Strauk píkuna á samstarfskonu á árshátíð úti á landi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. febrúar 2024 13:28 Fram kemur í dómum að lögreglumenn við embætti utan höfuðborgarsvæðisins hafi skutlað manninum til Reykjavíkur. Lögreglumenn af höfuðborgarsvæðinu hafi ekið á móti þeim og tekið við manninum. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa árétti samstarfskonu sína kynferðislega á árshátíð fyrirtækisins haustið 2022. Konan hætti störfum hjá fyrirtækinu og færði sig yfir á vinnustöð þar sem aðeins konur vinna. Það var 1. október 2022 sem fyrirtækið hélt árshátíð á hóteli á suðvesturhorninu, utan höfuðborgarsvæðisins. Konan var nýbyrjuð að vinna á staðnum og var mætt með eiginmanni sínum. Karlmaðurinn hafði unnið þar í fjögur til fimm ár. Konan lýsti því að hún hefði verið að dansa með öðrum starfsmönnum á meðan trúbador spilaði Teenage Dirtbag fyrir hópinn. Karlmaðurinn hefði gengið í áttina til hennar og hún talið hann ætla á barinn. Hann hefði gengið að henni og snert á henni píkuna með fingri sínum utan klæða. Konan sagðist hafa frosið, verið í algjörlegu áfalli og hugsað hvort þetta hefði í alvöru gerst. Kona á dansgólfinu hefði spurt hana hvort það væri í lagi með hana og hún sagt: „Nei, hann snerti á mér píkuna.“ Tekur nú stærri skammta af lyfjum Konan sagðist hafa farið að borðinu sínu og brotnaði niður. Allt hefði farið í háaloft og eiginmaður hennar farið við fleiri menn að leita uppi karlmanninn. Á þessum tíma hefði hún verið búin að ljúka eins og hálfs árs áfallameðferð vegna kynferðisbrots. Í kjölfarið hefði hún hætt störfum hjá fyrirtækinu og farið að vinna á stað þar sem eingöngu konur vinni. Hún sagðist ekki geta verið inni í herbergi með karlmönnum. Hún hefði verið komin af kvíða- og þunglyndislyfjum en tæki nú stærri skammta en áður. Hún væri ekki sama manneskja. Karlmaðurinn neitaði sök og sagðist ekki hafa áreitt konuna kynferðislega. Hefði orðið snerting hefði það verið óvart. Eftirlitsmyndavélar ættu að staðfesta það. Engar upptökur voru til af atburðum í salnum. Sagði áreitni ekki í sínum karakter Hann sagðist hafa drukkið einn bjór og einn sterkan drykk en minni hans væri þó almennt þokukennt. Gestir sögðu hann hafa tekið upp myndbönd af konum á dansgólfinu en sjálfur sagðist hann hafa verið að taka upp trúbadorinn og prófa nýja símann sinn. Hann sagði ekki í sínum karakter að gera hluti eins og honum væri gefið að sök. Aftur á móti hefði hann heyrt að konan kvartaði undan fólki yfir minniháttarhlutum. Héraðsdómur taldi framburð mannsins hvað varðaði áfengisdrykkju misvísandi því aðrir gestir og lögregla hafi lýst mikilli ölvun af hans hálfu. Gestir hefðu sagt hann taka myndir í óþökk kvenna á dansgólfinu en hann ekkert munað eftir því. Hann hefði aftur á móti munað eftir því þegar farið var með hann inn á hótelherbergi. Var framburður mannsins metinn ótrúverðugur á meðan framburður konunnar var talinn hafa verið stöðugur og trúverðugur um þau atriði sem skiptu máli. Var maðurinn dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða konunni hálfa milljón króna í bætur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur. Dómsmál Vinnustaðamenning Kynferðisofbeldi Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Sjá meira
Það var 1. október 2022 sem fyrirtækið hélt árshátíð á hóteli á suðvesturhorninu, utan höfuðborgarsvæðisins. Konan var nýbyrjuð að vinna á staðnum og var mætt með eiginmanni sínum. Karlmaðurinn hafði unnið þar í fjögur til fimm ár. Konan lýsti því að hún hefði verið að dansa með öðrum starfsmönnum á meðan trúbador spilaði Teenage Dirtbag fyrir hópinn. Karlmaðurinn hefði gengið í áttina til hennar og hún talið hann ætla á barinn. Hann hefði gengið að henni og snert á henni píkuna með fingri sínum utan klæða. Konan sagðist hafa frosið, verið í algjörlegu áfalli og hugsað hvort þetta hefði í alvöru gerst. Kona á dansgólfinu hefði spurt hana hvort það væri í lagi með hana og hún sagt: „Nei, hann snerti á mér píkuna.“ Tekur nú stærri skammta af lyfjum Konan sagðist hafa farið að borðinu sínu og brotnaði niður. Allt hefði farið í háaloft og eiginmaður hennar farið við fleiri menn að leita uppi karlmanninn. Á þessum tíma hefði hún verið búin að ljúka eins og hálfs árs áfallameðferð vegna kynferðisbrots. Í kjölfarið hefði hún hætt störfum hjá fyrirtækinu og farið að vinna á stað þar sem eingöngu konur vinni. Hún sagðist ekki geta verið inni í herbergi með karlmönnum. Hún hefði verið komin af kvíða- og þunglyndislyfjum en tæki nú stærri skammta en áður. Hún væri ekki sama manneskja. Karlmaðurinn neitaði sök og sagðist ekki hafa áreitt konuna kynferðislega. Hefði orðið snerting hefði það verið óvart. Eftirlitsmyndavélar ættu að staðfesta það. Engar upptökur voru til af atburðum í salnum. Sagði áreitni ekki í sínum karakter Hann sagðist hafa drukkið einn bjór og einn sterkan drykk en minni hans væri þó almennt þokukennt. Gestir sögðu hann hafa tekið upp myndbönd af konum á dansgólfinu en sjálfur sagðist hann hafa verið að taka upp trúbadorinn og prófa nýja símann sinn. Hann sagði ekki í sínum karakter að gera hluti eins og honum væri gefið að sök. Aftur á móti hefði hann heyrt að konan kvartaði undan fólki yfir minniháttarhlutum. Héraðsdómur taldi framburð mannsins hvað varðaði áfengisdrykkju misvísandi því aðrir gestir og lögregla hafi lýst mikilli ölvun af hans hálfu. Gestir hefðu sagt hann taka myndir í óþökk kvenna á dansgólfinu en hann ekkert munað eftir því. Hann hefði aftur á móti munað eftir því þegar farið var með hann inn á hótelherbergi. Var framburður mannsins metinn ótrúverðugur á meðan framburður konunnar var talinn hafa verið stöðugur og trúverðugur um þau atriði sem skiptu máli. Var maðurinn dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða konunni hálfa milljón króna í bætur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur.
Dómsmál Vinnustaðamenning Kynferðisofbeldi Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Sjá meira