Costner veðjar öllu á sjálfan sig Samúel Karl Ólason skrifar 28. febrúar 2024 22:27 Leikarinn og leikstjórinn víðfrægi, Kevin Costner, birti á dögunum stiklu fyrir kvikmyndina Horizon: An American Saga Chapter 1. Myndin er sú fyrsta af fjórum sem Costner fjármagnaði sjálfur, skrifaði, leikur aðalhlutverkið í og leikstýrir. Costner segist hafa veðsett heimili sitt til að fjármagna myndirnar og kom fram við skilnað Costner og Christine Baumgartner í fyrra að hann hefði eytt meira en tuttugu milljónum dala af eigin peningum í framleiðslu myndanna. Verkefnið á sér áratuga langa sögu og er fyrsta kvikmyndin sem hann leikstýrir frá Open Range árið 2003. Samkvæmt frétt Hollywood Reporter leit hugmyndin um HASC fyrst dagsins ljós árið 1988, áður en Costner gerði óskarsverðlaunamyndina Dansar við úlfa. Á einum tímapunkti tóku forsvarsmenn Disney að sér að framleiða myndina en ekki rættist úr því. Fyrstu tvær myndirnar af fjórum verða frumsýndar í kvikmyndahúsum, með einungis tveggja mánaða millibili, sem er fátítt í Hollywood. Myndirnar fjórar spanna fimmtán ára tímabil fyrir og eftir þrælastríðið og fjalla um fólksflutninga til vesturhluta Bandaríkjanna. Meðal þeirra sem leika í myndinni eru Sam Worthington, Sienna Miller, Luke Wilson, Giovanni Ribisi, Will patton, Jena Malone, Michael Rooker, Thomas Haden Church og margir fleiri. Bíó og sjónvarp Mest lesið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Costner segist hafa veðsett heimili sitt til að fjármagna myndirnar og kom fram við skilnað Costner og Christine Baumgartner í fyrra að hann hefði eytt meira en tuttugu milljónum dala af eigin peningum í framleiðslu myndanna. Verkefnið á sér áratuga langa sögu og er fyrsta kvikmyndin sem hann leikstýrir frá Open Range árið 2003. Samkvæmt frétt Hollywood Reporter leit hugmyndin um HASC fyrst dagsins ljós árið 1988, áður en Costner gerði óskarsverðlaunamyndina Dansar við úlfa. Á einum tímapunkti tóku forsvarsmenn Disney að sér að framleiða myndina en ekki rættist úr því. Fyrstu tvær myndirnar af fjórum verða frumsýndar í kvikmyndahúsum, með einungis tveggja mánaða millibili, sem er fátítt í Hollywood. Myndirnar fjórar spanna fimmtán ára tímabil fyrir og eftir þrælastríðið og fjalla um fólksflutninga til vesturhluta Bandaríkjanna. Meðal þeirra sem leika í myndinni eru Sam Worthington, Sienna Miller, Luke Wilson, Giovanni Ribisi, Will patton, Jena Malone, Michael Rooker, Thomas Haden Church og margir fleiri.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira