Hikandi við að mæta Ísrael „vegna þess sem þeir hafa gert við saklausa borgara“ Sindri Sverrisson skrifar 2. mars 2024 08:02 Åge Hareide tekur í spaðann á leikmönnum sínum eftir síðasta mótsleik Íslands, gegn Portúgal í nóvember. Næst á dagskrá er leikur við Ísrael, í Búdapest, sem Hareide líst ekki allt of vel á í ljósi stríðsins á Gasa. Getty/Alex Nicodim Åge Hareide, landsliðsþjálfari í fótbolta, segir að Ísland ætti ekki að þurfa að spila á móti Ísrael, vegna voðaverkanna á Gasa-svæðinu síðustu mánuði. Íslendingar neyðist hins vegar til að spila leikinn, í umspili um sæti á EM. Leikurinn við Ísrael fer fram 21. mars í Búdapest. Dregið var um hvort liðanna yrði á heimavelli og höfðu Ísraelar heppnina með sér. Þeir kröfðust þess að leikið yrði í Ísrael en knattspyrnusamband Íslands tók það ekki í mál og lendingin varð sú að spila í Ungverjalandi. „Ættum ekki að vera að spila þennan leik“ En telur Hareide að KSÍ hefði átt, eða ætti, að ganga lengra í að þrýsta á að leikurinn verði ekki spilaður? „UEFA [Knattspyrnusamband Evrópu] sér um allar reglurnar í þessu og við erum hluti af UEFA. Ef að við spilum ekki þá förum við í bann og eigum á hættu frekari refsingu, með því að spila ekki við aðra aðildarþjóð. En ef þú spyrð mig persónulega þá myndi ég hika við að spila við Ísrael, eins og staðan er núna. Vegna þess sem er í gangi á Gasa, og vegna þess sem þeir hafa gert við konur, börn og aðra saklausa borgara. Það ætti ekki að vera gert, og við ættum ekki að vera að spila þennan leik ef þú spyrð mig. En við verðum að spila því afleiðingarnar yrðu svo miklar fyrir Ísland ef við gerðum það ekki,“ segir Hareide. Vegna afstöðu UEFA og FIFA, sem ekki hafa bannað Ísrael frá alþjóðlegri keppni, þykir ljóst að Ísrael færi einfaldlega áfram í úrslitaleik umspilsins, 26. mars, ef Ísland myndi sniðganga leikinn. Í húfi er sæti á EM, sem þar með yrði þriðja stórmótið í sögu karlalandsliðs Íslands, og 1,4 milljarðar króna fyrir KSÍ. „Fótboltamenn en ekki hermenn“ Hareide segir of mikið í húfi fyrir Ísland og að hafa verði hugfast að leikmenn Ísraels séu ekki hermenn. „Við verðum að skipta um hugarfar og hugsa með okkur að ísraelsku leikmennirnir eru ekki hermenn. Ef þeir yrðu spurðir þá horfir eðlilegt fólk á myndirnar frá Gasa og veit að þetta er ekki rétt. Svona lagað á ekki að gera gagnvart saklausu fólki. Þetta er mjög, mjög erfitt og það er erfitt fyrir mig að þurfa að sleppa því að hugsa um þessar myndir sem við sjáum á hverjum degi, og hugsa um Ísrael sem fótboltalið. Að þetta sé leikur og að ísraelsku leikmennirnir séu fótboltamenn en ekki hermenn, þó að þeir séu fulltrúar þjóðar. Þetta er eflaust erfið staða fyrir þá líka. Við verðum að undirbúa okkur með réttum hætti, leggja til hliðar allt sem er í gangi í kringum okkur, og einbeita okkur að því að vinna leikinn. Það er mikilvægt fyrir Ísland og íslenskan fótbolta,“ segir Hareide. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir „Allir á Íslandi verða að trúa“ Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide vill ekki heyra neitt bölsýnistal í aðdraganda leikjanna sem gætu skilað Íslandi á sjálft Evrópumótið í Þýskalandi í sumar. Staðan á leikmönnum liðsins mætti þó vera mun betri. 29. febrúar 2024 13:31 „Vildi að við hefðum sömu samkeppni í öðrum stöðum“ Miðjumaðurinn ungi Kristian Nökkvi Hlynsson hefur heillað með framgöngu sinni hjá hollenska stórliðinu Ajax í vetur. En dugar það til þess að hann verði á miðjunni gegn Ísrael eftir þrjár vikur, með möguleika á EM-sæti og 1,4 milljarða króna í húfi? 1. mars 2024 10:31 Aron og Gylfi að falla á tíma: „Miklum vandkvæðum háð að velja þá“ Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, segist ekki koma til með að velja Gylfa Þór Sigurðsson eða Aron Einar Gunnarsson í EM-umspilið, eftir þrjár vikur, nema að þeir verði farnir að spila fyrir félagslið. 29. febrúar 2024 11:00 Gæti valið Albert að nýju: „Verð að treysta leikmanninum“ Albert Guðmundsson getur að óbreyttu á ný spilað fyrir Íslands hönd þegar liðið mætir Ísrael eftir þrjár vikur, í umspili um sæti á EM í fótbolta. Åge Hareide landsliðsþjálfari segir Albert hafa fullan hug á því að snúa aftur í liðið, eftir hálfs árs fjarveru, í kjölfar þess að kynferðisbrotamál gegn honum var látið niður falla. 29. febrúar 2024 08:00 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Sjá meira
Leikurinn við Ísrael fer fram 21. mars í Búdapest. Dregið var um hvort liðanna yrði á heimavelli og höfðu Ísraelar heppnina með sér. Þeir kröfðust þess að leikið yrði í Ísrael en knattspyrnusamband Íslands tók það ekki í mál og lendingin varð sú að spila í Ungverjalandi. „Ættum ekki að vera að spila þennan leik“ En telur Hareide að KSÍ hefði átt, eða ætti, að ganga lengra í að þrýsta á að leikurinn verði ekki spilaður? „UEFA [Knattspyrnusamband Evrópu] sér um allar reglurnar í þessu og við erum hluti af UEFA. Ef að við spilum ekki þá förum við í bann og eigum á hættu frekari refsingu, með því að spila ekki við aðra aðildarþjóð. En ef þú spyrð mig persónulega þá myndi ég hika við að spila við Ísrael, eins og staðan er núna. Vegna þess sem er í gangi á Gasa, og vegna þess sem þeir hafa gert við konur, börn og aðra saklausa borgara. Það ætti ekki að vera gert, og við ættum ekki að vera að spila þennan leik ef þú spyrð mig. En við verðum að spila því afleiðingarnar yrðu svo miklar fyrir Ísland ef við gerðum það ekki,“ segir Hareide. Vegna afstöðu UEFA og FIFA, sem ekki hafa bannað Ísrael frá alþjóðlegri keppni, þykir ljóst að Ísrael færi einfaldlega áfram í úrslitaleik umspilsins, 26. mars, ef Ísland myndi sniðganga leikinn. Í húfi er sæti á EM, sem þar með yrði þriðja stórmótið í sögu karlalandsliðs Íslands, og 1,4 milljarðar króna fyrir KSÍ. „Fótboltamenn en ekki hermenn“ Hareide segir of mikið í húfi fyrir Ísland og að hafa verði hugfast að leikmenn Ísraels séu ekki hermenn. „Við verðum að skipta um hugarfar og hugsa með okkur að ísraelsku leikmennirnir eru ekki hermenn. Ef þeir yrðu spurðir þá horfir eðlilegt fólk á myndirnar frá Gasa og veit að þetta er ekki rétt. Svona lagað á ekki að gera gagnvart saklausu fólki. Þetta er mjög, mjög erfitt og það er erfitt fyrir mig að þurfa að sleppa því að hugsa um þessar myndir sem við sjáum á hverjum degi, og hugsa um Ísrael sem fótboltalið. Að þetta sé leikur og að ísraelsku leikmennirnir séu fótboltamenn en ekki hermenn, þó að þeir séu fulltrúar þjóðar. Þetta er eflaust erfið staða fyrir þá líka. Við verðum að undirbúa okkur með réttum hætti, leggja til hliðar allt sem er í gangi í kringum okkur, og einbeita okkur að því að vinna leikinn. Það er mikilvægt fyrir Ísland og íslenskan fótbolta,“ segir Hareide.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir „Allir á Íslandi verða að trúa“ Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide vill ekki heyra neitt bölsýnistal í aðdraganda leikjanna sem gætu skilað Íslandi á sjálft Evrópumótið í Þýskalandi í sumar. Staðan á leikmönnum liðsins mætti þó vera mun betri. 29. febrúar 2024 13:31 „Vildi að við hefðum sömu samkeppni í öðrum stöðum“ Miðjumaðurinn ungi Kristian Nökkvi Hlynsson hefur heillað með framgöngu sinni hjá hollenska stórliðinu Ajax í vetur. En dugar það til þess að hann verði á miðjunni gegn Ísrael eftir þrjár vikur, með möguleika á EM-sæti og 1,4 milljarða króna í húfi? 1. mars 2024 10:31 Aron og Gylfi að falla á tíma: „Miklum vandkvæðum háð að velja þá“ Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, segist ekki koma til með að velja Gylfa Þór Sigurðsson eða Aron Einar Gunnarsson í EM-umspilið, eftir þrjár vikur, nema að þeir verði farnir að spila fyrir félagslið. 29. febrúar 2024 11:00 Gæti valið Albert að nýju: „Verð að treysta leikmanninum“ Albert Guðmundsson getur að óbreyttu á ný spilað fyrir Íslands hönd þegar liðið mætir Ísrael eftir þrjár vikur, í umspili um sæti á EM í fótbolta. Åge Hareide landsliðsþjálfari segir Albert hafa fullan hug á því að snúa aftur í liðið, eftir hálfs árs fjarveru, í kjölfar þess að kynferðisbrotamál gegn honum var látið niður falla. 29. febrúar 2024 08:00 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Sjá meira
„Allir á Íslandi verða að trúa“ Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide vill ekki heyra neitt bölsýnistal í aðdraganda leikjanna sem gætu skilað Íslandi á sjálft Evrópumótið í Þýskalandi í sumar. Staðan á leikmönnum liðsins mætti þó vera mun betri. 29. febrúar 2024 13:31
„Vildi að við hefðum sömu samkeppni í öðrum stöðum“ Miðjumaðurinn ungi Kristian Nökkvi Hlynsson hefur heillað með framgöngu sinni hjá hollenska stórliðinu Ajax í vetur. En dugar það til þess að hann verði á miðjunni gegn Ísrael eftir þrjár vikur, með möguleika á EM-sæti og 1,4 milljarða króna í húfi? 1. mars 2024 10:31
Aron og Gylfi að falla á tíma: „Miklum vandkvæðum háð að velja þá“ Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, segist ekki koma til með að velja Gylfa Þór Sigurðsson eða Aron Einar Gunnarsson í EM-umspilið, eftir þrjár vikur, nema að þeir verði farnir að spila fyrir félagslið. 29. febrúar 2024 11:00
Gæti valið Albert að nýju: „Verð að treysta leikmanninum“ Albert Guðmundsson getur að óbreyttu á ný spilað fyrir Íslands hönd þegar liðið mætir Ísrael eftir þrjár vikur, í umspili um sæti á EM í fótbolta. Åge Hareide landsliðsþjálfari segir Albert hafa fullan hug á því að snúa aftur í liðið, eftir hálfs árs fjarveru, í kjölfar þess að kynferðisbrotamál gegn honum var látið niður falla. 29. febrúar 2024 08:00