Tuchel segir af sér eftir tímabilið Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. febrúar 2024 09:47 Tomas Tuchel hefur ekki vegnað vel í starfi og mun segja af sér eftir tímabilið DeFodi Images via Getty Images) Tomas Tuchel mun segja af sér sem þjálfari Bayern München að tímabilinu loknu. SkySport í Þýskalandi greindi fyrst frá. Tilkynning frá félaginu barst svo rétt í þessu. Þar segir að ákvörðunin sé sameiginleg að rifta samningi Tuchel þann 30. júní 2024, ári áður en hann hefði runnið út. Neuausrichtung zur neuen Saison: FC Bayern und Thomas Tuchel beenden Zusammenarbeit im Sommer.🔗 https://t.co/yDLnsnMtfR— FC Bayern München (@FCBayern) February 21, 2024 „Markmið okkar er að sækja á önnur mið á næsta tímabili, þangað til verða allir hjá félaginu að taka höndum saman og gera eins gott úr þessu tímabili og mögulegt er. Ég tel liðið sjálft ábyrgt fyrir því, sérstaklega í Meistaradeildinni, eftir 1-0 tap í fyrri viðureigninni er ég sannfærður um að við munum snúa skipinu við á heimavelli og halda áfram í 8-liða úrslit“ sagði Jan Christian-Dreesen, forseti Bayern, í tilkynningu félagsins. „Við höfum ákveðið að rifta samningnum eftir tímabilið. Þangað til mun ég, að sjálfsögðu, gera allt sem ég get ásamt þjálfarateyminu til að ná fram hámarksárangri“ sagði Tomas Tuchel. Tuchel var ráðinn til starfa í mars á síðasta ári, hann tók við af Julian Nagelsmann, sem þótti ekki standa fyrir gildum Bayern München. Tuchel stýrði liðinu til sigurs í þýsku deildinni, með góðri hjálp frá Borussia Dortmund. Á þessu tímabili hefur hins vegar allt gengið á afturfótunum. Ellefu tímabila titlahrinu í deildinni virðist vera að ljúka en Bayern er sem stendur í öðru sæti deildarinnar, átta stigum á eftir Leverkusen í efsta sætinu. Félagið datt úr bikarnum og er sem stendur 1-0 undir gegn Lazio eftir fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Hver það verður sem tekur við starfinu er enn óljóst. Þýski boltinn Tengdar fréttir Solskjær gæti tekið við sem bráðabirgðastjóri ef Tuchel verður rekinn Þýska stórveldið Bayern München íhugar nú að fá Ole Gunnar Solskjær, fyrrum leikmann og þjálfara Manchester United, sem bráðabirgðastjóra liðsins ef félagið ákveður að reka Thomas Tuchel, núverandi stjóra liðsins. 21. febrúar 2024 07:01 Bayern missteig sig í toppbaráttunni Þýskalandsmeistarar Bayern München máttu þola 0-1 tap á heimavelli er liðið tók á móti Werder Bremen í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 21. janúar 2024 16:27 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira
SkySport í Þýskalandi greindi fyrst frá. Tilkynning frá félaginu barst svo rétt í þessu. Þar segir að ákvörðunin sé sameiginleg að rifta samningi Tuchel þann 30. júní 2024, ári áður en hann hefði runnið út. Neuausrichtung zur neuen Saison: FC Bayern und Thomas Tuchel beenden Zusammenarbeit im Sommer.🔗 https://t.co/yDLnsnMtfR— FC Bayern München (@FCBayern) February 21, 2024 „Markmið okkar er að sækja á önnur mið á næsta tímabili, þangað til verða allir hjá félaginu að taka höndum saman og gera eins gott úr þessu tímabili og mögulegt er. Ég tel liðið sjálft ábyrgt fyrir því, sérstaklega í Meistaradeildinni, eftir 1-0 tap í fyrri viðureigninni er ég sannfærður um að við munum snúa skipinu við á heimavelli og halda áfram í 8-liða úrslit“ sagði Jan Christian-Dreesen, forseti Bayern, í tilkynningu félagsins. „Við höfum ákveðið að rifta samningnum eftir tímabilið. Þangað til mun ég, að sjálfsögðu, gera allt sem ég get ásamt þjálfarateyminu til að ná fram hámarksárangri“ sagði Tomas Tuchel. Tuchel var ráðinn til starfa í mars á síðasta ári, hann tók við af Julian Nagelsmann, sem þótti ekki standa fyrir gildum Bayern München. Tuchel stýrði liðinu til sigurs í þýsku deildinni, með góðri hjálp frá Borussia Dortmund. Á þessu tímabili hefur hins vegar allt gengið á afturfótunum. Ellefu tímabila titlahrinu í deildinni virðist vera að ljúka en Bayern er sem stendur í öðru sæti deildarinnar, átta stigum á eftir Leverkusen í efsta sætinu. Félagið datt úr bikarnum og er sem stendur 1-0 undir gegn Lazio eftir fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Hver það verður sem tekur við starfinu er enn óljóst.
Þýski boltinn Tengdar fréttir Solskjær gæti tekið við sem bráðabirgðastjóri ef Tuchel verður rekinn Þýska stórveldið Bayern München íhugar nú að fá Ole Gunnar Solskjær, fyrrum leikmann og þjálfara Manchester United, sem bráðabirgðastjóra liðsins ef félagið ákveður að reka Thomas Tuchel, núverandi stjóra liðsins. 21. febrúar 2024 07:01 Bayern missteig sig í toppbaráttunni Þýskalandsmeistarar Bayern München máttu þola 0-1 tap á heimavelli er liðið tók á móti Werder Bremen í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 21. janúar 2024 16:27 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira
Solskjær gæti tekið við sem bráðabirgðastjóri ef Tuchel verður rekinn Þýska stórveldið Bayern München íhugar nú að fá Ole Gunnar Solskjær, fyrrum leikmann og þjálfara Manchester United, sem bráðabirgðastjóra liðsins ef félagið ákveður að reka Thomas Tuchel, núverandi stjóra liðsins. 21. febrúar 2024 07:01
Bayern missteig sig í toppbaráttunni Þýskalandsmeistarar Bayern München máttu þola 0-1 tap á heimavelli er liðið tók á móti Werder Bremen í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 21. janúar 2024 16:27