Costner veðjar öllu á sjálfan sig Samúel Karl Ólason skrifar 28. febrúar 2024 22:27 Leikarinn og leikstjórinn víðfrægi, Kevin Costner, birti á dögunum stiklu fyrir kvikmyndina Horizon: An American Saga Chapter 1. Myndin er sú fyrsta af fjórum sem Costner fjármagnaði sjálfur, skrifaði, leikur aðalhlutverkið í og leikstýrir. Costner segist hafa veðsett heimili sitt til að fjármagna myndirnar og kom fram við skilnað Costner og Christine Baumgartner í fyrra að hann hefði eytt meira en tuttugu milljónum dala af eigin peningum í framleiðslu myndanna. Verkefnið á sér áratuga langa sögu og er fyrsta kvikmyndin sem hann leikstýrir frá Open Range árið 2003. Samkvæmt frétt Hollywood Reporter leit hugmyndin um HASC fyrst dagsins ljós árið 1988, áður en Costner gerði óskarsverðlaunamyndina Dansar við úlfa. Á einum tímapunkti tóku forsvarsmenn Disney að sér að framleiða myndina en ekki rættist úr því. Fyrstu tvær myndirnar af fjórum verða frumsýndar í kvikmyndahúsum, með einungis tveggja mánaða millibili, sem er fátítt í Hollywood. Myndirnar fjórar spanna fimmtán ára tímabil fyrir og eftir þrælastríðið og fjalla um fólksflutninga til vesturhluta Bandaríkjanna. Meðal þeirra sem leika í myndinni eru Sam Worthington, Sienna Miller, Luke Wilson, Giovanni Ribisi, Will patton, Jena Malone, Michael Rooker, Thomas Haden Church og margir fleiri. Bíó og sjónvarp Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið Fleiri fréttir Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Costner segist hafa veðsett heimili sitt til að fjármagna myndirnar og kom fram við skilnað Costner og Christine Baumgartner í fyrra að hann hefði eytt meira en tuttugu milljónum dala af eigin peningum í framleiðslu myndanna. Verkefnið á sér áratuga langa sögu og er fyrsta kvikmyndin sem hann leikstýrir frá Open Range árið 2003. Samkvæmt frétt Hollywood Reporter leit hugmyndin um HASC fyrst dagsins ljós árið 1988, áður en Costner gerði óskarsverðlaunamyndina Dansar við úlfa. Á einum tímapunkti tóku forsvarsmenn Disney að sér að framleiða myndina en ekki rættist úr því. Fyrstu tvær myndirnar af fjórum verða frumsýndar í kvikmyndahúsum, með einungis tveggja mánaða millibili, sem er fátítt í Hollywood. Myndirnar fjórar spanna fimmtán ára tímabil fyrir og eftir þrælastríðið og fjalla um fólksflutninga til vesturhluta Bandaríkjanna. Meðal þeirra sem leika í myndinni eru Sam Worthington, Sienna Miller, Luke Wilson, Giovanni Ribisi, Will patton, Jena Malone, Michael Rooker, Thomas Haden Church og margir fleiri.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið Fleiri fréttir Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira