Sprautuðu mykju yfir lögreglu í mótmælaskyni Lovísa Arnardóttir skrifar 27. febrúar 2024 09:47 Bændur sprautuðu mykju yfir lögreglumenn í Brussel. Vísir/AP Bændur í Evrópu eru reiðir yfir lágu matvöruverði, ódýrri innfluttri vöru og of mikilli skriffinsku sem tengist ýmsum reglugerðum Evrópusambandins. Bændur hafa nú mótmælt vikum saman víða um Evrópu. Í gær sprautuðu þeir mykju yfir lögreglumenn í Brussel í Belgíu, þeir lokuðu landamærum á milli Þýskalands og Póllands og mótmæltu lágu matvöruverði í Madríd á Spáni með því að blása í flautur, berja í kúabjöllur og börðu á trommur. Á sama tíma funda landbúnaðarráðherrar Evrópusambandsins um mótmælin og reyna að finna leiðir til að draga úr áhyggjum bændanna. Helsta ástæða mótmælanna er aukin skriffinnska og samkeppni vegna ódýrra vara frá löndum þar sem svo virðist vera að háum stöðum Evrópusambandsins sé ekki fylgt við framleiðslu. Þá lýsa bændur erfiðum atvinnuskilyrðum, að matvöruverð sé of lágt og að of mikið sé af ódýrri innfluttri vöru. Protests of Spanish farmers enter a third week epa11182584 Farmers from various parts of Spain march to number 46 of the Paseo de la Castellana, where the European Parliament Office in Spain is located, in Madrid, Spain, 26 Spain 2024. Protests of Spanish farmers have entered a third week while in Brussels an EU Agriculture and Fisheries Council meeting is held. EPA-EFE/J.J. GUILLEN Hreyfingin og mótmælin hafa aukist undanfarið en á sama tíma eru stjórnmálaflokkar að kynna stefnuskrár sínar og málefni í aðdraganda kosninga í Evrópuþinginu í júní á þessu ári. Á vef AP segir enn fremur að fyrr í þessum mánuði hafi framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lagt til hliðar tillögu gegn notkun skordýraeiturs. Það hafi verið tilraun til að málamiðla í þessu ástandi. Þá hefur ennig verið fjarlægð úr umhverfisáætlun sambandsins aðgerð um að draga úr losun vegna landbúnaðar fyrir árið 2040. Sýna aðstæðum bænda skilning Þar kemur einnig fram að ráðherrarnir, sem funda nú í Brussel, hafi reynt að sýna fram á að þeir sýni ástandi skilningi. Þeir skilji að aðstæður séu erfiðar vegna ýmissa reglugerða tengt umhverfisvernd, vegna minni stuðnings frá sambandinu og að innrás Rússa í Úkraínu hafi haft veruleg áhrif. Landbúnaðarráðherra Belgíu ræddi við blaðamenn eftir fund ráðherranna og sagði mikilvægt að bregðast við þessu ástandi, og það til langs tíma. Lögregla sprautaði úr vatnsbyssum á mótmælendur í Brussel. Vísir/EPA Landbúnaðarráðherra Frakklands, Marc Fesneau, tók undir það og sagði áriðandi að senda skýr skilaboð til bænda um að það væri verið að taka á þessu. Írski landbúnaðarráðherrann sagði áríðandi að draga úr skriffinnsku. Segja stjórnvöld ekki hlusta Á vef Reuters er haft eftir einum skipuleggjanda mótmælanna að bændur mótmæli því Evrópusambandið sé ekki að hlusta. „Við framleiðum matinn en þénum ekki nóg til að lifa á því. Af hverju er það? Vegna samninga um frjálsa verslun. Vegna afnáms hafta. Kröfur okkar snúast um sanngjörn laun,“ sagði Morgan Ody hjá samtökunum La Via Campesina. Lögreglan í Brussel greindi frá því í gær að 900 traktorum hefði verið ekið inn í Brussel og lagt við skrifstofur Evrópuráðsins þar sem ráðherrar Evrópusambandsins funda nú. Á vef AP segir að reykur hafi verið í lofti og að lögregla hafi verið klædd í búninga til að verjast óeirðum. Þá hafi lögregla verið búin að setja upp gaddavír á götu og steypuvarnir auk þess sem lögregla skaut táragasi og úr vatnsbyssum á bændurnar sem mótmæltu. Landbúnaðarráðherrar Evrópu ræða saman fyrir fund. Á myndinni eru Charlie McConalogue frá Írlandi, Luis Planas Puchades frá Spáni, David Clarinval frá Belgíu og Piet Adema frá Hollandi. Vísir/EPA Þar kemur einnig fram að traktorunum hafi einnig verið lagt á ýmsar aðalgötur í borginni til að koma í veg fyrir umferð og almenningssamgöngur. Suma traktorana var búið að hengja á skilti sem sögðu til dæmis: „Landbúnaður. Sem barn dreymir þig um það, sem fullorðinn deyrðu úr því.“ Einhverjir bændanna óku traktorunum sínum í gegnum varnarveggi lögreglunnar og í kjölfarið hvatti innanríkisráðherra Belgíu, Annelies Verlinden, lögreglu til að bera kennsl á þá mótmælendur sem væru að meiða fólk og hlýddu ekki fyrirmælum lögreglunnar. „Réttur okkar til að mótmæla er okkur mjög kær og hann verður að nota af virðingu,“ sagði hún síðar á samfélagsmiðlinum X. Le droit de manifester nous est cher, il doit donc être utilisé avec respect ! (3/3)— Annelies Verlinden (@AnneliesVl) February 26, 2024 Stutt er síðan mótmæla bænda urðu ofbeldisfull en í byrjun mánaðar kveiktu bændur í heyböggum og fleygðu eggjum í lögreglu nærri samkomu leiðtoga Evrópusambandsins. Mótmælt hefur verið í fleiri löndum en Belgíu en sem dæmi var púað á forseta Frakklands, Emmanuel Macron, á landbúnaðarráðstefnu í París um helgina. Bændur segja hann ekki gera nóg fyrir sig. Þá hefur einnig verið mótmælt á Spáni, í Hollandi og Búlgaríu. Evrópusambandið Frakkland Belgía Pólland Spánn Þýskaland Búlgaría Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Matvælaframleiðsla Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Erlent Fleiri fréttir Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Sjá meira
Í gær sprautuðu þeir mykju yfir lögreglumenn í Brussel í Belgíu, þeir lokuðu landamærum á milli Þýskalands og Póllands og mótmæltu lágu matvöruverði í Madríd á Spáni með því að blása í flautur, berja í kúabjöllur og börðu á trommur. Á sama tíma funda landbúnaðarráðherrar Evrópusambandsins um mótmælin og reyna að finna leiðir til að draga úr áhyggjum bændanna. Helsta ástæða mótmælanna er aukin skriffinnska og samkeppni vegna ódýrra vara frá löndum þar sem svo virðist vera að háum stöðum Evrópusambandsins sé ekki fylgt við framleiðslu. Þá lýsa bændur erfiðum atvinnuskilyrðum, að matvöruverð sé of lágt og að of mikið sé af ódýrri innfluttri vöru. Protests of Spanish farmers enter a third week epa11182584 Farmers from various parts of Spain march to number 46 of the Paseo de la Castellana, where the European Parliament Office in Spain is located, in Madrid, Spain, 26 Spain 2024. Protests of Spanish farmers have entered a third week while in Brussels an EU Agriculture and Fisheries Council meeting is held. EPA-EFE/J.J. GUILLEN Hreyfingin og mótmælin hafa aukist undanfarið en á sama tíma eru stjórnmálaflokkar að kynna stefnuskrár sínar og málefni í aðdraganda kosninga í Evrópuþinginu í júní á þessu ári. Á vef AP segir enn fremur að fyrr í þessum mánuði hafi framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lagt til hliðar tillögu gegn notkun skordýraeiturs. Það hafi verið tilraun til að málamiðla í þessu ástandi. Þá hefur ennig verið fjarlægð úr umhverfisáætlun sambandsins aðgerð um að draga úr losun vegna landbúnaðar fyrir árið 2040. Sýna aðstæðum bænda skilning Þar kemur einnig fram að ráðherrarnir, sem funda nú í Brussel, hafi reynt að sýna fram á að þeir sýni ástandi skilningi. Þeir skilji að aðstæður séu erfiðar vegna ýmissa reglugerða tengt umhverfisvernd, vegna minni stuðnings frá sambandinu og að innrás Rússa í Úkraínu hafi haft veruleg áhrif. Landbúnaðarráðherra Belgíu ræddi við blaðamenn eftir fund ráðherranna og sagði mikilvægt að bregðast við þessu ástandi, og það til langs tíma. Lögregla sprautaði úr vatnsbyssum á mótmælendur í Brussel. Vísir/EPA Landbúnaðarráðherra Frakklands, Marc Fesneau, tók undir það og sagði áriðandi að senda skýr skilaboð til bænda um að það væri verið að taka á þessu. Írski landbúnaðarráðherrann sagði áríðandi að draga úr skriffinnsku. Segja stjórnvöld ekki hlusta Á vef Reuters er haft eftir einum skipuleggjanda mótmælanna að bændur mótmæli því Evrópusambandið sé ekki að hlusta. „Við framleiðum matinn en þénum ekki nóg til að lifa á því. Af hverju er það? Vegna samninga um frjálsa verslun. Vegna afnáms hafta. Kröfur okkar snúast um sanngjörn laun,“ sagði Morgan Ody hjá samtökunum La Via Campesina. Lögreglan í Brussel greindi frá því í gær að 900 traktorum hefði verið ekið inn í Brussel og lagt við skrifstofur Evrópuráðsins þar sem ráðherrar Evrópusambandsins funda nú. Á vef AP segir að reykur hafi verið í lofti og að lögregla hafi verið klædd í búninga til að verjast óeirðum. Þá hafi lögregla verið búin að setja upp gaddavír á götu og steypuvarnir auk þess sem lögregla skaut táragasi og úr vatnsbyssum á bændurnar sem mótmæltu. Landbúnaðarráðherrar Evrópu ræða saman fyrir fund. Á myndinni eru Charlie McConalogue frá Írlandi, Luis Planas Puchades frá Spáni, David Clarinval frá Belgíu og Piet Adema frá Hollandi. Vísir/EPA Þar kemur einnig fram að traktorunum hafi einnig verið lagt á ýmsar aðalgötur í borginni til að koma í veg fyrir umferð og almenningssamgöngur. Suma traktorana var búið að hengja á skilti sem sögðu til dæmis: „Landbúnaður. Sem barn dreymir þig um það, sem fullorðinn deyrðu úr því.“ Einhverjir bændanna óku traktorunum sínum í gegnum varnarveggi lögreglunnar og í kjölfarið hvatti innanríkisráðherra Belgíu, Annelies Verlinden, lögreglu til að bera kennsl á þá mótmælendur sem væru að meiða fólk og hlýddu ekki fyrirmælum lögreglunnar. „Réttur okkar til að mótmæla er okkur mjög kær og hann verður að nota af virðingu,“ sagði hún síðar á samfélagsmiðlinum X. Le droit de manifester nous est cher, il doit donc être utilisé avec respect ! (3/3)— Annelies Verlinden (@AnneliesVl) February 26, 2024 Stutt er síðan mótmæla bænda urðu ofbeldisfull en í byrjun mánaðar kveiktu bændur í heyböggum og fleygðu eggjum í lögreglu nærri samkomu leiðtoga Evrópusambandsins. Mótmælt hefur verið í fleiri löndum en Belgíu en sem dæmi var púað á forseta Frakklands, Emmanuel Macron, á landbúnaðarráðstefnu í París um helgina. Bændur segja hann ekki gera nóg fyrir sig. Þá hefur einnig verið mótmælt á Spáni, í Hollandi og Búlgaríu.
Evrópusambandið Frakkland Belgía Pólland Spánn Þýskaland Búlgaría Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Matvælaframleiðsla Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Erlent Fleiri fréttir Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Sjá meira