Solskjær gæti tekið við sem bráðabirgðastjóri ef Tuchel verður rekinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. febrúar 2024 07:01 Ole Gunnar Solskjær gæti tekið við Bayern München út tímabilið ef Thomas Tuchel verður látinn taka poka sinn. Charlie Crowhurst/Getty Images Þýska stórveldið Bayern München íhugar nú að fá Ole Gunnar Solskjær, fyrrum leikmann og þjálfara Manchester United, sem bráðabirgðastjóra liðsins ef félagið ákveður að reka Thomas Tuchel, núverandi stjóra liðsins. Framtíð Tuchel hjá Bayern hefur verið í umræðunni síðustu daga vegna slæms gengis liðsins á tímabilinu. Bayern situr í öðru sæti þýsku deildarinnar með 50 eftir 22 leiki, átta stigum á eftir toppliði Bayer Leverkusen. Þá er liðið einnig fallið úr leik í þýskubikarkeppninni og með bakið upp við vegg í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Það er því óhætt að segja að Tuchel sitji í heitu sæti í stjórastól Bayern og því hafa margir vel því fyrir sér hver muni taka við stjórnartaumunum ef hann verður rekinn. Flestir búast við því að þýsku risarnir muni í það minnsta reyna að lokka Xabi Alonso, núverandi þjálfara Bayer Leverkusen, til félagsins, en ljóst þykir að Bayern muni fá samkeppni frá Liverpool eftir að Jürgen Klopp tilkynnti að hann muni hætta með liðið að yfirstandandi tímabili loknu. Þá hefur nafn Zinedine Zidane, fyrrverandi þjálfara Real Madrid, einnig heyrst í umræðunni um mögulegan arftaka Thomas Tuchel. Florian Plettenberg, blaðamaður hjá Sky Sports í Þýskalandi, greinir nú einnig frá því að forráðamenn Bayern sjái fyrir sér að Ole Gunnar Solskjær gæti tekið við liðinu til bráðabirgða út tímabilið ef Tuchel verður látinn fara. Hann segir þó einnig að eins og staðan sé núna sjái félagið fyrir sér að halda tryggð við Tuchel út tímabilið. 🚨🆕 News #Solskjær: FC Bayern is monitoring the 50 y/o - as a potential interim solution! ⚠️ But the original plan remains: FC Bayern would like to continue with Thomas Tuchel at least until the end of the season! Bayern and Solskjær: Nothing concrete at this stage! The… pic.twitter.com/CTk3TAcXdx— Florian Plettenberg (@Plettigoal) February 19, 2024 Þýski boltinn Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - FH | Mikið í húfi í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Löng bið eftir sigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Löng bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Í beinni: Breiðablik - FH | Mikið í húfi í Kópavogi Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ Sjá meira
Framtíð Tuchel hjá Bayern hefur verið í umræðunni síðustu daga vegna slæms gengis liðsins á tímabilinu. Bayern situr í öðru sæti þýsku deildarinnar með 50 eftir 22 leiki, átta stigum á eftir toppliði Bayer Leverkusen. Þá er liðið einnig fallið úr leik í þýskubikarkeppninni og með bakið upp við vegg í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Það er því óhætt að segja að Tuchel sitji í heitu sæti í stjórastól Bayern og því hafa margir vel því fyrir sér hver muni taka við stjórnartaumunum ef hann verður rekinn. Flestir búast við því að þýsku risarnir muni í það minnsta reyna að lokka Xabi Alonso, núverandi þjálfara Bayer Leverkusen, til félagsins, en ljóst þykir að Bayern muni fá samkeppni frá Liverpool eftir að Jürgen Klopp tilkynnti að hann muni hætta með liðið að yfirstandandi tímabili loknu. Þá hefur nafn Zinedine Zidane, fyrrverandi þjálfara Real Madrid, einnig heyrst í umræðunni um mögulegan arftaka Thomas Tuchel. Florian Plettenberg, blaðamaður hjá Sky Sports í Þýskalandi, greinir nú einnig frá því að forráðamenn Bayern sjái fyrir sér að Ole Gunnar Solskjær gæti tekið við liðinu til bráðabirgða út tímabilið ef Tuchel verður látinn fara. Hann segir þó einnig að eins og staðan sé núna sjái félagið fyrir sér að halda tryggð við Tuchel út tímabilið. 🚨🆕 News #Solskjær: FC Bayern is monitoring the 50 y/o - as a potential interim solution! ⚠️ But the original plan remains: FC Bayern would like to continue with Thomas Tuchel at least until the end of the season! Bayern and Solskjær: Nothing concrete at this stage! The… pic.twitter.com/CTk3TAcXdx— Florian Plettenberg (@Plettigoal) February 19, 2024
Þýski boltinn Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - FH | Mikið í húfi í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Löng bið eftir sigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Löng bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Í beinni: Breiðablik - FH | Mikið í húfi í Kópavogi Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ Sjá meira
Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn
Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn