Fjármálaráðuneytið hefur áfram rangt við niðurfellingu persónuafsláttar öryrkja og ellilífeyrisþega sem eru búsettir á Norðurlöndunum Jón Frímann Jónsson skrifar 18. febrúar 2024 07:30 Það er ótrúlega lélegur málflutningur sem Fjármálaráðuneytið hefur við í þeirri vörn sem þeir reyna að setja upp til þess að réttlæta niðurfellingu persónuafsláttar öryrkja og ellilífeyrisþega sem eru búsettir á Norðurlöndum. Vegna þess að þessi niðurfelling hefur ekki áhrif á neinn annan hóp öryrkja. Þeir öryrkja og ellilífeyrisþegar sem eru búsettir innan Evrópusambandsins en utan Norðurlandanna borga ekki neinn skatt á Íslandi samkvæmt tvísköttunarsamningum þar um. Á móti borgar þetta fólk fullan skatt í því ríki sem það á heima og nýtur þar að leiðandi persónuafsláttar í því ríki eftir þeim lögum sem þar gilda. Þetta er ekki þannig sem Ísland gerði samninga við önnur Norðurlönd um þennan málaflokk. Fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega sem eru búsettir á Norðurlöndum. Þá er skattaleg skylda á þessum greiðslum á Íslandi, eða í heimaríki viðkomandi. Ég þekki bara til Danmörku þar sem ég hef verið búsettur og mun nota það í þeim texta sem fer hérna að neðan. Þegar öryrki eða ellilífeyrisþegi flytur til Danmerkur. Þá er hann skattlagður samkvæmt reglum tvísköttunarsamningi milli Íslands og Danmerkur. Þar kemur fram mjög skýrt að skatta af þessum greiðslum skuli vera greiddur á Íslandi, eða heimaríki eins og það er kallað í samningum. Á móti þá dregur skatturinn í Danmörku frá greiddan skatt á Íslandi ásamt áætluðum skatti í Danmörku. Ef einhver mismunur er, þá greiðist það í Danmörku. Það er enginn persónuafsláttar af þessu hjá Danska skattinum, þó fá öryrkjar persónuafslátt hjá Danska skattinum sem er notaður ef fólk fær vinnu og borguð laun í Danmörku. Það bara nær ekki til þessa liðar á dönsku skattaskýrslunni eins og er skilgreint samkvæmt tvísköttunarsamningum. Það er alvarlegt mál þegar Fjármálaráðuneytið kemur með þennan hérna málflutning, sem er ekki byggður á neinum staðreyndum eða dæmum um að þetta hafi gerst, „Fjármálaráðuneytið segir að persónuafsláttur lífeyris- og eftirlaunaþega í útlöndum hafi verið misnotaður og runnið í erlenda ríkissjóði. Ríkið segir fáa verr setta við afnám persónuafsláttarins en ÖBÍ og lífeyrissjóðir leita svara um endanleg áhrif.“ - Frétt Rúv þann 16. Febrúar 2024, „Ríkið ber fyrir sig misnotkun og fé sem rennur í erlenda ríkissjóði“ Þetta er rangt. Íslenska ríkið hefur engin völd til þess að ákvarða þetta eða koma með fullyrðingar af þessari tegund um þetta. Staðreyndin er að þetta er ekkert nema yfirklór og þvæla sem er sett þarna fram. Hvorki Fjármálaráðuneytið eða Skatturinn á Íslandi hafa gefið út leiðbeiningar til öryrkja og ellilífeyrisþega sem eru búsettir á Norðurlöndum hvaða þeir eiga að setja í skattskýrslur þar sem þeir eiga heima. Margir öryrkjar og ellilífeyrisþegar hafa því ranglega sett persónuafslátt inn í skattaskýrslur í Danmörku og fengið rosalegan reikning til þess að borga til danska skattsins í kjölfarið. Í stað þess að setja inn skattinn áður en persónuafsláttur kemur til eins og er skilgreint og heimilt samkvæmt tvísköttunarsamningum. Danski skatturinn mun ekki gera athugasemdir við slíkt. Ég veit ekki með önnur ríki á Norðurlöndunum. Án persónuafsláttar þá lenda öryrkjar í því að borga stórar fjárhæðir í skatta á Íslandi. Það lækkar ráðstöfunartekjur ennþá meira og gerir stöðuna ennþá verri hjá mörgum. Samkvæmt íslenska skattinum, þá er hægt að fá þetta endurgreitt en það gerist aldrei fyrr en árið eftir. Þar sem þetta eru 100% tekjur sem koma frá Íslandi og samkvæmt þessari lagabreytingu, þá er hægt að fá persónuafslátturinn greiddan í einu lagi þegar skatturinn er gerður upp árið eftir. Ef þessi aðgerð varðar stöðu mála í Portúgal. Þar sem ellilífeyrisþegar eru að borga aðeins 10% skatt. Þá er það þannig að skattskyldan þar er öll í Portúgal en engin á Íslandi fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja sem búa í Portúgal. Þessi breyting á lögum mun því ekki hafa nein áhrif á það fólk. Þetta mun, eins og ég hef nefnt í þessari grein, koma verst niður á þeim sem eru búsettir á Norðurlöndunum vegna þess hvernig tvísköttunarsamningurinn milli Íslands og hinna Norðurlandanna er settur upp fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega. Þetta mun ekki hafa nein áhrif á þá sem eru búsettir utan Norðurlandanna. Þar sem skattskyldan er öll í því ríki sem viðkomandi býr. Þessari lagabreytingu verður að breyta til baka. Annars mun það auka á vandræði ákveðin hóps öryrkja og ellilífeyrisþega sem eru búsettir á Norðurlöndunum. Höfundur er öryrki, tímabundið búsettur á Íslandi. Annars í