Táknmál og íslenska Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar 19. febrúar 2024 15:30 Það hefur oft verið sagt að táknmál sé dýrt í krónum talið. Þessi staðreynd er oft sögð í flýti, í vörn, í hálfkæringi eða slengt fram án þess að hugsa aðeins um önnur mál í samanburði. Hefur enginn hugsað um hvað íslenskan er dýr? Að baki hverju einasta íslenska orði er sýnilegur og/eða ósýnilegur kostnaður. Það kostar sitt að hlúa að íslenskunni eins og hún er í dag. Það hefur kostað sinn skildinginn að efla hana og verja, já og kenna hana á öllum skólastigum landsins, og hafa hana sem aðalmál í fjölmiðlum til dæmis. Það kostar sitt að íslenskan fari ekki í útrýmingarhættu. Íslensk tunga og íslenskt táknmál eru jafnrétthá samkvæmt lögum nr. 61/2011, það er því óumdeilanlegt að bæði málin ættu að fá sama virðingarsess og án efa. Málhafar táknmálsins á Íslandi er miklvægt fólk sem vinnur að og/eða kemur að táknmáli með einum eða öðrum hætti t.d. táknmálskennslu, að kenna og fræða á táknmáli, að gera námsefni táknmáls, að segja táknmálsfréttir, að þýða táknmál, að segja sögur á táknmáli, á leiksviði, í flutningi sönglaga á táknmáli, að leiðsegja á táknmáli, að vera táknmálsfyrirmyndir, að veita ráðgjöf á táknmáli og miðla reynslu okkar um táknmálið, segja sögu táknmálsins, að segja sögur af okkur og varðveita þar með táknmálið í frásögn milli kynslóða, að gefa af okkur til rannsókna í þágu táknmálsins og síðast en ekki síst að hlúa að og efla táknmálið, jafnvel líka réttlæta það og standa með því í gegnum súrt og sætt. Með allri táknmálsvinnu okkar komum við í veg fyrir að táknmál verði einangrað og gleymist. Við höldum í því lífi á mörgum sviðum. Íslenskt táknmál er í útrýmingarhættu (ársskýrsla Málnefnd um táknmál júní 2015) Táknmálið okkar má aldrei deyja út, það verður að fá að berast frá kynslóð til kynslóð og eiga sína þróun/breytingar sögu eins og öll tungumál. Táknmál er ekki alþjóðlegt. Hvert eitt og einasta táknmál hvar sem er í heiminum er sprottið upp frá menningu þjóðar þess. Þannig að íslenskt táknmál er sprottið upp frá menningu Íslands. Íslenskt táknmál er skammstafað ÍTM. Ísland er lítið land, fáir teljast til táknmálsfólks. Þetta eru tveir styrkleikar. Lítið land og fámennt. Með þessa tvo styrkleika er alltaf hægt að gera vel, nálægðin og það að táknmálsfólk er tilbúið að gefa af sér til þess að vel eigi að takast að koma táknmáli úr útrýmingarhættunni sem minnst er hér í greininni. Táknmálsfólk er lyftistöng táknmálsins, jafn mikilvægt og þeir sem að íslenskunni vinna og efla hana. Það er því líka afar mikilvægt að ef barn/einstaklingur sé greint heyrnarlaust eða heyrnarskert að barninu/einstaklinginum og nánustu aðstandendum þess sé leiðbeint, kennt og frætt um táknmálið, þannig að það verði jafn nauðsynlegt og íslenskan á heimili barnsins og í nánasta fjölskyldu/vina umhverfi þess og á öllum skólastigum þess. Tvö mál sem njóta sama sess. Til þess að það geti gerst verðum við táknmálsfólk að vera tilbúin til að kenna, fræða, veita ráðgjöf og gera táknmálið að öflugu máli í lífi þess. Við erum bakland táknmálsins. Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra (SHH) spilar hér stórt hlutverk og verður alltaf á hliðarlínunni fyrir verðandi táknmálsfólkið og þeirra nánustu. Það á aldrei að vera neinn efi um hvort að táknmál sé nauðsynlegt eða val. Það er nauðsynlegt, ekki val. Allt sem sagt er og byrjar á “ef þörf er á …” eða “sjáum til…” eru ekki þær setningar sem einstaklingur eða nánustu aðstandendur eiga að heyra þegar táknmálið kemur til umræðu á fyrstu stigum greiningar við heyrnarskerðingu/missi. Það er mikilvægt að þeir sem greinast og/eða verða fyrir heyrnarmissi/skerðingu einhverntímann á lífsleiðinni fái að sjá, hitta og eiga sterkar táknmáls fyrirmyndir að. Í þá vinnu eru við táknmálsfólk tilbúin að vera til staðar. Það er stærsti styrkur táknmálssamfélagsins. Hvenær sem er á lífsleiðinni þegar heyrn skerðist eða missir þá á þessi hugsun við öll aldursskeið einstaklings. Það er mikill styrkleiki að hafa góðar táknmáls fyrirmyndir. Málhafar táknmáls eru táknmálsfyrirmyndir - til að þeir geti unnið sína vinnu í öllu sem táknmálið þarf eru táknmálstúlkar mikilvægir. Táknmálstúlkar eru málhöfum táknmáls brú til að geta gripið í og unnið við áhugaverð atvinnutækifæri/verkefni á forsendum táknmálsins og t.d. á heyrandi vinnustað, uppfrætt heyrandi og kennt. Það er viðurkennt og er nefnt í Samningi SÞ um réttindi fatlaðra að öll lönd þar á meðal Ísland verði að skapa táknmálsfólki/málhöfum táknmáls/döff tækifæri til að stunda atvinnu sem það hefur numið og starfa við. Í nágrannalöndum er til dæmis alveg sjálfsagt og engin spurning um að táknmálsfólk fær táknmálstúlka ákveðna tíma á viku í starfi sínu, á starfsmannafundum, starfsmannaskemmtunum, starfsmannafræðslu og líka hjá þeim sem eru einyrkjar og með sjálfstæðan rekstur í hvað formi sem er; er greitt af opinberu fé. Vinnandi fólk greiðir skatta og gjöld í ríkissjóð. Það heitir hringrás opinbera efnahagslífsins. Með þessari grein vil ég undirstrika það að vinna málhafa táknmálsins er mikilvæg á mörgum sviðum, sérstaklega núna þegar á næstunni verður til umræðu og væntanlega samþykktar á Alþingi þingsályktun um málstefnu táknmálsins og með henni fylgir aðgerðaráætlun þar sem mikið er lagt á málhafa heyrnarlausa að vinna að á forsendum táknmálsins. Kannski þegar upp er staðið og vel hefur gert verður til nýtt starfsheiti: Táknmálstæknir, jafnvel táknmálsþjálfari, það væri sko ekki leiðinlegt að hafa þannig starfsheiti. Það myndi svo líka ekkert skemma fyrir að til væri Táknmálshús hér á landi líka. Þann draum hef ég átt lengi og var Táknmálshús hluti af lokaverkefni mínu í frumkvöðlafræðum sem ég útskrifaðist árið 2009. Höfundur hefur verið heyrnarlaus frá 8 ára aldri, kynntist táknmáli fyrst 10 ára og lærði það af öðrum heyrnarlausum jafnöldrum sínum. Hefur barist fyrir táknmáli á Íslandi, kennt táknmál og búið til táknmálsnámsefni, sagt fréttir á táknmáli RÚV. Setið á Alþingi. Hefur mikla þekkingu á táknmálsaðgengi og hjálpartækjum fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta. Höfundur er með alþjóðlega diplómu í frumkvöðlafræðum og leiðsögumaður í ferðaþjónustu með táknmál sem aðalmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Táknmál Íslensk tunga Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Það hefur oft verið sagt að táknmál sé dýrt í krónum talið. Þessi staðreynd er oft sögð í flýti, í vörn, í hálfkæringi eða slengt fram án þess að hugsa aðeins um önnur mál í samanburði. Hefur enginn hugsað um hvað íslenskan er dýr? Að baki hverju einasta íslenska orði er sýnilegur og/eða ósýnilegur kostnaður. Það kostar sitt að hlúa að íslenskunni eins og hún er í dag. Það hefur kostað sinn skildinginn að efla hana og verja, já og kenna hana á öllum skólastigum landsins, og hafa hana sem aðalmál í fjölmiðlum til dæmis. Það kostar sitt að íslenskan fari ekki í útrýmingarhættu. Íslensk tunga og íslenskt táknmál eru jafnrétthá samkvæmt lögum nr. 61/2011, það er því óumdeilanlegt að bæði málin ættu að fá sama virðingarsess og án efa. Málhafar táknmálsins á Íslandi er miklvægt fólk sem vinnur að og/eða kemur að táknmáli með einum eða öðrum hætti t.d. táknmálskennslu, að kenna og fræða á táknmáli, að gera námsefni táknmáls, að segja táknmálsfréttir, að þýða táknmál, að segja sögur á táknmáli, á leiksviði, í flutningi sönglaga á táknmáli, að leiðsegja á táknmáli, að vera táknmálsfyrirmyndir, að veita ráðgjöf á táknmáli og miðla reynslu okkar um táknmálið, segja sögu táknmálsins, að segja sögur af okkur og varðveita þar með táknmálið í frásögn milli kynslóða, að gefa af okkur til rannsókna í þágu táknmálsins og síðast en ekki síst að hlúa að og efla táknmálið, jafnvel líka réttlæta það og standa með því í gegnum súrt og sætt. Með allri táknmálsvinnu okkar komum við í veg fyrir að táknmál verði einangrað og gleymist. Við höldum í því lífi á mörgum sviðum. Íslenskt táknmál er í útrýmingarhættu (ársskýrsla Málnefnd um táknmál júní 2015) Táknmálið okkar má aldrei deyja út, það verður að fá að berast frá kynslóð til kynslóð og eiga sína þróun/breytingar sögu eins og öll tungumál. Táknmál er ekki alþjóðlegt. Hvert eitt og einasta táknmál hvar sem er í heiminum er sprottið upp frá menningu þjóðar þess. Þannig að íslenskt táknmál er sprottið upp frá menningu Íslands. Íslenskt táknmál er skammstafað ÍTM. Ísland er lítið land, fáir teljast til táknmálsfólks. Þetta eru tveir styrkleikar. Lítið land og fámennt. Með þessa tvo styrkleika er alltaf hægt að gera vel, nálægðin og það að táknmálsfólk er tilbúið að gefa af sér til þess að vel eigi að takast að koma táknmáli úr útrýmingarhættunni sem minnst er hér í greininni. Táknmálsfólk er lyftistöng táknmálsins, jafn mikilvægt og þeir sem að íslenskunni vinna og efla hana. Það er því líka afar mikilvægt að ef barn/einstaklingur sé greint heyrnarlaust eða heyrnarskert að barninu/einstaklinginum og nánustu aðstandendum þess sé leiðbeint, kennt og frætt um táknmálið, þannig að það verði jafn nauðsynlegt og íslenskan á heimili barnsins og í nánasta fjölskyldu/vina umhverfi þess og á öllum skólastigum þess. Tvö mál sem njóta sama sess. Til þess að það geti gerst verðum við táknmálsfólk að vera tilbúin til að kenna, fræða, veita ráðgjöf og gera táknmálið að öflugu máli í lífi þess. Við erum bakland táknmálsins. Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra (SHH) spilar hér stórt hlutverk og verður alltaf á hliðarlínunni fyrir verðandi táknmálsfólkið og þeirra nánustu. Það á aldrei að vera neinn efi um hvort að táknmál sé nauðsynlegt eða val. Það er nauðsynlegt, ekki val. Allt sem sagt er og byrjar á “ef þörf er á …” eða “sjáum til…” eru ekki þær setningar sem einstaklingur eða nánustu aðstandendur eiga að heyra þegar táknmálið kemur til umræðu á fyrstu stigum greiningar við heyrnarskerðingu/missi. Það er mikilvægt að þeir sem greinast og/eða verða fyrir heyrnarmissi/skerðingu einhverntímann á lífsleiðinni fái að sjá, hitta og eiga sterkar táknmáls fyrirmyndir að. Í þá vinnu eru við táknmálsfólk tilbúin að vera til staðar. Það er stærsti styrkur táknmálssamfélagsins. Hvenær sem er á lífsleiðinni þegar heyrn skerðist eða missir þá á þessi hugsun við öll aldursskeið einstaklings. Það er mikill styrkleiki að hafa góðar táknmáls fyrirmyndir. Málhafar táknmáls eru táknmálsfyrirmyndir - til að þeir geti unnið sína vinnu í öllu sem táknmálið þarf eru táknmálstúlkar mikilvægir. Táknmálstúlkar eru málhöfum táknmáls brú til að geta gripið í og unnið við áhugaverð atvinnutækifæri/verkefni á forsendum táknmálsins og t.d. á heyrandi vinnustað, uppfrætt heyrandi og kennt. Það er viðurkennt og er nefnt í Samningi SÞ um réttindi fatlaðra að öll lönd þar á meðal Ísland verði að skapa táknmálsfólki/málhöfum táknmáls/döff tækifæri til að stunda atvinnu sem það hefur numið og starfa við. Í nágrannalöndum er til dæmis alveg sjálfsagt og engin spurning um að táknmálsfólk fær táknmálstúlka ákveðna tíma á viku í starfi sínu, á starfsmannafundum, starfsmannaskemmtunum, starfsmannafræðslu og líka hjá þeim sem eru einyrkjar og með sjálfstæðan rekstur í hvað formi sem er; er greitt af opinberu fé. Vinnandi fólk greiðir skatta og gjöld í ríkissjóð. Það heitir hringrás opinbera efnahagslífsins. Með þessari grein vil ég undirstrika það að vinna málhafa táknmálsins er mikilvæg á mörgum sviðum, sérstaklega núna þegar á næstunni verður til umræðu og væntanlega samþykktar á Alþingi þingsályktun um málstefnu táknmálsins og með henni fylgir aðgerðaráætlun þar sem mikið er lagt á málhafa heyrnarlausa að vinna að á forsendum táknmálsins. Kannski þegar upp er staðið og vel hefur gert verður til nýtt starfsheiti: Táknmálstæknir, jafnvel táknmálsþjálfari, það væri sko ekki leiðinlegt að hafa þannig starfsheiti. Það myndi svo líka ekkert skemma fyrir að til væri Táknmálshús hér á landi líka. Þann draum hef ég átt lengi og var Táknmálshús hluti af lokaverkefni mínu í frumkvöðlafræðum sem ég útskrifaðist árið 2009. Höfundur hefur verið heyrnarlaus frá 8 ára aldri, kynntist táknmáli fyrst 10 ára og lærði það af öðrum heyrnarlausum jafnöldrum sínum. Hefur barist fyrir táknmáli á Íslandi, kennt táknmál og búið til táknmálsnámsefni, sagt fréttir á táknmáli RÚV. Setið á Alþingi. Hefur mikla þekkingu á táknmálsaðgengi og hjálpartækjum fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta. Höfundur er með alþjóðlega diplómu í frumkvöðlafræðum og leiðsögumaður í ferðaþjónustu með táknmál sem aðalmál.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun