Einkunnir, launamál og heilsufarsupplýsingar undir í árásinni á HR Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. febrúar 2024 19:35 Háskólinn í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Upplýsingar um einkunnir, agamál, launamál og fleiri viðkvæmar persónuupplýsingar voru á drifum Háskóla Reykjavíkur sem gögnum var stolið af í upphafi þessa mánaðar. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef háskólans, sem er samhljóða tilkynningu sem nemendum var send í dag. Þar kemur fram að í kjölfar tölvuárásarinnar hafi kerfi skólans verið tekin niður og þeim læst með dulkóðun. Síðan hafi staðið yfir vinna sérfræðinga við að greina og rannsaka árásina, endurbyggja tölvukerfi og endurheimta gögn. Þeirri vinnu miði vel. Sérfræðingar sem unnið hafa að því að rannsaka árásina telja árásaraðila hafa náð að hlaða niður 185 gígabætum af gögnum af miðlægum drifum HR. Drifin hafi alls hýst um 15 terabæt, sem samsvarar 15.000 gígabætum. Ekki er talið að hægt verði að sjá með vissu nákvæmlega hvaða gögnum var stolið, þrátt fyrir að magn þeirra liggi fyrir. Aðeins litlum hluta gagnanna stolið Í tilkynningu HR kemur fram að á drifunum séu gögn sem gætu snert stóran hóp fyrrverandi og núverandi nemenda, starfsfólks, umsækjenda um nám og störf og annarra sem tengjast og tengst hafa starfsemi skólans. „Gögnin sem hýst eru á umræddum drifum hafa að geyma upplýsingar úr starfsemi HR, sem háskólinn vinnur með eðli málsins samkvæmt, s.s. starfsmannamál, upplýsingar um nemendur, tiltekin afmörkuð rannsóknargögn, rekstrarupplýsingar og fjárhagsupplýsingar auk annarra gagna sem kunna að vera persónugreinanleg. Þar á meðal eru upplýsingar viðkvæms eðlis s.s. upplýsingar um einkunnir, agamál, launamál, og viðkvæmar persónupplýsingar í skilningi persónuverndarlaga, s.s. upplýsingar um stéttarfélagsaðild og heilsufarsupplýsingar sem sendar hafa verið skólanum.“ Þó verði ekki séð að farið hafi verið inn á svæði einstakra starfsmanna. Eins er áréttað að gögn sálfræðiþjónustu HR séu ekki vistuð á drifunum sem um ræðir. Þá er ekkert talið benda til þess að árásaraðilinn hafi misnotað upplýsingarnar. „En ekki er hægt að útiloka að upplýsingarnar hafi verið afritaðar og verði birtar opinberlega af hálfu umrædds aðila. HR fylgist með þeim anga málsins og veitir upplýsingar þar að lútandi ef og þegar þörf krefur.“ Tölvuárásir Netöryggi Háskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef háskólans, sem er samhljóða tilkynningu sem nemendum var send í dag. Þar kemur fram að í kjölfar tölvuárásarinnar hafi kerfi skólans verið tekin niður og þeim læst með dulkóðun. Síðan hafi staðið yfir vinna sérfræðinga við að greina og rannsaka árásina, endurbyggja tölvukerfi og endurheimta gögn. Þeirri vinnu miði vel. Sérfræðingar sem unnið hafa að því að rannsaka árásina telja árásaraðila hafa náð að hlaða niður 185 gígabætum af gögnum af miðlægum drifum HR. Drifin hafi alls hýst um 15 terabæt, sem samsvarar 15.000 gígabætum. Ekki er talið að hægt verði að sjá með vissu nákvæmlega hvaða gögnum var stolið, þrátt fyrir að magn þeirra liggi fyrir. Aðeins litlum hluta gagnanna stolið Í tilkynningu HR kemur fram að á drifunum séu gögn sem gætu snert stóran hóp fyrrverandi og núverandi nemenda, starfsfólks, umsækjenda um nám og störf og annarra sem tengjast og tengst hafa starfsemi skólans. „Gögnin sem hýst eru á umræddum drifum hafa að geyma upplýsingar úr starfsemi HR, sem háskólinn vinnur með eðli málsins samkvæmt, s.s. starfsmannamál, upplýsingar um nemendur, tiltekin afmörkuð rannsóknargögn, rekstrarupplýsingar og fjárhagsupplýsingar auk annarra gagna sem kunna að vera persónugreinanleg. Þar á meðal eru upplýsingar viðkvæms eðlis s.s. upplýsingar um einkunnir, agamál, launamál, og viðkvæmar persónupplýsingar í skilningi persónuverndarlaga, s.s. upplýsingar um stéttarfélagsaðild og heilsufarsupplýsingar sem sendar hafa verið skólanum.“ Þó verði ekki séð að farið hafi verið inn á svæði einstakra starfsmanna. Eins er áréttað að gögn sálfræðiþjónustu HR séu ekki vistuð á drifunum sem um ræðir. Þá er ekkert talið benda til þess að árásaraðilinn hafi misnotað upplýsingarnar. „En ekki er hægt að útiloka að upplýsingarnar hafi verið afritaðar og verði birtar opinberlega af hálfu umrædds aðila. HR fylgist með þeim anga málsins og veitir upplýsingar þar að lútandi ef og þegar þörf krefur.“
Tölvuárásir Netöryggi Háskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Sjá meira