Danmörku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Lífeyrissjóðir Jón Frímann Jónsson Mest lesið VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ótrúlega lélegur málflutningur sem Fjármálaráðuneytið hefur við í þeirri vörn sem þeir reyna að setja upp til þess að réttlæta niðurfellingu persónuafsláttar öryrkja og ellilífeyrisþega sem eru búsettir á Norðurlöndum. Vegna þess að þessi niðurfelling hefur ekki áhrif á neinn annan hóp öryrkja. Þeir öryrkja og ellilífeyrisþegar sem eru búsettir innan Evrópusambandsins en utan Norðurlandanna borga ekki neinn skatt á Íslandi samkvæmt tvísköttunarsamningum þar um. Á móti borgar þetta fólk fullan skatt í því ríki sem það á heima og nýtur þar að leiðandi persónuafsláttar í því ríki eftir þeim lögum sem þar gilda. Þetta er ekki þannig sem Ísland gerði samninga við önnur Norðurlönd um þennan málaflokk. Fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega sem eru búsettir á Norðurlöndum. Þá er skattaleg skylda á þessum greiðslum á Íslandi, eða í heimaríki viðkomandi. Ég þekki bara til Danmörku þar sem ég hef verið búsettur og mun nota það í þeim texta sem fer hérna að neðan. Þegar öryrki eða ellilífeyrisþegi flytur til Danmerkur. Þá er hann skattlagður samkvæmt reglum tvísköttunarsamningi milli Íslands og Danmerkur. Þar kemur fram mjög skýrt að skatta af þessum greiðslum skuli vera greiddur á Íslandi, eða heimaríki eins og það er kallað í samningum. Á móti þá dregur skatturinn í Danmörku frá greiddan skatt á Íslandi ásamt áætluðum skatti í Danmörku. Ef einhver mismunur er, þá greiðist það í Danmörku. Það er enginn persónuafsláttar af þessu hjá Danska skattinum, þó fá öryrkjar persónuafslátt hjá Danska skattinum sem er notaður ef fólk fær vinnu og borguð laun í Danmörku. Það bara nær ekki til þessa liðar á dönsku skattaskýrslunni eins og er skilgreint samkvæmt tvísköttunarsamningum. Það er alvarlegt mál þegar Fjármálaráðuneytið kemur með þennan hérna málflutning, sem er ekki byggður á neinum staðreyndum eða dæmum um að þetta hafi gerst, „Fjármálaráðuneytið segir að persónuafsláttur lífeyris- og eftirlaunaþega í útlöndum hafi verið misnotaður og runnið í erlenda ríkissjóði. Ríkið segir fáa verr setta við afnám persónuafsláttarins en ÖBÍ og lífeyrissjóðir leita svara um endanleg áhrif.“ - Frétt Rúv þann 16. Febrúar 2024, „Ríkið ber fyrir sig misnotkun og fé sem rennur í erlenda ríkissjóði“ Þetta er rangt. Íslenska ríkið hefur engin völd til þess að ákvarða þetta eða koma með fullyrðingar af þessari tegund um þetta. Staðreyndin er að þetta er ekkert nema yfirklór og þvæla sem er sett þarna fram. Hvorki Fjármálaráðuneytið eða Skatturinn á Íslandi hafa gefið út leiðbeiningar til öryrkja og ellilífeyrisþega sem eru búsettir á Norðurlöndum hvaða þeir eiga að setja í skattskýrslur þar sem þeir eiga heima. Margir öryrkjar og ellilífeyrisþegar hafa því ranglega sett persónuafslátt inn í skattaskýrslur í Danmörku og fengið rosalegan reikning til þess að borga til danska skattsins í kjölfarið. Í stað þess að setja inn skattinn áður en persónuafsláttur kemur til eins og er skilgreint og heimilt samkvæmt tvísköttunarsamningum. Danski skatturinn mun ekki gera athugasemdir við slíkt. Ég veit ekki með önnur ríki á Norðurlöndunum. Án persónuafsláttar þá lenda öryrkjar í því að borga stórar fjárhæðir í skatta á Íslandi. Það lækkar ráðstöfunartekjur ennþá meira og gerir stöðuna ennþá verri hjá mörgum. Samkvæmt íslenska skattinum, þá er hægt að fá þetta endurgreitt en það gerist aldrei fyrr en árið eftir. Þar sem þetta eru 100% tekjur sem koma frá Íslandi og samkvæmt þessari lagabreytingu, þá er hægt að fá persónuafslátturinn greiddan í einu lagi þegar skatturinn er gerður upp árið eftir. Ef þessi aðgerð varðar stöðu mála í Portúgal. Þar sem ellilífeyrisþegar eru að borga aðeins 10% skatt. Þá er það þannig að skattskyldan þar er öll í Portúgal en engin á Íslandi fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja sem búa í Portúgal. Þessi breyting á lögum mun því ekki hafa nein áhrif á það fólk. Þetta mun, eins og ég hef nefnt í þessari grein, koma verst niður á þeim sem eru búsettir á Norðurlöndunum vegna þess hvernig tvísköttunarsamningurinn milli Íslands og hinna Norðurlandanna er settur upp fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega. Þetta mun ekki hafa nein áhrif á þá sem eru búsettir utan Norðurlandanna. Þar sem skattskyldan er öll í því ríki sem viðkomandi býr. Þessari lagabreytingu verður að breyta til baka. Annars mun það auka á vandræði ákveðin hóps öryrkja og ellilífeyrisþega sem eru búsettir á Norðurlöndunum. Höfundur er öryrki, tímabundið búsettur á Íslandi. Annars í Danmörku.
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun