„Ég verð lengi að komast yfir þetta“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2024 10:00 Eygló Fanndal Sturludóttir hefur gert frábæra hluti síðustu vikur og mánuði og setti enn eitt Norðurlandametið á EM í Búlgaríu. @eyglo_fanndal Eygló Fanndal Sturludóttir átti mjög flott Evrópumeistaramót í Búlgaríu og var á endanum aðeins einu kílói frá verðlaunasæti. Hún setti bæði Íslandsmet og Norðurlandamet og náði bestum árangri Íslendinga frá upphafi. Það var samt erfitt fyrir þessa miklu keppniskonu að sætta sig við það að komast ekki á verðlaunapallinn þegar það munaði svo ofboðslega litlu. Eygló endaði í fjórða sætinu en einu kílói á undan henni var hin þýska Lisa Marie Schweizer með 231 kíló samanlagt. Rúmeninn Loredana Toma varð Evrópumeistari en hún lyfti alls 241 kílói. Rússinn Siuzanna Valodzka varð önnur með 235 kíló. Eygló hefði þá orðið fyrst Íslendinga til að vinna til verðlauna á stórmóti í ólympískum lyftingum. Hún náði sínum næstbesta árangri á móti með því lyfta samtals 230 kílóum og hún setti einnig Norðurlandamet í snörun í -71 kg flokki kvenna þegar hún lyfti 105 kílóum. Fjórða sætið er besti árangur Íslendings á stórmóti í ólympískum lyftingum. Eygló gerði upp mótið á samfélagsmiðlum sínum og þar fór ekki á milli mála að það var erfitt fyrir okkar konu að kyngja úrslitunum. „Ég verð lengi að komast yfir þetta,“ byrjaði Eygló stuttan pistil sinn. „Ég fór inn í þessa keppni með stór markmið og ég var algjörlega miður mín yfir því að hafa misst af verðlaunapallinum út af einu kílói,“ skrifaði Eygló. „Þessi 129 kílóa tilraun mín í jafnhendingu mun ásækja mig en ég ætla að nota þessi vonbrigði til að gefa enn meira af mér í æfingarnar,“ skrifaði Eygló. Hún hafði lyft 125 kílóum en hækkaði upp í 129 kíló. Eygló var nálægt því að lyfta þessari miklu þyngd en tókst ekki. „Að ganga í burtu með fjórða sætið á mínu þriðja Evrópumóti en er eitthvað sem ég verið stolt af ekki síst eftir svona harða keppni með öllum þessum stórkostlegum lyftingakonum,“ skrifaði Eygló. View this post on Instagram A post shared by Eyglo Fanndal Sturludo ttir (@eyglo_fanndal) Lyftingar Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sjá meira
Hún setti bæði Íslandsmet og Norðurlandamet og náði bestum árangri Íslendinga frá upphafi. Það var samt erfitt fyrir þessa miklu keppniskonu að sætta sig við það að komast ekki á verðlaunapallinn þegar það munaði svo ofboðslega litlu. Eygló endaði í fjórða sætinu en einu kílói á undan henni var hin þýska Lisa Marie Schweizer með 231 kíló samanlagt. Rúmeninn Loredana Toma varð Evrópumeistari en hún lyfti alls 241 kílói. Rússinn Siuzanna Valodzka varð önnur með 235 kíló. Eygló hefði þá orðið fyrst Íslendinga til að vinna til verðlauna á stórmóti í ólympískum lyftingum. Hún náði sínum næstbesta árangri á móti með því lyfta samtals 230 kílóum og hún setti einnig Norðurlandamet í snörun í -71 kg flokki kvenna þegar hún lyfti 105 kílóum. Fjórða sætið er besti árangur Íslendings á stórmóti í ólympískum lyftingum. Eygló gerði upp mótið á samfélagsmiðlum sínum og þar fór ekki á milli mála að það var erfitt fyrir okkar konu að kyngja úrslitunum. „Ég verð lengi að komast yfir þetta,“ byrjaði Eygló stuttan pistil sinn. „Ég fór inn í þessa keppni með stór markmið og ég var algjörlega miður mín yfir því að hafa misst af verðlaunapallinum út af einu kílói,“ skrifaði Eygló. „Þessi 129 kílóa tilraun mín í jafnhendingu mun ásækja mig en ég ætla að nota þessi vonbrigði til að gefa enn meira af mér í æfingarnar,“ skrifaði Eygló. Hún hafði lyft 125 kílóum en hækkaði upp í 129 kíló. Eygló var nálægt því að lyfta þessari miklu þyngd en tókst ekki. „Að ganga í burtu með fjórða sætið á mínu þriðja Evrópumóti en er eitthvað sem ég verið stolt af ekki síst eftir svona harða keppni með öllum þessum stórkostlegum lyftingakonum,“ skrifaði Eygló. View this post on Instagram A post shared by Eyglo Fanndal Sturludo ttir (@eyglo_fanndal)
Lyftingar Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sjá meira