„Sýnir bara hvað við viljum og að okkur langar að vinna“ Siggeir Ævarsson skrifar 27. febrúar 2024 22:08 Hjalti er sáttur með sínar konur þessa dagana Vísir/Hulda Margrét Hjalti Þór Vilhjálmsson þjálfari Vals hafði ærna ástæðu til að brosa í leikslok eftir góðan sigur á Þór í Subway-deild kvenna. Lokatölur á Hlíðarenda 90-84. Liðin voru jöfn í efsta sæti B-deildarinnar fyrir leikinn og fyrri hálfleikur var einnig hnífjafn. Í seinni hálfleik sigu Valskonur hægt og bítandi fram úr og lönduðu að lokum nokkuð sanngjörnum sigri. Hjalti sagði að lykillinn að sigrinum hefði verið að halda áfram. „Við í rauninni bara héldum áfram. Byggðum á því sem við gerðum í fyrri hálfleik jú og skutum aðeins betur. Þær náttúrulega byrjuðu að hitta vel og héldu í við okkur. Í seinni hálfleik voru þær ekki að setja þessi skot í byrjun og við náðum strax forystunni.“ Hjalti talaði um það fyrir leik að hann hefði smá áhyggjur af sóknarfráköstum Þórs, en þegar öllu var á botninn hvolft tóku Valskonur aðeins einu sóknarfrákasti minna en gestirnir en bæði lið voru með 13 stig eftir sóknarfráköst. „Ég hafði miklar áhyggjur af sóknarfráköstunum okkar megin, þær voru með 17 en kom mér smá á óvart að við náðum 16 á móti þeim. Það er bara frábært. Það sýnir bara hvað við viljum og okkur langar að vinna. Við förum á eftir sigrinum með því að ná í lausu boltana og molana sem eru til staðar.“ Eydís Eva Þórisdóttir átti frábæra innkomu af bekknum og skoraði stig í öllum regnbogans litum. Hún endaði með 18 stig en það kom Hjalta ekkert á óvart. „Eydís er náttúrulega bara frábær leikmaður. Frábært skotmaður og frábær sóknarmaður. Flott varnarmlega líka. Það hefur verið bara eitthvað hik á henni undanfarið, í undarförnum leikjum. Nú bara lét hún vaða. Þetta er bara það sem hún á að gera í þessu liði, bara láta vaða og hún setur þetta niður.“ Það er kannski lykillinn að breyttu gengi liðsins, að leikmenn eru hættir að hika og láta bara vaða? „Algjörlega. Mér fannst þetta bara mjög gott mestmegnis sóknarlega í dag. Vorum rosalega ákveðnar og réðumst á þær. Sérstaklega í seinni hálfleik, þá fórum við að henda honum út og fá opnu skotin. Við endum náttúrulega bara með frábæra skotnýtingu eftir leikinn en í hálfleik vorum við ekki að skjóta vel.“ Hjalti talaði um það fyrir leik að það myndi kannski ekki skipta öllu máli hvort liðið endaði í 1. eða 2. sæti B-deildarinnar, en viðurkenndi þó fúslega að sigurinn væri sætur og mikilvægur fyrir sjálfstraust leikmanna. „Það er alltaf skemmtilegra að vinna, það er bara svoleiðis. Það er alltaf léttara yfir öllu ef maður vinnur. Þetta var náttúrulega rosalega þungt orðið í vetur. Maður fann það bara, gleðina vantaði ekki, en maður fann hvað það var orðið þungt í leikmönnum. Það er allt annað að vinna, einn sigur og tveir og þrír. Það gerir rosalega mikið fyrir íþróttamenn.“ Körfubolti Subway-deild kvenna Valur Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Sjá meira
Liðin voru jöfn í efsta sæti B-deildarinnar fyrir leikinn og fyrri hálfleikur var einnig hnífjafn. Í seinni hálfleik sigu Valskonur hægt og bítandi fram úr og lönduðu að lokum nokkuð sanngjörnum sigri. Hjalti sagði að lykillinn að sigrinum hefði verið að halda áfram. „Við í rauninni bara héldum áfram. Byggðum á því sem við gerðum í fyrri hálfleik jú og skutum aðeins betur. Þær náttúrulega byrjuðu að hitta vel og héldu í við okkur. Í seinni hálfleik voru þær ekki að setja þessi skot í byrjun og við náðum strax forystunni.“ Hjalti talaði um það fyrir leik að hann hefði smá áhyggjur af sóknarfráköstum Þórs, en þegar öllu var á botninn hvolft tóku Valskonur aðeins einu sóknarfrákasti minna en gestirnir en bæði lið voru með 13 stig eftir sóknarfráköst. „Ég hafði miklar áhyggjur af sóknarfráköstunum okkar megin, þær voru með 17 en kom mér smá á óvart að við náðum 16 á móti þeim. Það er bara frábært. Það sýnir bara hvað við viljum og okkur langar að vinna. Við förum á eftir sigrinum með því að ná í lausu boltana og molana sem eru til staðar.“ Eydís Eva Þórisdóttir átti frábæra innkomu af bekknum og skoraði stig í öllum regnbogans litum. Hún endaði með 18 stig en það kom Hjalta ekkert á óvart. „Eydís er náttúrulega bara frábær leikmaður. Frábært skotmaður og frábær sóknarmaður. Flott varnarmlega líka. Það hefur verið bara eitthvað hik á henni undanfarið, í undarförnum leikjum. Nú bara lét hún vaða. Þetta er bara það sem hún á að gera í þessu liði, bara láta vaða og hún setur þetta niður.“ Það er kannski lykillinn að breyttu gengi liðsins, að leikmenn eru hættir að hika og láta bara vaða? „Algjörlega. Mér fannst þetta bara mjög gott mestmegnis sóknarlega í dag. Vorum rosalega ákveðnar og réðumst á þær. Sérstaklega í seinni hálfleik, þá fórum við að henda honum út og fá opnu skotin. Við endum náttúrulega bara með frábæra skotnýtingu eftir leikinn en í hálfleik vorum við ekki að skjóta vel.“ Hjalti talaði um það fyrir leik að það myndi kannski ekki skipta öllu máli hvort liðið endaði í 1. eða 2. sæti B-deildarinnar, en viðurkenndi þó fúslega að sigurinn væri sætur og mikilvægur fyrir sjálfstraust leikmanna. „Það er alltaf skemmtilegra að vinna, það er bara svoleiðis. Það er alltaf léttara yfir öllu ef maður vinnur. Þetta var náttúrulega rosalega þungt orðið í vetur. Maður fann það bara, gleðina vantaði ekki, en maður fann hvað það var orðið þungt í leikmönnum. Það er allt annað að vinna, einn sigur og tveir og þrír. Það gerir rosalega mikið fyrir íþróttamenn.“
Körfubolti Subway-deild kvenna Valur Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Sjá meira