Skömmin sem getur fylgt því að örmagnast Kristín Auðbjörnsdóttir skrifar 25. febrúar 2024 15:00 Veistu hvað er erfitt? Þreyta. Síþreyta, örmögnunar þreyta, yfirþyrmandi þreyta, óyfirstíganleg þreyta. Það versta við þreytu, annað en ástandið sjálft, er hversu ósýnleg hún getur verið. Svo er hún líka bara aumingjaskapur og leti ekki satt? Þetta viðhorf virðist því miður rótgróið og vegna þessa sitjum við oftar en ekki uppi með niðurrif og skömm, í staðin fyrir sjálfsmildi og skilning. Mér finnst þessi setning svara ástæðu þessa viðhorfs nokkuð vel í stuttu máli: ,,Maður er alinn upp við að bíta á jaxlinn og bölva í hljóði og á ekki að sýna veikleika merki” en hún var send inn í kjölfar umræðu um þreytu á síðu pistlahöfundar. Það er kannski einna helst líkamlega þreytan, eftir áreynslu, sem við skömmumst okkar hvað minnst fyrir. Við höfum þá allavegana afsökun fyrir henni - við vorum svo dugleg. Þá er eftir þreytan vegna streitu, andlega þreytan, þreyta vegna veikinda, raskana og/eða sjúkdóma, aukaverkana lyfja, hormónaójafnvægis… Já, þreyta er víst ekki bara það sama og þreyta. Sé um streitu að ræða, vona ég að þú stoppir þig af áður en líkami þinn gerir það. Þú átt ekki að þurfa að vera með samviskubit yfir því að hvíla þig, í samfélagi sem ekki var byggt upp til þess að koma í veg fyrir streituna til þess að byrja með. Örmögnun Hér má sjá nokkur svör við eftirfarandi spurningu, sem nýlega var lögð fyrir fylgjendur: Hvernig leið þér með það að örmagnast (yfir lengra tímabil) og fannstu fyrir einhverri skömm vegna þessa? Ég er alveg að farast úr skömm! Finnst enginn skilja mig og að þetta sé nú bara væl. Já. Mér finnst ég vera að bregðast börnunum mínum og veit ekki hver ég er orðin. Ég er búin að gráta og gráta. Fann fyrir mikilli skömm. Reyndi svo mikið að leyna því og maki minn mátti engum segja. Niðurbrjótandi að upplifa það að geta ekki gert það sama og “allir” aðrir. Einfalda, daglega og sjálfsagða hluti. Ó já, skammast mín rosalega. Fór ekki út úr húsi nema eftir vinnutíma, því mér fannst erfitt að vera spurð/útskýra. Já mjög. Leið eins og sakamanni. Að ég væri að bregðast öllum. Fann og finn ennþá fyrir mikilli skömm. Búin að einangra mig mikið en ég var/er mikil félagsvera. Rosalega erfitt að vera kýldur svona niður og geta bara alls ekki staðið upp aftur. Mikil sorg líka. Ég dauðskammaðist mín. Því mér fannst ég svo mikill aumingi. Mikil skömm. Já og þegar maður hugsar um það, þá er það mjög skrítið. Eins og sjá má er það ekki á örmögnun bætandi að vera uppfullur af skömm. Það er meira en að segja það að reyna að takast á við heilsufarslegar áskoranir - skömm á ekki að vera partur af því. Það er nógu erfitt að vakna jafnþreyttur ef ekki þreyttari en þú varst þegar þú fórst að sofa, geta ekki gert það sem þú þarft og/eða vilt gera og um leið að þurfa að láta aðra horfa upp á þig í slíku ástandi. Langvarandi örmögnun er ekkert nema skerðing á lífsgæðum og því þarf að taka alvarlega. Lífsgæði okkar skipta máli. Viðhorf skipta máli. Hjálpumst að við að breyta þeim. Það langar engan að vera örmagna. Höfundur er móðir í endurhæfingu og stofnandi Instagram-síðunnar Lífið og líðan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Kristín Auðbjörnsdóttir Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Veistu hvað er erfitt? Þreyta. Síþreyta, örmögnunar þreyta, yfirþyrmandi þreyta, óyfirstíganleg þreyta. Það versta við þreytu, annað en ástandið sjálft, er hversu ósýnleg hún getur verið. Svo er hún líka bara aumingjaskapur og leti ekki satt? Þetta viðhorf virðist því miður rótgróið og vegna þessa sitjum við oftar en ekki uppi með niðurrif og skömm, í staðin fyrir sjálfsmildi og skilning. Mér finnst þessi setning svara ástæðu þessa viðhorfs nokkuð vel í stuttu máli: ,,Maður er alinn upp við að bíta á jaxlinn og bölva í hljóði og á ekki að sýna veikleika merki” en hún var send inn í kjölfar umræðu um þreytu á síðu pistlahöfundar. Það er kannski einna helst líkamlega þreytan, eftir áreynslu, sem við skömmumst okkar hvað minnst fyrir. Við höfum þá allavegana afsökun fyrir henni - við vorum svo dugleg. Þá er eftir þreytan vegna streitu, andlega þreytan, þreyta vegna veikinda, raskana og/eða sjúkdóma, aukaverkana lyfja, hormónaójafnvægis… Já, þreyta er víst ekki bara það sama og þreyta. Sé um streitu að ræða, vona ég að þú stoppir þig af áður en líkami þinn gerir það. Þú átt ekki að þurfa að vera með samviskubit yfir því að hvíla þig, í samfélagi sem ekki var byggt upp til þess að koma í veg fyrir streituna til þess að byrja með. Örmögnun Hér má sjá nokkur svör við eftirfarandi spurningu, sem nýlega var lögð fyrir fylgjendur: Hvernig leið þér með það að örmagnast (yfir lengra tímabil) og fannstu fyrir einhverri skömm vegna þessa? Ég er alveg að farast úr skömm! Finnst enginn skilja mig og að þetta sé nú bara væl. Já. Mér finnst ég vera að bregðast börnunum mínum og veit ekki hver ég er orðin. Ég er búin að gráta og gráta. Fann fyrir mikilli skömm. Reyndi svo mikið að leyna því og maki minn mátti engum segja. Niðurbrjótandi að upplifa það að geta ekki gert það sama og “allir” aðrir. Einfalda, daglega og sjálfsagða hluti. Ó já, skammast mín rosalega. Fór ekki út úr húsi nema eftir vinnutíma, því mér fannst erfitt að vera spurð/útskýra. Já mjög. Leið eins og sakamanni. Að ég væri að bregðast öllum. Fann og finn ennþá fyrir mikilli skömm. Búin að einangra mig mikið en ég var/er mikil félagsvera. Rosalega erfitt að vera kýldur svona niður og geta bara alls ekki staðið upp aftur. Mikil sorg líka. Ég dauðskammaðist mín. Því mér fannst ég svo mikill aumingi. Mikil skömm. Já og þegar maður hugsar um það, þá er það mjög skrítið. Eins og sjá má er það ekki á örmögnun bætandi að vera uppfullur af skömm. Það er meira en að segja það að reyna að takast á við heilsufarslegar áskoranir - skömm á ekki að vera partur af því. Það er nógu erfitt að vakna jafnþreyttur ef ekki þreyttari en þú varst þegar þú fórst að sofa, geta ekki gert það sem þú þarft og/eða vilt gera og um leið að þurfa að láta aðra horfa upp á þig í slíku ástandi. Langvarandi örmögnun er ekkert nema skerðing á lífsgæðum og því þarf að taka alvarlega. Lífsgæði okkar skipta máli. Viðhorf skipta máli. Hjálpumst að við að breyta þeim. Það langar engan að vera örmagna. Höfundur er móðir í endurhæfingu og stofnandi Instagram-síðunnar Lífið og líðan.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun