„Munum gera allt til þess að koma okkur á EM“ Andri Már Eggertsson skrifar 27. febrúar 2024 18:30 Þorsteinn Halldórsson á hliðarlínunni í leik dagsins Vísir/Hulda Margrét Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, var afar ánægður með sigurinn og þá staðreynd að Ísland muni leika í A-deild Þjóðadeildar. „Það var markmiðið og það tókst. Þetta snýst um að vinna leiki og auðvitað var þetta erfiður leikur. Við vissum að þær væru góðar og við fórum af fullum krafti í þennan leik og sigldum þessu heim.“ Ísland lenti undir snemma og Þorsteinn viðurkenndi það að mark Serba gerði leikinn erfiðari fyrir íslenska liðið. „Þær komust yfir eftir einstaklingsmistök hjá okkur og auðvitað gerði það leikinn erfiðari fyrir okkur. Ég var sáttur með að hafa unnið þennan leik og um það snýst þetta bara.“ „Ég er ekki búinn að sjá markið aftur. Við töpuðum boltanum á miðjunni og þær kláruðu færið vel.“ Ísland var marki undir í tæplega 69 mínútur en hvernig fannst Þorsteini liðið spila einu marki undir? „Mér fannst við gera það þokkalega vel í síðari hálfleik. Við herjuðum á þær í seinni hálfleik reyndar þegar að fyrra markið kom þá var komið jafnvægið í leikinn og þær komnar framar sem gerði það að verkum að það var pláss á bakvið þær sem okkur tókst að nýta.“ Serbía komst snemma yfir og var mikið að tefja í leiknum sem kom Þorsteini þó ekkert á óvart. „Við vissum þetta alveg fyrir leik ef staðan yrði markalaus eða þær komnar yfir þá myndu þær liggja mikið og reyna að drepa leikinn. Þær voru klókar í því og það reyndi á kollinn á okkur en mér fannst við leysa vel úr því.“ Þorsteinn var gríðarlega ánægður með síðari hálfleikinn og að hans mati fannst honum leikurinn snúast við í byrjun síðari hálfleiks. „Í byrjun seinni hálfleiks fannst mér við liggja á þeim. Eftir jöfnunarmarkið fóru þær að hugsa að þær þyrftu að vinna þennan leik líka og fóru framar á völlinn og við fengum pláss á bakvið þær og urðum hættulegri við það.“ Bryndís Arna Níelsdóttir skoraði sigurmarkið og Þorsteinn var afar ánægður með hana. Þetta var fyrsta landsliðsmark Bryndísar. „Þetta var týpískt mark eins og hún myndi skora. Hún er góð í þessu að finna pláss og stöður. Þetta var ekta mark fyrir hana og það var týpískt fyrir hana að vera á réttum stað á réttum tíma.“ Þorsteinn sagði að lokum að markmið liðsins væri að komast inn á EM en það væri þó langur vegur framundan. „Það er langur vegur eftir. Við skoðum framhaldið í næsta glugga og það er mikið eftir og mikið verk framundan. Það er markmiðið að komast á EM og það er það sem við stefnum að og munum gera allt til þess að koma okkur á EM,“ sagði Þorsteinn Halldórsson að lokum. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Sjá meira
„Það var markmiðið og það tókst. Þetta snýst um að vinna leiki og auðvitað var þetta erfiður leikur. Við vissum að þær væru góðar og við fórum af fullum krafti í þennan leik og sigldum þessu heim.“ Ísland lenti undir snemma og Þorsteinn viðurkenndi það að mark Serba gerði leikinn erfiðari fyrir íslenska liðið. „Þær komust yfir eftir einstaklingsmistök hjá okkur og auðvitað gerði það leikinn erfiðari fyrir okkur. Ég var sáttur með að hafa unnið þennan leik og um það snýst þetta bara.“ „Ég er ekki búinn að sjá markið aftur. Við töpuðum boltanum á miðjunni og þær kláruðu færið vel.“ Ísland var marki undir í tæplega 69 mínútur en hvernig fannst Þorsteini liðið spila einu marki undir? „Mér fannst við gera það þokkalega vel í síðari hálfleik. Við herjuðum á þær í seinni hálfleik reyndar þegar að fyrra markið kom þá var komið jafnvægið í leikinn og þær komnar framar sem gerði það að verkum að það var pláss á bakvið þær sem okkur tókst að nýta.“ Serbía komst snemma yfir og var mikið að tefja í leiknum sem kom Þorsteini þó ekkert á óvart. „Við vissum þetta alveg fyrir leik ef staðan yrði markalaus eða þær komnar yfir þá myndu þær liggja mikið og reyna að drepa leikinn. Þær voru klókar í því og það reyndi á kollinn á okkur en mér fannst við leysa vel úr því.“ Þorsteinn var gríðarlega ánægður með síðari hálfleikinn og að hans mati fannst honum leikurinn snúast við í byrjun síðari hálfleiks. „Í byrjun seinni hálfleiks fannst mér við liggja á þeim. Eftir jöfnunarmarkið fóru þær að hugsa að þær þyrftu að vinna þennan leik líka og fóru framar á völlinn og við fengum pláss á bakvið þær og urðum hættulegri við það.“ Bryndís Arna Níelsdóttir skoraði sigurmarkið og Þorsteinn var afar ánægður með hana. Þetta var fyrsta landsliðsmark Bryndísar. „Þetta var týpískt mark eins og hún myndi skora. Hún er góð í þessu að finna pláss og stöður. Þetta var ekta mark fyrir hana og það var týpískt fyrir hana að vera á réttum stað á réttum tíma.“ Þorsteinn sagði að lokum að markmið liðsins væri að komast inn á EM en það væri þó langur vegur framundan. „Það er langur vegur eftir. Við skoðum framhaldið í næsta glugga og það er mikið eftir og mikið verk framundan. Það er markmiðið að komast á EM og það er það sem við stefnum að og munum gera allt til þess að koma okkur á EM,“ sagði Þorsteinn Halldórsson að lokum.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Sjá meira