Gerðist svo ógnarhratt að þau gátu ekki tekið neitt með sér Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. febrúar 2024 21:01 Erla María hefur verið búsett í Valencia nær óslitið síðan 2006. Hún segir borgarbúa slegna vegna stórbrunans. Samsett Minnst tíu fórust í gríðarlegum eldsvoða í fjölbýlishúsi í Valencia á Spáni í gær. Íslendingur búsettur í borginni segir íbúa í algjöru áfalli. Fjölskylda sem hún þekkir missti heimili sitt í brunanum. Eldurinn braust út rétt fyrir kvöldmat í Campanar-hverfinu í norðvesturhluta Valencia. Vitni lýsa því að logarnir hafi breitt ógnarhratt úr sér; húsið hafi orðið alelda á fáeinum mínútum. Einhverjir komust út af sjálfsdáðum en mörgum var bjargað af svölum. Erla María Huttunen, íslenskur kennari sem búsettur er í Valencia, segir borgarbúa í áfalli. „Fólk er bara í sjokki, það býst enginn við svona svakalegu. Ég held að sjokkið sé líka yfir því hvað eldurinn breiddist hratt út og hvernig allt gerðist rosalega hratt. Það koma upp eldar af og til en ekki svona gríðarlega stórir. Og þetta er bara versti eldsvoði í sögu Valencia.“ Viðtal við Erlu Maríu í kvöldfréttum Stöðvar 2 má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Á meðal þeirra sem misstu heimili sitt í eldsvoðanum er fjölskylda sem Erla kannast við; börnin eru nemendur í skólanum sem hún kennir í og bekkjarfélagar dætra hennar. Yngri strákurinn var veikur heima þegar eldurinn braust út. „Ég held það hafi einmitt verið mamma hans sem var heima með honum og þau sjá að þetta er allt að gerast. Þau grípa blautt handklæði og hlaupa út, gátu ekki tekið neitt með sér af því að þetta gerðist svo rosalega hratt.“ Sá eldri mætti í skólann í dag og var furðu brattur, að sögn Erlu. „Ein bekkjarsystirin var að grátandi og hann segir: Vertu ekkert að gráta, það var nú ég sem lenti í þessu!“ Óttast er að eldfim klæðning utan á húsinu hafi stuðlað að hraðri útbreiðslu eldsins, sem minnir um margt á hinn hryllilega Grenfell-bruna í London árið 2017. Þá var einnig mjög hvasst í Valencia í gær, sem gæti hafa spilað inn í. Þriggja daga sorgartímabili hefur verið lýst yfir í borginni. „Fótboltaleikjum hefur verið aflýst tímabundið, æfingum líka. Dóttir mín átti að fara á fótboltaleik núna en honum var aflýst. Það er mikil sorg. Maður eiginlega áttar sig ekki á því að svona hlutir geti gerst við hliðina á manni.“ Spánn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Fresta Valencia leiknum vegna stórbrunans Leikur Valencia í spænsku deildinni fer ekki fram um helgina en liðið átti útileik á móti Granada í La Liga. 23. febrúar 2024 13:32 Að minnsta kosti fjórir látnir í eldsvoðanum í Valencia Að minnsta kosti fjórir eru látnir og fjórtán slasaðir eftir að eldur braust út í Valencia á Spáni í gær og gleypti stórt og mikið fjölbýlishús. Nítján er enn saknað. 23. febrúar 2024 08:28 Eldur gleypir í sig stóra blokk í Valencia Fjórtán hæða fjölbýlishús er í ljósum logum í Campanarhverfi Valenciaborgar á Spáni. Eldurinn hefur náð til flestra hæða í húsinu og þykkur reykmökkur sést um alla borgina. 22. febrúar 2024 18:41 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Eldurinn braust út rétt fyrir kvöldmat í Campanar-hverfinu í norðvesturhluta Valencia. Vitni lýsa því að logarnir hafi breitt ógnarhratt úr sér; húsið hafi orðið alelda á fáeinum mínútum. Einhverjir komust út af sjálfsdáðum en mörgum var bjargað af svölum. Erla María Huttunen, íslenskur kennari sem búsettur er í Valencia, segir borgarbúa í áfalli. „Fólk er bara í sjokki, það býst enginn við svona svakalegu. Ég held að sjokkið sé líka yfir því hvað eldurinn breiddist hratt út og hvernig allt gerðist rosalega hratt. Það koma upp eldar af og til en ekki svona gríðarlega stórir. Og þetta er bara versti eldsvoði í sögu Valencia.“ Viðtal við Erlu Maríu í kvöldfréttum Stöðvar 2 má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Á meðal þeirra sem misstu heimili sitt í eldsvoðanum er fjölskylda sem Erla kannast við; börnin eru nemendur í skólanum sem hún kennir í og bekkjarfélagar dætra hennar. Yngri strákurinn var veikur heima þegar eldurinn braust út. „Ég held það hafi einmitt verið mamma hans sem var heima með honum og þau sjá að þetta er allt að gerast. Þau grípa blautt handklæði og hlaupa út, gátu ekki tekið neitt með sér af því að þetta gerðist svo rosalega hratt.“ Sá eldri mætti í skólann í dag og var furðu brattur, að sögn Erlu. „Ein bekkjarsystirin var að grátandi og hann segir: Vertu ekkert að gráta, það var nú ég sem lenti í þessu!“ Óttast er að eldfim klæðning utan á húsinu hafi stuðlað að hraðri útbreiðslu eldsins, sem minnir um margt á hinn hryllilega Grenfell-bruna í London árið 2017. Þá var einnig mjög hvasst í Valencia í gær, sem gæti hafa spilað inn í. Þriggja daga sorgartímabili hefur verið lýst yfir í borginni. „Fótboltaleikjum hefur verið aflýst tímabundið, æfingum líka. Dóttir mín átti að fara á fótboltaleik núna en honum var aflýst. Það er mikil sorg. Maður eiginlega áttar sig ekki á því að svona hlutir geti gerst við hliðina á manni.“
Spánn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Fresta Valencia leiknum vegna stórbrunans Leikur Valencia í spænsku deildinni fer ekki fram um helgina en liðið átti útileik á móti Granada í La Liga. 23. febrúar 2024 13:32 Að minnsta kosti fjórir látnir í eldsvoðanum í Valencia Að minnsta kosti fjórir eru látnir og fjórtán slasaðir eftir að eldur braust út í Valencia á Spáni í gær og gleypti stórt og mikið fjölbýlishús. Nítján er enn saknað. 23. febrúar 2024 08:28 Eldur gleypir í sig stóra blokk í Valencia Fjórtán hæða fjölbýlishús er í ljósum logum í Campanarhverfi Valenciaborgar á Spáni. Eldurinn hefur náð til flestra hæða í húsinu og þykkur reykmökkur sést um alla borgina. 22. febrúar 2024 18:41 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Fresta Valencia leiknum vegna stórbrunans Leikur Valencia í spænsku deildinni fer ekki fram um helgina en liðið átti útileik á móti Granada í La Liga. 23. febrúar 2024 13:32
Að minnsta kosti fjórir látnir í eldsvoðanum í Valencia Að minnsta kosti fjórir eru látnir og fjórtán slasaðir eftir að eldur braust út í Valencia á Spáni í gær og gleypti stórt og mikið fjölbýlishús. Nítján er enn saknað. 23. febrúar 2024 08:28
Eldur gleypir í sig stóra blokk í Valencia Fjórtán hæða fjölbýlishús er í ljósum logum í Campanarhverfi Valenciaborgar á Spáni. Eldurinn hefur náð til flestra hæða í húsinu og þykkur reykmökkur sést um alla borgina. 22. febrúar 2024 18:41