Hæstiréttur Alabama skilgreinir frosna fósturvísa sem manneskjur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. febrúar 2024 09:03 Við tæknifrjóvgun eru eggfrumur frjóvgaðar með sæðisfrumum og síðan frosnar eftir nokkra daga. Þessar frjóvguðu frosnu frumur njóta nú sömu réttarstöðu og börn í Alabama-ríki. Getty Hæstiréttur Alabama í Bandaríkjunum komst að þeirri niðurstöðu á föstudag að frosnir fósturvísar væru börn og að sækja mætti fólk til saka fyrir að eyðileggja þá. Um það bil tugur ríkja í Bandaríkjunum hefur nú sett lög sem byggja á þeirri skilgreiningu að barn verði til strax við getnað en Alabama er fyrsta ríkið til að ákveða að fósturvísir sé manneskja. Sérfræðingar segja niðurstöðuna grafa undan tæknifrjóvgun og skapa mikla óvissu fyrir mikinn fjölda fólks sem glímir við ófrjósemi. Málið sem var til umfjöllunar fyrir dómstólnum varðaði spurninguna hvort sækja mætti sjúkling sem missti og eyðilagði þannig frosna fósturvísa annars pars til saka fyrir manndráp. Svar dómstólsins var að vissulega væri hægt að gera viðkomandi ábyrgan; það hefði löngum verið afstaða dómstólsins að „ófædd börn væru börn“ og sama ætti við um frosna fósturvísa. Þannig giltu lög um manndráp á börnum einnig um frjóvgaðar eggfrumur. „Lögin ná til allra barna, fæddra og ófæddra, án takmarkana,“ sagði í niðurstöðum dómsins. Það væri ekki hlutverk dómstólsins að ákveða takmarkanir eftir því hvað væri eða væri ekki skynsamleg stefnumótun. Undirréttur hafði vísað málinu frá á þeirri forsendu að fósturvísar væru ekki börn. Andstæðingar þungunarrofs hafa freistað þess að gera það ólöglegt að eyða fósturvísum en þetta er í fyrsta sinn sem dómstóll tekur undir þau sjónarmið að fósturvísir sé barn. Meirihluti kjósenda í Alabama ákvað árið 2018 að fóstur væru manneskjur en í umræddum tillögum var ekki fjallað um frosna fósturvísa. Eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna sneri Roe gegn Wade var þungunarrof bannað í ríkinu í nær öllum tilvikum og nærri helmingur allra sakamála sem tengjast þungunum í Bandaríkjunum eru höfðuð í Alabama. Niðurstaða dómstólsins í Alabama mun hafa ýmsar afleiðingar í för með sér og erfiðar ákvarðanir í tengslum við tæknifrjóvgun. Hingað til að mynda tíðkast að búa til nokkra fósturvísa í einu, bæði til að auka líkur á þungun en einnig til að eiga til seinni tíma. Nú munu foreldrar ekki aðeins standa frammi fyrir ákvörðuninni um það hvað á að gera við ónotaða fósturvísa, heldur eiga þeir einnig hættu á að vera sóttir til saka ef þeir ákveða að farga þeim. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Washington Post. Bandaríkin Þungunarrof Mannréttindi Frjósemi Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Sjá meira
Um það bil tugur ríkja í Bandaríkjunum hefur nú sett lög sem byggja á þeirri skilgreiningu að barn verði til strax við getnað en Alabama er fyrsta ríkið til að ákveða að fósturvísir sé manneskja. Sérfræðingar segja niðurstöðuna grafa undan tæknifrjóvgun og skapa mikla óvissu fyrir mikinn fjölda fólks sem glímir við ófrjósemi. Málið sem var til umfjöllunar fyrir dómstólnum varðaði spurninguna hvort sækja mætti sjúkling sem missti og eyðilagði þannig frosna fósturvísa annars pars til saka fyrir manndráp. Svar dómstólsins var að vissulega væri hægt að gera viðkomandi ábyrgan; það hefði löngum verið afstaða dómstólsins að „ófædd börn væru börn“ og sama ætti við um frosna fósturvísa. Þannig giltu lög um manndráp á börnum einnig um frjóvgaðar eggfrumur. „Lögin ná til allra barna, fæddra og ófæddra, án takmarkana,“ sagði í niðurstöðum dómsins. Það væri ekki hlutverk dómstólsins að ákveða takmarkanir eftir því hvað væri eða væri ekki skynsamleg stefnumótun. Undirréttur hafði vísað málinu frá á þeirri forsendu að fósturvísar væru ekki börn. Andstæðingar þungunarrofs hafa freistað þess að gera það ólöglegt að eyða fósturvísum en þetta er í fyrsta sinn sem dómstóll tekur undir þau sjónarmið að fósturvísir sé barn. Meirihluti kjósenda í Alabama ákvað árið 2018 að fóstur væru manneskjur en í umræddum tillögum var ekki fjallað um frosna fósturvísa. Eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna sneri Roe gegn Wade var þungunarrof bannað í ríkinu í nær öllum tilvikum og nærri helmingur allra sakamála sem tengjast þungunum í Bandaríkjunum eru höfðuð í Alabama. Niðurstaða dómstólsins í Alabama mun hafa ýmsar afleiðingar í för með sér og erfiðar ákvarðanir í tengslum við tæknifrjóvgun. Hingað til að mynda tíðkast að búa til nokkra fósturvísa í einu, bæði til að auka líkur á þungun en einnig til að eiga til seinni tíma. Nú munu foreldrar ekki aðeins standa frammi fyrir ákvörðuninni um það hvað á að gera við ónotaða fósturvísa, heldur eiga þeir einnig hættu á að vera sóttir til saka ef þeir ákveða að farga þeim. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Washington Post.
Bandaríkin Þungunarrof Mannréttindi Frjósemi Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Sjá meira