Ekkert fær Inter stöðvað Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. febrúar 2024 22:01 Lautaro Martínez er búinn að skora 22 mörk í 23 leikjum á leiktíðinni. EPA-EFE/ABBONDANZA SCURO LEZZI Inter, topplið Serie A – ítölsku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, stefnir hraðbyr á meistaratitilinn þar í landi. Liðið vann 4-0 sigur á Lecce í dag á meðan nágrannar þess í AC Milan gerðu 1-1 jafntefli við Atalanta. Inter er að eiga rosalegt tímabil en ásamt því að sitja á toppi Serie A er liðið í góðri stöðu til að komast í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu sem og það hefur nú þegar unnið Ofurbikar Ítalíu. Hvað leik dagsins varðar þá var staðan 1-0 gestunum frá Mílanó í vil eftir að Lautaro Marínez kom Inter yfir eftir stundarfjórðung. Davide Frattesi bætti við öðru markinu í síðari hálfleik áður en hann lagði upp þriðja markið á Martínez. Hollenski miðvörðurinn Steven de Vrij bætti svo fjórða markinu við á 67. mínútu og þar við sat. Lokatölur 0-4 og Inter í toppmálum á toppi deildarinnar þó Juventus hafi unnið dramatískan sigur fyrr í dag. Inter trónir á toppnum með 66 stig, níu meira en Juventus sem hefur leikið leik meira. Slakt gengi meistara Napolí heldur áfram en liðið gerði 1-1 jafntefli við Cagliari fyrr í dag. Nígeríski framherjinn Victor Osimhen kom meisturunum yfir á 66. mínútu en heimaliðið jafnaði þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Napolí er sem stendur í 9. sæti deildarinnar með 37 stig, ellefu stigum minna en Bologna sem situr í 4. sæti. Síðasti leikur dagsins var leikur AC Milan og Atalanta en bæði lið eru í hörku baráttu um Meistaradeildarsæti. Fór það svo að leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Rafael Leão kom AC Milan yfir en Teun Koopmeiners jafnaði fyrir gestina með marki úr vítaspyrnu. Milan situr því í 3. sæti með 53 stig en Atalanta er í 5. sæti með 46 stig. Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Vlahović skoraði tvö og lagði upp í uppbótartímasigri Juventus Juventus vann 3-2 gegn Frosinone í 26. umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar. Fjögur mörk voru skoruð í fyrri hálfleik, Dusan Vlahović skoraði tvö fyrir Juventus og varnarmaðurinn Daniele Rugani tryggði svo sigurinn í uppbótartíma. 25. febrúar 2024 13:40 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Sjá meira
Inter er að eiga rosalegt tímabil en ásamt því að sitja á toppi Serie A er liðið í góðri stöðu til að komast í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu sem og það hefur nú þegar unnið Ofurbikar Ítalíu. Hvað leik dagsins varðar þá var staðan 1-0 gestunum frá Mílanó í vil eftir að Lautaro Marínez kom Inter yfir eftir stundarfjórðung. Davide Frattesi bætti við öðru markinu í síðari hálfleik áður en hann lagði upp þriðja markið á Martínez. Hollenski miðvörðurinn Steven de Vrij bætti svo fjórða markinu við á 67. mínútu og þar við sat. Lokatölur 0-4 og Inter í toppmálum á toppi deildarinnar þó Juventus hafi unnið dramatískan sigur fyrr í dag. Inter trónir á toppnum með 66 stig, níu meira en Juventus sem hefur leikið leik meira. Slakt gengi meistara Napolí heldur áfram en liðið gerði 1-1 jafntefli við Cagliari fyrr í dag. Nígeríski framherjinn Victor Osimhen kom meisturunum yfir á 66. mínútu en heimaliðið jafnaði þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Napolí er sem stendur í 9. sæti deildarinnar með 37 stig, ellefu stigum minna en Bologna sem situr í 4. sæti. Síðasti leikur dagsins var leikur AC Milan og Atalanta en bæði lið eru í hörku baráttu um Meistaradeildarsæti. Fór það svo að leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Rafael Leão kom AC Milan yfir en Teun Koopmeiners jafnaði fyrir gestina með marki úr vítaspyrnu. Milan situr því í 3. sæti með 53 stig en Atalanta er í 5. sæti með 46 stig.
Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Vlahović skoraði tvö og lagði upp í uppbótartímasigri Juventus Juventus vann 3-2 gegn Frosinone í 26. umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar. Fjögur mörk voru skoruð í fyrri hálfleik, Dusan Vlahović skoraði tvö fyrir Juventus og varnarmaðurinn Daniele Rugani tryggði svo sigurinn í uppbótartíma. 25. febrúar 2024 13:40 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Sjá meira
Vlahović skoraði tvö og lagði upp í uppbótartímasigri Juventus Juventus vann 3-2 gegn Frosinone í 26. umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar. Fjögur mörk voru skoruð í fyrri hálfleik, Dusan Vlahović skoraði tvö fyrir Juventus og varnarmaðurinn Daniele Rugani tryggði svo sigurinn í uppbótartíma. 25. febrúar 2024 13:40