Tók 0,3 sekúndur að búa til nektarmynd af sér Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. febrúar 2024 11:42 Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, baráttukona gegn kynferðisofbeldi hefur áhyggjur af beitingu gervigreindar til stafræns kynferðisofbeldis. Vísir/Vilhelm Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, baráttukona gegn kynferðisofbeldi og stjórnarformaður Nordref, segir engan óhultan fyrir gervigreind og möguleikum sem henni fylgja til stafræns kynferðisofbeldis. Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þórdís hefur sjálf prófað að nýta tæknina með þessum hætti á sjálfri sér til að sýna fram á möguleika hennar. „Ég einmitt sannreyndi það á sjálfri mér hér fyrir skemmstu og fékk út nektarmynd á 0,3 sekúndum sem afklæddi mig að fullu,“ segir Þórdís. „Þarna erum við kannski hingað til búin að líta á þetta sem svona kynbundið vandamál, það eru fyrst og fremst konur og stúlkur sem eru að verða fyrir því að nektarmyndir af þeim eru notaðar gegn þeim en núna með þessari tækni þá er þetta orðið vandamál sem getur skotið upp kollinum í lífi allra, það er að segja að vera tekinn fyrir með þessum hætti.“ 75 prósent fengið óumbeðið efni Þórdís hefur undanfarin ár starfað með Nordref samtökunum og hefur rannsakað það hverjir það eru sem beita stafrænu ofbeldi á netinu og hvers vegna. Niðurstöður rannsóknarinnar verða kynntar í dag en Þórdís segir þar gerendur fyrst og fremst hafa verið kortlagða. „Eitt af því sem kom í ljós í þessum rannsóknarniðurstöðum, sérstaklega hvað Ísland varðar, það var einmitt hversu gríðarlega útbreitt sumar tegundir af þessu ofbeldi eru. Það má nefna að 75 prósent af þeim konum sem svöruðu okkar könnun höfðu fengið óumbeðið kynferðislegt efni sent til sín og þar bera auðvitað typpamyndirnar hæst.“ Þórdís segir að þegar komi að hótunum og óleyfilegri dreifingu nektarmynda séu það glæpir sem að langstærstu leyti eru framdir af fyrrverandi kærustum eða núverandi kærustum eða mökum. „En það verður algjör viðsnúningur í þessum óumbeðnu typpamyndum. Þar sjáum við að langstærstu leyti er gerandinn ókunnugur konunni sem málið snýst um. Þarna erum við að sjá stafræna útfærslu af því sem ég þekkti sem barn sem svona flassara sem gengu um í síðum frakka.“ Stafrænt ofbeldi Kynferðisofbeldi Tækni Gervigreind Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Ástralski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Sjá meira
Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þórdís hefur sjálf prófað að nýta tæknina með þessum hætti á sjálfri sér til að sýna fram á möguleika hennar. „Ég einmitt sannreyndi það á sjálfri mér hér fyrir skemmstu og fékk út nektarmynd á 0,3 sekúndum sem afklæddi mig að fullu,“ segir Þórdís. „Þarna erum við kannski hingað til búin að líta á þetta sem svona kynbundið vandamál, það eru fyrst og fremst konur og stúlkur sem eru að verða fyrir því að nektarmyndir af þeim eru notaðar gegn þeim en núna með þessari tækni þá er þetta orðið vandamál sem getur skotið upp kollinum í lífi allra, það er að segja að vera tekinn fyrir með þessum hætti.“ 75 prósent fengið óumbeðið efni Þórdís hefur undanfarin ár starfað með Nordref samtökunum og hefur rannsakað það hverjir það eru sem beita stafrænu ofbeldi á netinu og hvers vegna. Niðurstöður rannsóknarinnar verða kynntar í dag en Þórdís segir þar gerendur fyrst og fremst hafa verið kortlagða. „Eitt af því sem kom í ljós í þessum rannsóknarniðurstöðum, sérstaklega hvað Ísland varðar, það var einmitt hversu gríðarlega útbreitt sumar tegundir af þessu ofbeldi eru. Það má nefna að 75 prósent af þeim konum sem svöruðu okkar könnun höfðu fengið óumbeðið kynferðislegt efni sent til sín og þar bera auðvitað typpamyndirnar hæst.“ Þórdís segir að þegar komi að hótunum og óleyfilegri dreifingu nektarmynda séu það glæpir sem að langstærstu leyti eru framdir af fyrrverandi kærustum eða núverandi kærustum eða mökum. „En það verður algjör viðsnúningur í þessum óumbeðnu typpamyndum. Þar sjáum við að langstærstu leyti er gerandinn ókunnugur konunni sem málið snýst um. Þarna erum við að sjá stafræna útfærslu af því sem ég þekkti sem barn sem svona flassara sem gengu um í síðum frakka.“
Stafrænt ofbeldi Kynferðisofbeldi Tækni Gervigreind Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Ástralski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Sjá meira