Um 70% af tíma heilbrigðisstarfsfólks er við tölvuna Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. febrúar 2024 20:31 Félagarnir Matthías Leifsson, framkvæmdastjóri Leviosa (t.v.) og Davíð Björn Þórisson, sérfræðingur í bráðalækningum og stofnandi Leviosa, sem voru með eitt af erindunum á vísindaráðstefnunni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Heilbrigðisstarfsfólk ver allt að 70% af sínum tíma í vinnunni fyrir framan tölvuskjá við að skrá upplýsingar, gera beiðnir, skrifa vottorð og þess háttar, sem þýðir að ekki gefst mikill tími til að ræða við sjúklinginn sjálfan. Þetta kom meðal annars fram á vísindaráðstefnu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Vísindaráðstefnan fór fram í gær í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi þar sem fjölmörg fróðleg erindi voru haldin. Heilbrigðisráðherra mætti á ráðstefnuna og sat hana alla. Forsvarsmenn Leviosa fyrirtækisins, sem hefur það að markmiði að stytta skráningartíma heilbrigðisstarfsfólks fyrir framan tölvuna og bjóða frekar upp á lausn sem ýtir undir skilvirkni og bætta þjónustu voru með athyglisvert erindi, en markmið fyrirtækisins er að flýta aðferðum við skráningarvinnu eins og með raddgreiningu, flýtitexta og snöggri afgreiðslu viðhengja. Þessi glæra vakti sérstaklega athygli. „Og þetta er tíminn sem kallast pappírsvinna fyrir heilbrigðisstarfsfólkið og það kemur akkúrat inn á eins og ég nefndi hérna áðan að rannsóknir erlendis hafa sýnt að rúmlega 30 prósent af fjármunum, sem við leggjum til heilbrigðiskerfisins er talið vera sóun,” sagði Matthías Leifsson, framkvæmdastjóri Leviosa meðal annars í sinni framsögu. Og félagarnir segja að það gangi ekki að heilbrigðisstarfsmenn þurfi að eyða öllum þessum tíma fyrir framan tölvuskjáinn, það verði eitthvað annað að koma í staðinn og þá séu ýmsar tæknilausnir í boði. „Og að gera tækni, sem er smíðuð frá gólfinu með hugmyndunum frá fólki, sem er að fást við sjúklingana á hverjum degi. Þaðan koma bestu hugmyndirnar og nú er tækifæri til að koma svoleiðis inn í tækni með nýsköpuninni,” segir Davíð Björn Þórisson, sérfræðingur í bráðalækningum og stofnandi Leviosa Og þessi háa tala, um 70% í skráningarvinnu, er þetta virkilega svona hjá heilbrigðisstarfsfólki? „Þetta er ástæðan fyrir því þegar þú hittir mig á bráðamóttökunni þá hef ég mjög lítinn tíma til þess að tala við þig og til þessa að sinna þér. Ég hef mjög lítinn tíma og þolinmæði til að svara spurningum þínum af því að ég veit að ég er með skráningarhaug, sem bíður mín. Þannig að já, þetta hefur áhrif á störf okkar og dregur úr gleði okkar og þrótti til að sinna sjúklingunum,” segir Davíð Björn. Ein af glærunum frá Matthíasi á vísindaráðstefnunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þetta eru skilaboðin frá félögunum. „Það er bara mikilvægt að við gerum þetta öll í sameiningu. Heilbrigðisstarfsfólkið, hið opinbera, frumkvöðlar og nýsköpunarfyrirtæki, vinna að þessu saman og gera þetta saman því það eru hellings tækifæri þarna til að einfaldlega gera betur,” segir Matthías. Heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, ásamt Díönnu Óskarsdóttur, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á vísindaráðstefnunni í gær.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða fyrirtækisins Árborg Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Vísindaráðstefnan fór fram í gær í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi þar sem fjölmörg fróðleg erindi voru haldin. Heilbrigðisráðherra mætti á ráðstefnuna og sat hana alla. Forsvarsmenn Leviosa fyrirtækisins, sem hefur það að markmiði að stytta skráningartíma heilbrigðisstarfsfólks fyrir framan tölvuna og bjóða frekar upp á lausn sem ýtir undir skilvirkni og bætta þjónustu voru með athyglisvert erindi, en markmið fyrirtækisins er að flýta aðferðum við skráningarvinnu eins og með raddgreiningu, flýtitexta og snöggri afgreiðslu viðhengja. Þessi glæra vakti sérstaklega athygli. „Og þetta er tíminn sem kallast pappírsvinna fyrir heilbrigðisstarfsfólkið og það kemur akkúrat inn á eins og ég nefndi hérna áðan að rannsóknir erlendis hafa sýnt að rúmlega 30 prósent af fjármunum, sem við leggjum til heilbrigðiskerfisins er talið vera sóun,” sagði Matthías Leifsson, framkvæmdastjóri Leviosa meðal annars í sinni framsögu. Og félagarnir segja að það gangi ekki að heilbrigðisstarfsmenn þurfi að eyða öllum þessum tíma fyrir framan tölvuskjáinn, það verði eitthvað annað að koma í staðinn og þá séu ýmsar tæknilausnir í boði. „Og að gera tækni, sem er smíðuð frá gólfinu með hugmyndunum frá fólki, sem er að fást við sjúklingana á hverjum degi. Þaðan koma bestu hugmyndirnar og nú er tækifæri til að koma svoleiðis inn í tækni með nýsköpuninni,” segir Davíð Björn Þórisson, sérfræðingur í bráðalækningum og stofnandi Leviosa Og þessi háa tala, um 70% í skráningarvinnu, er þetta virkilega svona hjá heilbrigðisstarfsfólki? „Þetta er ástæðan fyrir því þegar þú hittir mig á bráðamóttökunni þá hef ég mjög lítinn tíma til þess að tala við þig og til þessa að sinna þér. Ég hef mjög lítinn tíma og þolinmæði til að svara spurningum þínum af því að ég veit að ég er með skráningarhaug, sem bíður mín. Þannig að já, þetta hefur áhrif á störf okkar og dregur úr gleði okkar og þrótti til að sinna sjúklingunum,” segir Davíð Björn. Ein af glærunum frá Matthíasi á vísindaráðstefnunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þetta eru skilaboðin frá félögunum. „Það er bara mikilvægt að við gerum þetta öll í sameiningu. Heilbrigðisstarfsfólkið, hið opinbera, frumkvöðlar og nýsköpunarfyrirtæki, vinna að þessu saman og gera þetta saman því það eru hellings tækifæri þarna til að einfaldlega gera betur,” segir Matthías. Heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, ásamt Díönnu Óskarsdóttur, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á vísindaráðstefnunni í gær.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða fyrirtækisins
Árborg Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira