Skynsemin mun sigra Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar 22. febrúar 2024 15:01 Fyrir skömmu óskaði Heimildin eftir viðbrögðum forstjóra norska sjókvíaeldisrisans Mowi við heimildarmyndinni Laxaþjóð - Salmon Nation, sem útivistarfyrirtækið Patagonia framleiddi og fjallar um sjókvíaeldi á Íslandi. Forstjórinn sagðist treysta því að skynsemin myndi sigra en hann væri jafnframt meðvitaður um að samþykki samfélagsins væri forsenda fyrir því að stunda sjókvíaeldi á Íslandi. Á góðum degi mætti túlka þetta þannig að hann sé búinn að átta sig á því hvernig í pottinn er búið og ætli að pakka saman - en því miður – maðurinn er bara svona hrokafullur. Það felst nefnilega töluvert yfirlæti í að lýsa því yfir að meirihluti þjóðarinnar sé óskynsamur í stað þess að horfast í augu við að iðnaðurinn sé mengandi, ósjálfbær og andstæður öllu sem Ísland er þekktast fyrir. Þetta er nefnilega iðnaður sem stefnir villtum laxastofnum í hættu, eyðir botnlífi, ógnar siglingaleiðum og vinnur gegn markmiðum annarra atvinnugreina. Þessi iðnaður hrifsar tekjur af fjölskyldum bænda, svertir ímynd Íslands sem upprunalands hreinna afurða með því að framleiða matvöru sem byggir á úrkynjun, lyfjanotkun, arðráni og ásökunum um samkeppnis- og umhverfisbrot. Þá má einnig nefna að allt þetta bix treystir á úrelta tækni, sbr. allar ógöngurnar sem sjókvíaeldið hefur ratað í. Sjókvíaeldi er tímaskekkja og það vita flestir, líka þeir sem hafa beinna hagsmuna að gæta. Allar líkur eru á að sagan muni endurtaka sig í tilteknum byggðalögum landsins þar sem verið er að veðja á iðnað sem er skilgreindur mengandi á tímum þar sem við þurfum meira en nokkru sinni að huga að verndun vistkerfis okkar. Við erum ekki Guð Ég mæli með því að fólk horfi á Laxaþjóð til að kynna sér málstað þeirra sem skilja að hugmyndafræði sjókvíaeldis byggir alltaf á arðráni. Við erum ekki Guð, segir Veiga Grétarsdóttir kajakræðari í myndinni. Við höfum nefnilega engan rétt á að taka svona stórar ákvarðanir fyrir framtíðina. Það má ekki einblína á útflutningstekjur dagsins í dag, við verðum að meta hagsæld út frá fleiri þáttum en peningum. Með verndun fjarðanna myndum við fjárfesta í óspilltri náttúru og þar með tryggja grunn fyrir framtíð hinna ýmsu greina, til dæmis ferðaþjónustu. Sú leið er vissulega meira krefjandi fyrir stjórnmálafólkið sem hefur enn ekki lagt á sig að finna leiðir til uppbyggingar fyrir samfélögin sem misstu kvótann og hafa setið hjá þegar kemur að mótun byggðastefnu og innviðauppbyggingar. Það þýðir ekki að þær leiðir séu ekki til. Það hafa aldrei verið fleiri tækifæri þegar kemur að störfum án staðsetningar, það hefur aldrei verið til eins mikið af menntuðu, skapandi og kláru fólki í samfélaginu okkar og samskipti okkar við umheiminn hafa aldrei verið eins mikil. Þessi mantra um að eina bjargráð brothættra byggða sé mengandi iðnaður sem skaðar aðra geira er ekki boðleg lengur og þessu mjálmi verður að linna. Erum við nógu hugrökk? Hugrökk stjórnmálakona frá Washingtonríki í Bandaríkjunum að nafni Hilary Franz spjallaði við áhorfendur á frumsýningu Laxaþjóðar. Hún kom að því að banna sjókvíaeldi í fylkinu eftir að alvarlegt umhverfisslys átti sér stað. Síðan þá hafa allar málsóknir gegn ákvörðuninni unnist og hún réðst strax í það verkefni að skapa ný störf í stað þeirra sem töpuðust. Hilary Franz benti á að það þurfi hugrekki til að standa með því sem er rétt þegar staðreyndirnar blasa við. Þetta var okkur áhorfendum mikilvægt veganesti. Umhverfisslysin eru farin að hrannast upp í sjókvíaeldi á Íslandi og iðnaðurinn ekki á betri leið hér en í Washington fylki. En spurningin er, erum við nógu hugrökk? Vestrið villta Það nýjasta í þessum farsa er að öll sjókvíaeldisleyfi við Ísland brjóta í bága við lög þar sem ekkert þeirra er með byggingarleyfi, staðreynd sem lengi hefur verið kunn en ekki hefur verið brugðist við fyrr en nú. Stofnanir ríkisins virðast semsagt ekki vita hvernig þær eigi að bregðast við og nokkuð ljóst að regluverkið er ennþá ekki klárt og vestrið villta ennþá í fullu fjöri, ekkert breyst eða gerst síðan hrunskýrslan yfir iðnaðinum kom út. Getur hugsast að það sé þess vegna sem iðnaðurinn hefur valið að gera strandhögg hér á landi? Við vitum alveg um hvað málið snýst. Forstjóri Mowi þarf ekki að klappa okkur á kollinn og við frábiðjum okkur þennan hroka. Myndin Laxaþjóð er 30 mín heimildarmynd og er aðgengileg hér. Höfundur er formaður VÁ félags um vernd fjarðar, Seyðisfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjókvíaeldi Fiskeldi Múlaþing Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu óskaði Heimildin eftir viðbrögðum forstjóra norska sjókvíaeldisrisans Mowi við heimildarmyndinni Laxaþjóð - Salmon Nation, sem útivistarfyrirtækið Patagonia framleiddi og fjallar um sjókvíaeldi á Íslandi. Forstjórinn sagðist treysta því að skynsemin myndi sigra en hann væri jafnframt meðvitaður um að samþykki samfélagsins væri forsenda fyrir því að stunda sjókvíaeldi á Íslandi. Á góðum degi mætti túlka þetta þannig að hann sé búinn að átta sig á því hvernig í pottinn er búið og ætli að pakka saman - en því miður – maðurinn er bara svona hrokafullur. Það felst nefnilega töluvert yfirlæti í að lýsa því yfir að meirihluti þjóðarinnar sé óskynsamur í stað þess að horfast í augu við að iðnaðurinn sé mengandi, ósjálfbær og andstæður öllu sem Ísland er þekktast fyrir. Þetta er nefnilega iðnaður sem stefnir villtum laxastofnum í hættu, eyðir botnlífi, ógnar siglingaleiðum og vinnur gegn markmiðum annarra atvinnugreina. Þessi iðnaður hrifsar tekjur af fjölskyldum bænda, svertir ímynd Íslands sem upprunalands hreinna afurða með því að framleiða matvöru sem byggir á úrkynjun, lyfjanotkun, arðráni og ásökunum um samkeppnis- og umhverfisbrot. Þá má einnig nefna að allt þetta bix treystir á úrelta tækni, sbr. allar ógöngurnar sem sjókvíaeldið hefur ratað í. Sjókvíaeldi er tímaskekkja og það vita flestir, líka þeir sem hafa beinna hagsmuna að gæta. Allar líkur eru á að sagan muni endurtaka sig í tilteknum byggðalögum landsins þar sem verið er að veðja á iðnað sem er skilgreindur mengandi á tímum þar sem við þurfum meira en nokkru sinni að huga að verndun vistkerfis okkar. Við erum ekki Guð Ég mæli með því að fólk horfi á Laxaþjóð til að kynna sér málstað þeirra sem skilja að hugmyndafræði sjókvíaeldis byggir alltaf á arðráni. Við erum ekki Guð, segir Veiga Grétarsdóttir kajakræðari í myndinni. Við höfum nefnilega engan rétt á að taka svona stórar ákvarðanir fyrir framtíðina. Það má ekki einblína á útflutningstekjur dagsins í dag, við verðum að meta hagsæld út frá fleiri þáttum en peningum. Með verndun fjarðanna myndum við fjárfesta í óspilltri náttúru og þar með tryggja grunn fyrir framtíð hinna ýmsu greina, til dæmis ferðaþjónustu. Sú leið er vissulega meira krefjandi fyrir stjórnmálafólkið sem hefur enn ekki lagt á sig að finna leiðir til uppbyggingar fyrir samfélögin sem misstu kvótann og hafa setið hjá þegar kemur að mótun byggðastefnu og innviðauppbyggingar. Það þýðir ekki að þær leiðir séu ekki til. Það hafa aldrei verið fleiri tækifæri þegar kemur að störfum án staðsetningar, það hefur aldrei verið til eins mikið af menntuðu, skapandi og kláru fólki í samfélaginu okkar og samskipti okkar við umheiminn hafa aldrei verið eins mikil. Þessi mantra um að eina bjargráð brothættra byggða sé mengandi iðnaður sem skaðar aðra geira er ekki boðleg lengur og þessu mjálmi verður að linna. Erum við nógu hugrökk? Hugrökk stjórnmálakona frá Washingtonríki í Bandaríkjunum að nafni Hilary Franz spjallaði við áhorfendur á frumsýningu Laxaþjóðar. Hún kom að því að banna sjókvíaeldi í fylkinu eftir að alvarlegt umhverfisslys átti sér stað. Síðan þá hafa allar málsóknir gegn ákvörðuninni unnist og hún réðst strax í það verkefni að skapa ný störf í stað þeirra sem töpuðust. Hilary Franz benti á að það þurfi hugrekki til að standa með því sem er rétt þegar staðreyndirnar blasa við. Þetta var okkur áhorfendum mikilvægt veganesti. Umhverfisslysin eru farin að hrannast upp í sjókvíaeldi á Íslandi og iðnaðurinn ekki á betri leið hér en í Washington fylki. En spurningin er, erum við nógu hugrökk? Vestrið villta Það nýjasta í þessum farsa er að öll sjókvíaeldisleyfi við Ísland brjóta í bága við lög þar sem ekkert þeirra er með byggingarleyfi, staðreynd sem lengi hefur verið kunn en ekki hefur verið brugðist við fyrr en nú. Stofnanir ríkisins virðast semsagt ekki vita hvernig þær eigi að bregðast við og nokkuð ljóst að regluverkið er ennþá ekki klárt og vestrið villta ennþá í fullu fjöri, ekkert breyst eða gerst síðan hrunskýrslan yfir iðnaðinum kom út. Getur hugsast að það sé þess vegna sem iðnaðurinn hefur valið að gera strandhögg hér á landi? Við vitum alveg um hvað málið snýst. Forstjóri Mowi þarf ekki að klappa okkur á kollinn og við frábiðjum okkur þennan hroka. Myndin Laxaþjóð er 30 mín heimildarmynd og er aðgengileg hér. Höfundur er formaður VÁ félags um vernd fjarðar, Seyðisfirði.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun