Hyggjast breyta banka í ráðhús Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 29. febrúar 2024 19:08 Norðurþing hefur gert tilboð í gamalt húsnæði Íslandsbanka á Húsavík til að nota undir ráðhús. Vísir/Vilhelm Norðurþing hefur gert tilboð í gömlu húsakynni Íslandsbanka á Húsavík og ætlar að breyta því í ráðhús. Mygla fannst í stjórnsýsluhúsinu og hentugra þykir að flytja starfsemina. Einnig hefur stjórnsýsluhúsið gamla þótt óhentugt að einhverju leyti þar sem það er gríðarlega stórt og telur bæjarstjórnin að hægt sé að fækka fermetrum efstu stjórnsýslu talsvert. „Það var gert tilboð í húsnæðið með fyrirvara um samþykki byggarráðs. Byggðarráð er að skoða málið og tekur afstöðu í næstu viku,“ segir Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Norðurþings, í samtali við fréttastofu. Hún segir að málefni stjórnsýsluhússins hafi verið til skoðunar frá því í sumar í fyrra og að húsnæðið sé einfaldlega of stórt. Stjórnsýsluhúsið var 1325 fermetrar aðeins undir starfsemi stjórnsýslunnar. Bæjarstjórn telji að hægt sé að fækka þeim um fimm hundruð fermetra. Henti undir megni starfseminnar „Þetta kemur líka til vegna þess að við erum með starfsmann sem er að vinna að heiman vegna þess að það fannst mygla í kjallaranum á stjórnsýsluhúsinu. Það kom í ljós í kringum áramótin. Við erum ekki með neina starfsemi þar dags daglega. Það eru engar skrifstofur eða neinar mannvistarverur þar niðri. Þetta eru geymslur,“ segir Katrín. Hún segir allt hafa komið hvað ofan í annað. Íslandsbankahúsið hafi komið á sölu um það leyti sem húsnæðismálin hafi verið til skoðunar og því ákveðið að gera í það tilboð. Það sé um sex hundruð fermetra húsnæði og henti því undir megnið af starfsemi stjórnsýslunnar. „Við þurfum aðeins að skoða þetta betur. Við þurfum að skoða fleiri kosti af því að við munum ekki koma allri starfseminni fyrir í því.“ Norðurþing Íslandsbanki Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira
Einnig hefur stjórnsýsluhúsið gamla þótt óhentugt að einhverju leyti þar sem það er gríðarlega stórt og telur bæjarstjórnin að hægt sé að fækka fermetrum efstu stjórnsýslu talsvert. „Það var gert tilboð í húsnæðið með fyrirvara um samþykki byggarráðs. Byggðarráð er að skoða málið og tekur afstöðu í næstu viku,“ segir Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Norðurþings, í samtali við fréttastofu. Hún segir að málefni stjórnsýsluhússins hafi verið til skoðunar frá því í sumar í fyrra og að húsnæðið sé einfaldlega of stórt. Stjórnsýsluhúsið var 1325 fermetrar aðeins undir starfsemi stjórnsýslunnar. Bæjarstjórn telji að hægt sé að fækka þeim um fimm hundruð fermetra. Henti undir megni starfseminnar „Þetta kemur líka til vegna þess að við erum með starfsmann sem er að vinna að heiman vegna þess að það fannst mygla í kjallaranum á stjórnsýsluhúsinu. Það kom í ljós í kringum áramótin. Við erum ekki með neina starfsemi þar dags daglega. Það eru engar skrifstofur eða neinar mannvistarverur þar niðri. Þetta eru geymslur,“ segir Katrín. Hún segir allt hafa komið hvað ofan í annað. Íslandsbankahúsið hafi komið á sölu um það leyti sem húsnæðismálin hafi verið til skoðunar og því ákveðið að gera í það tilboð. Það sé um sex hundruð fermetra húsnæði og henti því undir megnið af starfsemi stjórnsýslunnar. „Við þurfum aðeins að skoða þetta betur. Við þurfum að skoða fleiri kosti af því að við munum ekki koma allri starfseminni fyrir í því.“
Norðurþing Íslandsbanki Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira