„Reddari“ tekinn með haug af kannabis og sand af seðlum Árni Sæberg skrifar 22. febrúar 2024 14:25 Lögreglan á Selfossi handtók manninn. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur fallist á kröfu lögreglu um að fá að rannsaka innihald síma manns, sem grunaður er um fíkniefnabrot í tveimur málum. Annars vegar póstlagði hann umslag sem innihélt kannabisefni og hins vegar var hann gripinn með mikið magn kannabisefna á sér ásamt hálfri milljón króna í seðlum. Þetta segir í úrskurði Landsréttar, sem staðfesti úrskurð Héraðsdóms Suðurlands í málinu. Í greinargerð Lögreglustjórans á Suðurlandi segir að þann 28. febrúar árið 2022 hafi verið lagt hald á póstsendingu með innanlandspósti vegna kannabislyktar. Fíkniefnaleitarhundur frá tollinum hafi merkt sendinguna, sem opnuð hafi verið í kjölfarið og reynst innihalda meint kannabisefni. Hald hafi verið lagt á sendinguna og hún afhent lögreglu. Maðurinn hafi verið skráður fyrir sendingunni og því boðaður til skýrslutöku á lögreglustöðinni á Selfossi. Hann hafi gengist við því að póstlagt sendinguna til vinar síns en ekki viljað tjá sig að öðru leyti. Hann hafi sagst hafa verið að „redda“ vini sínum með sendingunni. „Nýreyktur“ með fullan bíl af grasi Þann 17. apríl síðasta árs hafi maðurinn svo verið stöðvaður við eftirlit lögreglu á Suðurlandsvegi við Olís á Selfossi. Hann hafi ekið á 79 kílómetra hraða þar sem leyfilegur hraði er 50 kílómetrar á klukkustund. Hann hafi verið beðinn um að framvísa ökuskírteini en sagst ekki eiga slíkt til þess að framvísa þar sem hann hefði verið sviptur ökuréttindum vegna kannabisreykinga. „Hann hafi einnig sagst vera nýreyktur,“ segir í greinargerðinni. Hann hafi verið handtekinn og bíll hans haldlagður til þess að unnt væri að leita í honum, vegna mikillar kannabislyktar sem lagði af honum. Umslag fullt af lóum Leitað hafi verið í bílnum að manninum viðstöddum. Í upphafi leitar hafi maðurinn verið spurður um hvort það væri eitthvað í bifreiðinni sem hann vildi framvísa og hann hafi þá bent á hvíta málningardollu í vinstra aftursæti sem hafi innihaldið meint kannabisefni. Þá hafi hann bent á grænan bakpoka með tveimur plastílátum í, einnig með meintu kannabisefni í. Í hólfi milli ökumannssætis og farþegasætis hafi fundist umslag sem maðurnni hafi sagt innihalda peningaseðla. „Aðspurður hvers vegna hann hafi haft svona mikið magn af kannabisi og umslag af peningum hafi hann sagst vera reddari og að hann væri í því að redda fólki.“ Í greinargerðinni segir að í umslaginu hafi verið 498.500 krónur, mest í tíu þúsund króna seðlum. Í úrskurði Landsréttar segir að fallist sé á það með Lögreglustjóranum á Suðurlandi að ástæða sé til að ætla að upplýsingar sem skipt geta miklu fyrir rannsókn málsins geti fengist með umbeðinni rannsóknaraðgerð. Því væri úrskurður héraðsdóms um að lögreglunni sé heimilt að rannsaka síma mannsins staðfest. Lögreglumál Dómsmál Árborg Fíkniefnabrot Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Þetta segir í úrskurði Landsréttar, sem staðfesti úrskurð Héraðsdóms Suðurlands í málinu. Í greinargerð Lögreglustjórans á Suðurlandi segir að þann 28. febrúar árið 2022 hafi verið lagt hald á póstsendingu með innanlandspósti vegna kannabislyktar. Fíkniefnaleitarhundur frá tollinum hafi merkt sendinguna, sem opnuð hafi verið í kjölfarið og reynst innihalda meint kannabisefni. Hald hafi verið lagt á sendinguna og hún afhent lögreglu. Maðurinn hafi verið skráður fyrir sendingunni og því boðaður til skýrslutöku á lögreglustöðinni á Selfossi. Hann hafi gengist við því að póstlagt sendinguna til vinar síns en ekki viljað tjá sig að öðru leyti. Hann hafi sagst hafa verið að „redda“ vini sínum með sendingunni. „Nýreyktur“ með fullan bíl af grasi Þann 17. apríl síðasta árs hafi maðurinn svo verið stöðvaður við eftirlit lögreglu á Suðurlandsvegi við Olís á Selfossi. Hann hafi ekið á 79 kílómetra hraða þar sem leyfilegur hraði er 50 kílómetrar á klukkustund. Hann hafi verið beðinn um að framvísa ökuskírteini en sagst ekki eiga slíkt til þess að framvísa þar sem hann hefði verið sviptur ökuréttindum vegna kannabisreykinga. „Hann hafi einnig sagst vera nýreyktur,“ segir í greinargerðinni. Hann hafi verið handtekinn og bíll hans haldlagður til þess að unnt væri að leita í honum, vegna mikillar kannabislyktar sem lagði af honum. Umslag fullt af lóum Leitað hafi verið í bílnum að manninum viðstöddum. Í upphafi leitar hafi maðurinn verið spurður um hvort það væri eitthvað í bifreiðinni sem hann vildi framvísa og hann hafi þá bent á hvíta málningardollu í vinstra aftursæti sem hafi innihaldið meint kannabisefni. Þá hafi hann bent á grænan bakpoka með tveimur plastílátum í, einnig með meintu kannabisefni í. Í hólfi milli ökumannssætis og farþegasætis hafi fundist umslag sem maðurnni hafi sagt innihalda peningaseðla. „Aðspurður hvers vegna hann hafi haft svona mikið magn af kannabisi og umslag af peningum hafi hann sagst vera reddari og að hann væri í því að redda fólki.“ Í greinargerðinni segir að í umslaginu hafi verið 498.500 krónur, mest í tíu þúsund króna seðlum. Í úrskurði Landsréttar segir að fallist sé á það með Lögreglustjóranum á Suðurlandi að ástæða sé til að ætla að upplýsingar sem skipt geta miklu fyrir rannsókn málsins geti fengist með umbeðinni rannsóknaraðgerð. Því væri úrskurður héraðsdóms um að lögreglunni sé heimilt að rannsaka síma mannsins staðfest.
Lögreglumál Dómsmál Árborg Fíkniefnabrot Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira