„Öðruvísi fegurð við þetta“ Valur Páll Eiríksson skrifar 18. febrúar 2024 12:00 Óskar Bjarni óttaðist stórtap í hálfleik en hans menn sneru dæminu snarlega við. Vísir/Einar „Þetta dálítið skrýtinn leikur,“ segir Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari karlaliðs Vals í handbolta, sem komst áfram í 8-liða úrslit EHF-bikarsins eftir sterkan sigur á Metalplastika í Serbíu í gær. Valur var með eins marks forystu eftir fyrri leikinn hér heima síðustu helgi. Það mátti því lítið út af bregða í leik gærdagsins. Valsmenn byrjuðu vel en síðari hluti fyrri hálfleiksins afar slakur og voru fjórum mörkum undir í hléi, 16-12. „Við byrjuðum vel og náðum upp okkar leik, Bjöggi [Björgvin Páll Gústavsson] að verja, vörnin góð og hraðaupphlaupsmörk. En svo kom rosalega slæmur kafli, 9-1 fyrir þá.“ segir Óskar. Menn hafi hrist þann kafla af sér og mætt af krafti inn eftir hléið. „Mér fannst við miklu sterkari í byrjun og hugsaði með mér að við myndum vinna þetta með fimm eða sex mörkum, fannst við alveg með þá. Svo kemur þessi kafli og allt gengur illa,“ „Í hálfleik var þetta ekkert rosalega bjart. Ef maður ætti að giska þá vorum við að fara að tapa þessum leik með sex, sjö mörkum. En svo náðum við varnarleiknum, þeir skora bar fjögur mörk á 20 mínútna kafla í seinni hálfleik. Þetta snerist við. Þetta er einn af þessum leikjum og þetta var ótrúlega sterkur sigur. Það var ótrúlega gaman að vinna þennan leik, bara svo ég segi það.“ Öðruvísi áskorun, en skemmtileg Evrópuævintýri Valsmanna í fyrra vakti mikla athygli en þá tók liðið þátt í Evrópudeildinni, sterkari keppni þar sem andstæðingar voru á meðal betri liða álfunnar. Meiri möguleikar eru á árangri í þessari keppni, sem er heldur lakari, en Óskar segir verkefnið engu leiðinlegra en það í fyrra. „Í fyrra var rosa gaman þar sem þú varst að mæta meiri stórliðum og mikil spenna fyrir þessu heima. Núna erum við að fara mikið til Serbíu og á Balkanskagann í dálítið öðruvísi stemningu,“ segir Óskar Bjarni. „Það er öðruvísi fegurð við þessa keppni. Þetta er ótrúlega gaman og ég held þetta gefi strákunum rosalega mikið. Þetta er strembið, þú veist ekki alveg nógu mikið um andstæðingana en við tökum mikið út úr þessu og gerir okkur að betri leikmönnum og betri þjálfurum. Þetta er mjög gott fyrir félagið og íslenskan handbolta.“ Dregið verður í 8-liða úrslitin á þriðjudaginn kemur og fara þau fram í lok mars. Valur Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Fleiri fréttir Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Sjá meira
Valur var með eins marks forystu eftir fyrri leikinn hér heima síðustu helgi. Það mátti því lítið út af bregða í leik gærdagsins. Valsmenn byrjuðu vel en síðari hluti fyrri hálfleiksins afar slakur og voru fjórum mörkum undir í hléi, 16-12. „Við byrjuðum vel og náðum upp okkar leik, Bjöggi [Björgvin Páll Gústavsson] að verja, vörnin góð og hraðaupphlaupsmörk. En svo kom rosalega slæmur kafli, 9-1 fyrir þá.“ segir Óskar. Menn hafi hrist þann kafla af sér og mætt af krafti inn eftir hléið. „Mér fannst við miklu sterkari í byrjun og hugsaði með mér að við myndum vinna þetta með fimm eða sex mörkum, fannst við alveg með þá. Svo kemur þessi kafli og allt gengur illa,“ „Í hálfleik var þetta ekkert rosalega bjart. Ef maður ætti að giska þá vorum við að fara að tapa þessum leik með sex, sjö mörkum. En svo náðum við varnarleiknum, þeir skora bar fjögur mörk á 20 mínútna kafla í seinni hálfleik. Þetta snerist við. Þetta er einn af þessum leikjum og þetta var ótrúlega sterkur sigur. Það var ótrúlega gaman að vinna þennan leik, bara svo ég segi það.“ Öðruvísi áskorun, en skemmtileg Evrópuævintýri Valsmanna í fyrra vakti mikla athygli en þá tók liðið þátt í Evrópudeildinni, sterkari keppni þar sem andstæðingar voru á meðal betri liða álfunnar. Meiri möguleikar eru á árangri í þessari keppni, sem er heldur lakari, en Óskar segir verkefnið engu leiðinlegra en það í fyrra. „Í fyrra var rosa gaman þar sem þú varst að mæta meiri stórliðum og mikil spenna fyrir þessu heima. Núna erum við að fara mikið til Serbíu og á Balkanskagann í dálítið öðruvísi stemningu,“ segir Óskar Bjarni. „Það er öðruvísi fegurð við þessa keppni. Þetta er ótrúlega gaman og ég held þetta gefi strákunum rosalega mikið. Þetta er strembið, þú veist ekki alveg nógu mikið um andstæðingana en við tökum mikið út úr þessu og gerir okkur að betri leikmönnum og betri þjálfurum. Þetta er mjög gott fyrir félagið og íslenskan handbolta.“ Dregið verður í 8-liða úrslitin á þriðjudaginn kemur og fara þau fram í lok mars.
Valur Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Fleiri fréttir Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Sjá meira