppi áform um frekari útþenslu. Frá árinu 1948, hafa Palestínumenn þurft að yfirgefa heimili sín með lykil um hálsinn að dyrum sem aldrei opnast aftur. Sem íslenskur Gyðingur, fylgist ég með íslenskum stjórnvöldum styðja þjóðernishreinsanir og leggja steina í götu fórnarlambanna þegar þau leita hér hælis. Það vekur upp hugrenningatengsl við syndir fortíðarinnar, þar sem fólk sem hingað leitaði var sent aftur í opinn dauðann. Nú eins og þá er það ekki svo flókið að veita fólki á flótta skjól, það sýndu nýlega þrjár konur, þær Bergþóra Snæbjörnsdóttir, María Lilja Þrastardóttir og Kristín Eiríksdóttir þegar þær tóku málin í sínar hendur og björguðu nokkrum þeirra 120 einstaklinga sem bíða á Gaza eftir fjölskyldusameiningu. Þær sýndu með aðgerðum sínum að það sem vantaði var einungis vilji og fjármagn af hálfu ríkisstjórnarinnar. Baráttan hér er háð á tvennum vígstöðvum. Við þurfum að standa vörð um rétt fólks til að leita hér hælis og styðja samtök eins og Solaris, og við þurfum að styðja við bakið á félagi eins og Íslandi/Palestína sem þrýstir á stjórnvöld að krefjast þess að hætt verði árásum og eyðileggingu á Gaza Franski gyðingurinn og heimspekingurinn, Edgar Morin, sem tók þátt í andspyrnu gegn nasistum og lifði af helförina, segir þögn Evrópu sem þykist standa vörð um mennsku og mannréttindi, hræðilegan harmleik. „Það er siðferðisleg skylda okkar að tala máli Palestínu og það verður að vera í dag, það getur ekki beðið til morguns.” Eins og Morin segir blátt áfram, „Við megum ekki láta blekkjast, við verðum að hafa hugrekki til að horfast í augu við hlutina eins og þeir eru og bera um þá stöðugt vitni.”
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun