Toto vill allt upp á borðið tengt rannsókn á Horner Aron Guðmundsson skrifar 22. febrúar 2024 07:00 Toto Wolff, framkvæmdastjóri Formúlu 1 liðs Mercedes og Christian Horner, liðsstjóri Red Bull Racing Mynd/Getty Toto Wolff, framkvæmdastjóri Formúlu 1 liðs Mercedes, segir rannsókn á ásökunum á hendur Christian Horner, liðsstjóra Red Bull Racing, um meinta óviðeigandi hegðun í garð kvenkyns starfsmanns liðsins, vera mál sem varðar Formúlu 1 í heild sinni. Vill hann fá allt upp á borðið tengt rannsókninni. Þetta lét Wolff hafa eftir sér á blaðamannafundi liðsstjóra á fyrsta degi prófana fyrir komandi tímabil í Formúlu 1 sem hefst í næstu viku og var hann sá eini aðspurðra sem tjáði sig um málið. Red Bull Racing hefur ráðið óháðan aðila til þess að fara ofan í kjölinn á ásökunum á hendur Horner sem hefur neitað sök í málinu og var Horner mættur á brautarstæðið í Barein í gær þar sem að fyrsti dagur prófanna fór fram. „Ef rétt er staðið að þessari rannsókn verður gagnsæið að vera algjört. Við verðum að taka fyrir niðurstöður rannsóknarinnar og skoða hvaða áhrif þær hafa á Formúlu 1 mótaröðina í heild sinni og hvernig við getum dregið lærdóm í framhaldinu,“ sagði Toto á blaðamannafundi í gær. Fólk vilji frekar tala um það sem íþróttin standi fyrir heldur en mál á borð við það sem rannsóknin miðar nú að. „Formúla 1 og liðin sem skipa mótaröðina standa fyrir inngildingu, jafnræði, sanngirni og fjölbreytileika. Það á ekki bara að gilda í orði, heldur einnig á borði.“ Hann líkt og aðrir tengdir Formúlu 1 mótaröðinni hafi heyrt orðróma í tengslum við ásakanirnar á hendur Horner á undanförnum vikum. „Þetta er ekki bara mál Red Bull Racing. Þetta er mál sem varðar Formúlu 1 í heild sinni.“ Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Þetta lét Wolff hafa eftir sér á blaðamannafundi liðsstjóra á fyrsta degi prófana fyrir komandi tímabil í Formúlu 1 sem hefst í næstu viku og var hann sá eini aðspurðra sem tjáði sig um málið. Red Bull Racing hefur ráðið óháðan aðila til þess að fara ofan í kjölinn á ásökunum á hendur Horner sem hefur neitað sök í málinu og var Horner mættur á brautarstæðið í Barein í gær þar sem að fyrsti dagur prófanna fór fram. „Ef rétt er staðið að þessari rannsókn verður gagnsæið að vera algjört. Við verðum að taka fyrir niðurstöður rannsóknarinnar og skoða hvaða áhrif þær hafa á Formúlu 1 mótaröðina í heild sinni og hvernig við getum dregið lærdóm í framhaldinu,“ sagði Toto á blaðamannafundi í gær. Fólk vilji frekar tala um það sem íþróttin standi fyrir heldur en mál á borð við það sem rannsóknin miðar nú að. „Formúla 1 og liðin sem skipa mótaröðina standa fyrir inngildingu, jafnræði, sanngirni og fjölbreytileika. Það á ekki bara að gilda í orði, heldur einnig á borði.“ Hann líkt og aðrir tengdir Formúlu 1 mótaröðinni hafi heyrt orðróma í tengslum við ásakanirnar á hendur Horner á undanförnum vikum. „Þetta er ekki bara mál Red Bull Racing. Þetta er mál sem varðar Formúlu 1 í heild sinni.“
Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira