Sprengjusérfræðingar sérsveitarinnar stjórnuðu æfingunni, sem laut meðal annars að því að sprengja í gömlu skipi við höfnina. Á meðal þess sem sérsveitin getur þurft að fást við er svokölluð yfirtaka á skipum; þar geta rými verið læst og til að komast inn í þau þarf að grípa til sprengiefna.
Sveitin naut liðsinnis slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins við æfinguna og þá hafði öryggisstjóri einnig umsjón með því sem fram fór. Íbúar í nágrenninu höfðu verið varaðir við mögulegum sprengjulátum fyrr í dag og ekki að ástæðulausu, eins og heyra má í meðfylgjandi innslagi úr kvöldfréttum Stöðvar 2.