Bryndís um sigurmarkið: „Vissi ekki hvað ég átti að gera við mig“ Andri Már Eggertsson skrifar 27. febrúar 2024 18:08 Bryndís Arna Níelsdóttir skoraði sigurmarkið gegn Serbíu Vísir/Hulda Margrét Ísland vann 2-1 sigur gegn Serbíu og tryggði sér áframhaldandi veru í A-deild Þjóðadeildar kvenna í fótbolta. Bryndís Arna Níelsdóttir skoraði sigurmarkið og var í skýjunum eftir leik. „Ég á ekki orð til að lýsa þessu. Mér líður ógeðslega vel og að hafa náð marki á þessum tíma var geggjað,“ sagði Bryndís og hélt áfram að segja frá sigurmarkinu sem var hennar fyrsta landsliðsmark. „Sveindís fékk boltann inn fyrir vörnina og ég hljóp eins hratt og ég gat til að komast framhjá varnarmanninum og síðan sá ég boltann i netinu og þá vissi ég ekki hvað ég átti að gera við mig.“ Ísland lenti undir í leiknum og Bryndísi fannst ýmislegt vanta upp á í marki gestanna. „Þetta var einbeitingarleysi í byrjun þegar þær skoruðu. Mér fannst við svara vel og við vorum að skapa færi í fyrri hálfleik og í síðari hálfleik fannst mér góð orka í okkur.“ „Þegar við jöfnuðum þá þurftum við bara að bæta við einu marki til þess að klára þetta og mér fannst orkan vera með okkur og við náðum að klára þær.“ Bryndís var gríðarlega ánægð með að hafa klárað einvígið og þá staðreynd að íslenska kvennalandsliðið muni leika áfram í A-deild þjóðadeildar. „Þær voru sterkar og við vissum að þetta yrði erfitt einvígi. Fyrsti leikurinn var smá vonbrigði en við komum inn í þennan leik af krafti og gerðum það sem við þurftum til þess að klára þetta. Það var gríðarlega mikilvægt að halda sér í A-deild og við erum sáttar,“ sagði Bryndís Arna Níelsdóttir ánægð með sigurinn. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Sjá meira
„Ég á ekki orð til að lýsa þessu. Mér líður ógeðslega vel og að hafa náð marki á þessum tíma var geggjað,“ sagði Bryndís og hélt áfram að segja frá sigurmarkinu sem var hennar fyrsta landsliðsmark. „Sveindís fékk boltann inn fyrir vörnina og ég hljóp eins hratt og ég gat til að komast framhjá varnarmanninum og síðan sá ég boltann i netinu og þá vissi ég ekki hvað ég átti að gera við mig.“ Ísland lenti undir í leiknum og Bryndísi fannst ýmislegt vanta upp á í marki gestanna. „Þetta var einbeitingarleysi í byrjun þegar þær skoruðu. Mér fannst við svara vel og við vorum að skapa færi í fyrri hálfleik og í síðari hálfleik fannst mér góð orka í okkur.“ „Þegar við jöfnuðum þá þurftum við bara að bæta við einu marki til þess að klára þetta og mér fannst orkan vera með okkur og við náðum að klára þær.“ Bryndís var gríðarlega ánægð með að hafa klárað einvígið og þá staðreynd að íslenska kvennalandsliðið muni leika áfram í A-deild þjóðadeildar. „Þær voru sterkar og við vissum að þetta yrði erfitt einvígi. Fyrsti leikurinn var smá vonbrigði en við komum inn í þennan leik af krafti og gerðum það sem við þurftum til þess að klára þetta. Það var gríðarlega mikilvægt að halda sér í A-deild og við erum sáttar,“ sagði Bryndís Arna Níelsdóttir ánægð með sigurinn.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Sjá meira