Glódís Perla: Mér finnst við ekki líta vel út sem þjóð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2024 07:32 Glódís Perla Viggósdóttir og liðsfélagar hennar hefja leik klukkan 14.30 í dag. Vísir/Arnar Aðstöðuleysið á Ísland þýðir mjög furðulegur leiktími í dag fyrir gríðarlega mikilvægan leik íslenska kvennalandsliðsins í baráttunni um sæti á EM 2025. Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, talaði ekkert undir rós á blaðamannafundi íslenska landsliðsins í gær þegar hún var spurð út í þá staðreynd að íslenska kvennalandsliðið þarf að spila úrslitaleik um sæti í A-deildinni á gervigrasvelli og klukkan 14.30 um dag. Laugardalsvöllur er ekki leikfær og þá standast flóðljósin á Kópavogsvelli ekki kröfur UEFA. Þess vegna þarf annars vegar að spila leikinn á gervigrasinu í Kópavogi og birtuskilyrði á Íslandi í febrúar kalla á það að leikurinn er spilaður rétt eftir hádegi á virkum degi. Glódís Perla segir það synd að Ísland geti ekki boðið upp á betri aðstæður en raun ber vitni. „Mér finnst við ekki líta vel út sem þjóð að þetta sé það sem við höfum upp á að bjóða. Að sama skapi er ég svekkt út í UEFA að standardinn sé ekki jafn hár kvennamegin og karlamegin. Að það sé í lagi að við spilum við svona aðstæður en ekki að kröfurnar séu þannig að það þurfi að finna völl og aðstæður sem uppfylla allar kröfur," sagði Glódís. Það hefur verið kallað lengi eftir nýjum þjóðarleikvangi og ár eftir ár hefur verið reynt að halda Laugardalsvellinum spilhæfum um miðjan vetur. Það var hins vegar ekki hægt að halda honum „á lífi" að þessu sinni. „Þetta er blanda af mörgu. Það væri ótrúlega gaman að geta spilað þennan leik fyrir framan fullan Laugardalsvöll og hafa þjóðina á bakinu. Auðvitað er það eitthvað sem myndi skipta okkur gríðarlega miklu máli," sagði Glódís. Það má hlusta á Glódísi frá blaðamannafundinum hér fyrir neðan. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Laugardalsvöllur Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Fleiri fréttir Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Sjá meira
Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, talaði ekkert undir rós á blaðamannafundi íslenska landsliðsins í gær þegar hún var spurð út í þá staðreynd að íslenska kvennalandsliðið þarf að spila úrslitaleik um sæti í A-deildinni á gervigrasvelli og klukkan 14.30 um dag. Laugardalsvöllur er ekki leikfær og þá standast flóðljósin á Kópavogsvelli ekki kröfur UEFA. Þess vegna þarf annars vegar að spila leikinn á gervigrasinu í Kópavogi og birtuskilyrði á Íslandi í febrúar kalla á það að leikurinn er spilaður rétt eftir hádegi á virkum degi. Glódís Perla segir það synd að Ísland geti ekki boðið upp á betri aðstæður en raun ber vitni. „Mér finnst við ekki líta vel út sem þjóð að þetta sé það sem við höfum upp á að bjóða. Að sama skapi er ég svekkt út í UEFA að standardinn sé ekki jafn hár kvennamegin og karlamegin. Að það sé í lagi að við spilum við svona aðstæður en ekki að kröfurnar séu þannig að það þurfi að finna völl og aðstæður sem uppfylla allar kröfur," sagði Glódís. Það hefur verið kallað lengi eftir nýjum þjóðarleikvangi og ár eftir ár hefur verið reynt að halda Laugardalsvellinum spilhæfum um miðjan vetur. Það var hins vegar ekki hægt að halda honum „á lífi" að þessu sinni. „Þetta er blanda af mörgu. Það væri ótrúlega gaman að geta spilað þennan leik fyrir framan fullan Laugardalsvöll og hafa þjóðina á bakinu. Auðvitað er það eitthvað sem myndi skipta okkur gríðarlega miklu máli," sagði Glódís. Það má hlusta á Glódísi frá blaðamannafundinum hér fyrir neðan.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Laugardalsvöllur Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Fleiri fréttir Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Sjá meira