Tók 0,3 sekúndur að búa til nektarmynd af sér Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. febrúar 2024 11:42 Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, baráttukona gegn kynferðisofbeldi hefur áhyggjur af beitingu gervigreindar til stafræns kynferðisofbeldis. Vísir/Vilhelm Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, baráttukona gegn kynferðisofbeldi og stjórnarformaður Nordref, segir engan óhultan fyrir gervigreind og möguleikum sem henni fylgja til stafræns kynferðisofbeldis. Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þórdís hefur sjálf prófað að nýta tæknina með þessum hætti á sjálfri sér til að sýna fram á möguleika hennar. „Ég einmitt sannreyndi það á sjálfri mér hér fyrir skemmstu og fékk út nektarmynd á 0,3 sekúndum sem afklæddi mig að fullu,“ segir Þórdís. „Þarna erum við kannski hingað til búin að líta á þetta sem svona kynbundið vandamál, það eru fyrst og fremst konur og stúlkur sem eru að verða fyrir því að nektarmyndir af þeim eru notaðar gegn þeim en núna með þessari tækni þá er þetta orðið vandamál sem getur skotið upp kollinum í lífi allra, það er að segja að vera tekinn fyrir með þessum hætti.“ 75 prósent fengið óumbeðið efni Þórdís hefur undanfarin ár starfað með Nordref samtökunum og hefur rannsakað það hverjir það eru sem beita stafrænu ofbeldi á netinu og hvers vegna. Niðurstöður rannsóknarinnar verða kynntar í dag en Þórdís segir þar gerendur fyrst og fremst hafa verið kortlagða. „Eitt af því sem kom í ljós í þessum rannsóknarniðurstöðum, sérstaklega hvað Ísland varðar, það var einmitt hversu gríðarlega útbreitt sumar tegundir af þessu ofbeldi eru. Það má nefna að 75 prósent af þeim konum sem svöruðu okkar könnun höfðu fengið óumbeðið kynferðislegt efni sent til sín og þar bera auðvitað typpamyndirnar hæst.“ Þórdís segir að þegar komi að hótunum og óleyfilegri dreifingu nektarmynda séu það glæpir sem að langstærstu leyti eru framdir af fyrrverandi kærustum eða núverandi kærustum eða mökum. „En það verður algjör viðsnúningur í þessum óumbeðnu typpamyndum. Þar sjáum við að langstærstu leyti er gerandinn ókunnugur konunni sem málið snýst um. Þarna erum við að sjá stafræna útfærslu af því sem ég þekkti sem barn sem svona flassara sem gengu um í síðum frakka.“ Stafrænt ofbeldi Kynferðisofbeldi Tækni Gervigreind Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þórdís hefur sjálf prófað að nýta tæknina með þessum hætti á sjálfri sér til að sýna fram á möguleika hennar. „Ég einmitt sannreyndi það á sjálfri mér hér fyrir skemmstu og fékk út nektarmynd á 0,3 sekúndum sem afklæddi mig að fullu,“ segir Þórdís. „Þarna erum við kannski hingað til búin að líta á þetta sem svona kynbundið vandamál, það eru fyrst og fremst konur og stúlkur sem eru að verða fyrir því að nektarmyndir af þeim eru notaðar gegn þeim en núna með þessari tækni þá er þetta orðið vandamál sem getur skotið upp kollinum í lífi allra, það er að segja að vera tekinn fyrir með þessum hætti.“ 75 prósent fengið óumbeðið efni Þórdís hefur undanfarin ár starfað með Nordref samtökunum og hefur rannsakað það hverjir það eru sem beita stafrænu ofbeldi á netinu og hvers vegna. Niðurstöður rannsóknarinnar verða kynntar í dag en Þórdís segir þar gerendur fyrst og fremst hafa verið kortlagða. „Eitt af því sem kom í ljós í þessum rannsóknarniðurstöðum, sérstaklega hvað Ísland varðar, það var einmitt hversu gríðarlega útbreitt sumar tegundir af þessu ofbeldi eru. Það má nefna að 75 prósent af þeim konum sem svöruðu okkar könnun höfðu fengið óumbeðið kynferðislegt efni sent til sín og þar bera auðvitað typpamyndirnar hæst.“ Þórdís segir að þegar komi að hótunum og óleyfilegri dreifingu nektarmynda séu það glæpir sem að langstærstu leyti eru framdir af fyrrverandi kærustum eða núverandi kærustum eða mökum. „En það verður algjör viðsnúningur í þessum óumbeðnu typpamyndum. Þar sjáum við að langstærstu leyti er gerandinn ókunnugur konunni sem málið snýst um. Þarna erum við að sjá stafræna útfærslu af því sem ég þekkti sem barn sem svona flassara sem gengu um í síðum frakka.“
Stafrænt ofbeldi Kynferðisofbeldi Tækni Gervigreind Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira