Dýrasta spilið kostar 140 þúsund krónur Bjarki Sigurðsson skrifar 25. febrúar 2024 21:52 Gunnar Valur G. Hermannsson og Barði Páll Böðvarsson, eigendur Pokéhallarinnar. Vísir/Sigurjón Eina Pokémon-verslun landsins hefur stækkað við sig vegna mikillar velgengni. Stök spil geta kostað tugi þúsunda króna en eigendurnir segja viðtökurnar hafa farið fram úr þeirra björtustu vonum. Pokéhöllin, eina verslunin á Íslandi sem sérhæfir sig í Pokémon-varningi, var opnuð fyrst árið 2021 í Glæsibæ. Velgengni búðarinnar varð til þess að eigendurnir fundu sig knúna til þess að stækka við sig og flytja í tvöhundruð fermetra húsnæði í Skeifunni. Allt úti Pokémon-varningi Í versluninni fæst allt til alls, Pokémon-spil, pakkar, bangsar, fígúrur, leikir og annar varningur. Fólk hefur gríðarlegan áhuga á öllu sem tengist þessum litlu skrímslum sem birtust fyrst á sjónarsviðinu árið 1996. „Það var náttúrulega eftir aðv ið opnuðum hóp á Facebook þar sem við vorum að selja Pokémon og það var orðið allt of stórt. Það var bara glufa á markaðnum fyrir sérvöruverslun með Pokémon. Við ákváðum að kýla á það,“ segir Gunnar Valur G. Hermannsson, annar eigenda Pokéhallarinnar. Hvernig hefur þetta gengið hingað til? „Mjög vel. Fram úr okkar björtustu vonum,“ segir Barði Páll Böðvarsson, einnig eigandi verslunarinnar. Pokéhöllin er paradís Pokémon-aðdáandans.Vísir/Sigurjón Rándýr spil Að safna Pokémon-spilum er ekki ódýrt sport og kostar dýrasta spil verslunarinnar 137 þúsund krónur. Fólk er til í að greiða fúlgu fjár fyrir réttu spilin. Er fólk að koma hingað að kaupa spil á þrjátíu þúsund krónur? „Já, það er bara á hverjum degi sem það gerist,“ segir Gunnar. Dýrasta spil verslunarinnar er ansi dýrt.Vísir/Sigurjón Þá er hægt að fá enn meiri pening fyrir spilin þegar búið er að safna öllum úr sama settinu líkt þau sem eru í þessum ramma hér fyrir neðan, og fást saman á 250 þúsund krónur. Téður rammi þar sem má finna öll spilin úr steingervinga-setti Pokémon. Verðmiðinn? Litlar 250 þúsund krónur.Vísir/Sigurjón Er fólk að hengja svona upp á vegg heima hjá sér í stofunni við hliðina á sjónvarpinu? „Eða bara taka sjónvarpið í burtu og setja þetta í staðinn,“ segir Gunnar. Óopnaður pakki eldri en fréttamaður Það er líka hægt að safna óopnuðum pökkum. Elsti pakkinn í versluninni var framleiddur árið 1999, ári áður en fréttamaður fæddist, og hefur aldrei verið opnaður. „Maður var að kaupa þetta á fjögur hundruð kall í Pennanum eða BT, hvað sem þetta var. Og í dag er einn svona pakki að lágmarki á 45 þúsund krónur,“ segir Gunnar. Pokémon-spilin eru misdýr og fylgir verðið hinni klassísku hagfræðijöfnu, framboð og eftirspurn.Vísir/Sigurjón Ef ég kaupi svona pakka, er ég að opna hann? „Ég persónulega myndi ekki opna hann því hann er 25 ára gamall og maður veit aldrei hvort maður fái spil sem kosta undir þúsund krónur eða hvort þú fáir spil sem kosta tíu, tuttugu, þrjátíu þúsund. Þannig maður veit aldrei hvað maður fær,“ segir Gunnar. Verslun Reykjavík Borðspil Grín og gaman Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Pokéhöllin, eina verslunin á Íslandi sem sérhæfir sig í Pokémon-varningi, var opnuð fyrst árið 2021 í Glæsibæ. Velgengni búðarinnar varð til þess að eigendurnir fundu sig knúna til þess að stækka við sig og flytja í tvöhundruð fermetra húsnæði í Skeifunni. Allt úti Pokémon-varningi Í versluninni fæst allt til alls, Pokémon-spil, pakkar, bangsar, fígúrur, leikir og annar varningur. Fólk hefur gríðarlegan áhuga á öllu sem tengist þessum litlu skrímslum sem birtust fyrst á sjónarsviðinu árið 1996. „Það var náttúrulega eftir aðv ið opnuðum hóp á Facebook þar sem við vorum að selja Pokémon og það var orðið allt of stórt. Það var bara glufa á markaðnum fyrir sérvöruverslun með Pokémon. Við ákváðum að kýla á það,“ segir Gunnar Valur G. Hermannsson, annar eigenda Pokéhallarinnar. Hvernig hefur þetta gengið hingað til? „Mjög vel. Fram úr okkar björtustu vonum,“ segir Barði Páll Böðvarsson, einnig eigandi verslunarinnar. Pokéhöllin er paradís Pokémon-aðdáandans.Vísir/Sigurjón Rándýr spil Að safna Pokémon-spilum er ekki ódýrt sport og kostar dýrasta spil verslunarinnar 137 þúsund krónur. Fólk er til í að greiða fúlgu fjár fyrir réttu spilin. Er fólk að koma hingað að kaupa spil á þrjátíu þúsund krónur? „Já, það er bara á hverjum degi sem það gerist,“ segir Gunnar. Dýrasta spil verslunarinnar er ansi dýrt.Vísir/Sigurjón Þá er hægt að fá enn meiri pening fyrir spilin þegar búið er að safna öllum úr sama settinu líkt þau sem eru í þessum ramma hér fyrir neðan, og fást saman á 250 þúsund krónur. Téður rammi þar sem má finna öll spilin úr steingervinga-setti Pokémon. Verðmiðinn? Litlar 250 þúsund krónur.Vísir/Sigurjón Er fólk að hengja svona upp á vegg heima hjá sér í stofunni við hliðina á sjónvarpinu? „Eða bara taka sjónvarpið í burtu og setja þetta í staðinn,“ segir Gunnar. Óopnaður pakki eldri en fréttamaður Það er líka hægt að safna óopnuðum pökkum. Elsti pakkinn í versluninni var framleiddur árið 1999, ári áður en fréttamaður fæddist, og hefur aldrei verið opnaður. „Maður var að kaupa þetta á fjögur hundruð kall í Pennanum eða BT, hvað sem þetta var. Og í dag er einn svona pakki að lágmarki á 45 þúsund krónur,“ segir Gunnar. Pokémon-spilin eru misdýr og fylgir verðið hinni klassísku hagfræðijöfnu, framboð og eftirspurn.Vísir/Sigurjón Ef ég kaupi svona pakka, er ég að opna hann? „Ég persónulega myndi ekki opna hann því hann er 25 ára gamall og maður veit aldrei hvort maður fái spil sem kosta undir þúsund krónur eða hvort þú fáir spil sem kosta tíu, tuttugu, þrjátíu þúsund. Þannig maður veit aldrei hvað maður fær,“ segir Gunnar.
Verslun Reykjavík Borðspil Grín og gaman Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira