„Lítil atriði sem við getum bætt og munum bæta“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. febrúar 2024 17:27 Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var nokkuð jákvæður eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn Serbíu í fyrri leik liðanna í umspili um áframhaldandi veru í A-deild Þjóðadeildarinnar. „Þetta er bara fyrri leikurinn og nú snýst þetta raunverulega bara um það að vera klár í seinni leikinn. Við byrjum undirbúning fyrir það bara í kvöld og förum að koma líkamanum alveg í lag til að vera klár á þriðjudaginn,“ sagði Þorsteinn í viðtali við RÚV í leikslok. „Aðalmálið í svona tveggja leikja einvígi er að þú sért í þeirri stöðu að þú eigir alltaf góðan séns á því að koma þér áfram og þannig stöðu erum við í í dag.“ Serbneska liðið var líklegra til að stela sigrinum stærstan hluta leiksins, en Þorsteinn segir þó að það hafi ekki verið heppni sem sá til þess að íslensku stelpurnar sluppu með jafntefli. „Auðvitað fenu þær einhver færi, en í rauninni ekkert opið færi. Þetta voru einhver skot fyrir utan teig fannst mér. En auðvitað var þetta ekkert besti leikurinn okkar, það er ekkert hægt að fara í grafgötur með það. En mér finnst við ekki vera í neinum stórkostlegum vandræðum. Aðalvesenið á okkur var að koma boltanum almennilega í spil þegar við vorum að vinna hann og við vorum að tapa honum of fljótt. Það vantaði yfirvegun á boltann og þær héldu okkur svolítið niðri af því að við vorum að rembast eitthvað. Við hreinsuðum mjög illa stundum og náðum aldrei að koma honum almennilega í burtu. Það voru svona lítil atriði sem við getum bætt og munum bæta.“ Íslenska liðið hefur nú þrjá daga til að undirbúa sig fyrir seinni leik liðanna sem fram fer á Kópavogsvelli næstkomandi þriðjudag. „Við förum yfir leikinn og skoðum það sem þarf að laga. Svo bara vinnum við í því að finna lausnir við því,“ sagði Þorsteinn að lokum. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir „Þetta var svolítið mikið bara eitthvað“ Landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir var ekki nógu sátt með spilamennsku íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta eftir 1-1 jafntefli gegn Serbum í umspili um áframhaldandi veru í A-deild Þjóðadeildarinnar í dag. 23. febrúar 2024 17:15 Umfjöllun: Serbía - Ísland 1-1 | Stelpurnar okkar náðu ekki að nýta liðsmuninn Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli er liðið mætti því serbneska í fyrri leik liðanna í umspili um hvort þeirra heldur sér í A-deild Þjóðadeildarinnar í dag. 23. febrúar 2024 16:57 Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira
„Þetta er bara fyrri leikurinn og nú snýst þetta raunverulega bara um það að vera klár í seinni leikinn. Við byrjum undirbúning fyrir það bara í kvöld og förum að koma líkamanum alveg í lag til að vera klár á þriðjudaginn,“ sagði Þorsteinn í viðtali við RÚV í leikslok. „Aðalmálið í svona tveggja leikja einvígi er að þú sért í þeirri stöðu að þú eigir alltaf góðan séns á því að koma þér áfram og þannig stöðu erum við í í dag.“ Serbneska liðið var líklegra til að stela sigrinum stærstan hluta leiksins, en Þorsteinn segir þó að það hafi ekki verið heppni sem sá til þess að íslensku stelpurnar sluppu með jafntefli. „Auðvitað fenu þær einhver færi, en í rauninni ekkert opið færi. Þetta voru einhver skot fyrir utan teig fannst mér. En auðvitað var þetta ekkert besti leikurinn okkar, það er ekkert hægt að fara í grafgötur með það. En mér finnst við ekki vera í neinum stórkostlegum vandræðum. Aðalvesenið á okkur var að koma boltanum almennilega í spil þegar við vorum að vinna hann og við vorum að tapa honum of fljótt. Það vantaði yfirvegun á boltann og þær héldu okkur svolítið niðri af því að við vorum að rembast eitthvað. Við hreinsuðum mjög illa stundum og náðum aldrei að koma honum almennilega í burtu. Það voru svona lítil atriði sem við getum bætt og munum bæta.“ Íslenska liðið hefur nú þrjá daga til að undirbúa sig fyrir seinni leik liðanna sem fram fer á Kópavogsvelli næstkomandi þriðjudag. „Við förum yfir leikinn og skoðum það sem þarf að laga. Svo bara vinnum við í því að finna lausnir við því,“ sagði Þorsteinn að lokum.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir „Þetta var svolítið mikið bara eitthvað“ Landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir var ekki nógu sátt með spilamennsku íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta eftir 1-1 jafntefli gegn Serbum í umspili um áframhaldandi veru í A-deild Þjóðadeildarinnar í dag. 23. febrúar 2024 17:15 Umfjöllun: Serbía - Ísland 1-1 | Stelpurnar okkar náðu ekki að nýta liðsmuninn Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli er liðið mætti því serbneska í fyrri leik liðanna í umspili um hvort þeirra heldur sér í A-deild Þjóðadeildarinnar í dag. 23. febrúar 2024 16:57 Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira
„Þetta var svolítið mikið bara eitthvað“ Landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir var ekki nógu sátt með spilamennsku íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta eftir 1-1 jafntefli gegn Serbum í umspili um áframhaldandi veru í A-deild Þjóðadeildarinnar í dag. 23. febrúar 2024 17:15
Umfjöllun: Serbía - Ísland 1-1 | Stelpurnar okkar náðu ekki að nýta liðsmuninn Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli er liðið mætti því serbneska í fyrri leik liðanna í umspili um hvort þeirra heldur sér í A-deild Þjóðadeildarinnar í dag. 23. febrúar 2024 16:57