Lýsir ráðningu Dags sem dauðadómi Sindri Sverrisson skrifar 1. mars 2024 13:01 Dagur Sigurðsson var kynntur til leiks á blaðamannafundi í Zagreb í gær, sem nýr landsliðsþjálfari Króatíu. Instagram/@hrs_insta Ekki eru allir jafnhrifnir af komu Dags Sigurðssonar inn í króatískan handbolta en hann er fyrsti erlendi þjálfarinn til að taka við stjórn króatíska landsliðsins, sem um árabil var eitt það allra besta í heimi. Króatar hafa skipt ört um þjálfara síðustu misseri og vilja komast sem fyrst aftur á sama stall og áður. Á árunum 1996-2016 vann liðið fjórtán sinnum til verðlauna á stórmótum, meðal annars tvö ólympíugull og heimsmeistaratitil. Einn af þeim sem vann ólympíugullið 1996, Nenad Kljaić sem nú er þjálfari, segir Dag vissulega góðan þjálfara en að það réttlæti ekki dýra ráðningu á honum fram yfir króatíska kollega hans. Kljaić virðist líta svo á að með því að ráða Dag sé króatíska handknattleikssambandið að snúa baki við króatískum þjálfurum, eða fella dauðadóm yfir þeim. „Til hamingju, ágætu herramenn HRS [króatíska handknattleikssambandsins], undir stjórn Zokija. Þið hafið núna kveðið upp dauðadóm fyrir alla króatíska þjálfara. Þið komuð inn með útlending (sem er góður þjálfari) og gerðuð þannig lítið úr öllum okkar þjálfurum,“ skrifaði Kljaić á Facebook-síðu sína en króatískir miðlar hafa fjallað um skrif hans. Dagur fékk samning til fjögurra ára og byrjar á því að reyna að koma Króatíu í gegnum ólympíuumspilið eftir aðeins tvær vikur, þar sem Króatar berjast við Þýskaland, Austurríki og Alsír um tvö laus sæti á ÓL í París. Í janúar á næsta ári verða Króatar svo gestgjafar HM, með tilheyrandi pressu, ásamt Danmörku og Noregi. Er hann þá sex sinnum betri en okkar þjálfarar? Ljóst er að Kljaić telur að Dagur fái mun betur borgað en forverar hans í starfi, jafnvel þó að Dagur hafi sagt að samningur sinn við Króata feli í sér mun lægri laun en hann hafði áður í Japan. „Bara svo að ég spyrji; Hvað gerist ef að við vinnum ekki medalíu á Ólympíuleikunum í París? Ætlið þið þá loksins allir að segja af ykkur?“ spyr Kljaić og heldur áfram: „Því ef þið borgið honum 30.000 evrur á mánuði og gefið honum samning til fjögurra ára, þá þýðir það að hann er 5-6 sinnum betri þjálfari en nokkur af okkar þjálfurum. Því þið borguðuð öllum fyrri þjálfurum 5-6 sinnum minna en þetta, og voruð of seinir að borga í 7-8 mánuði og greidduð þeim svo ekki neitt þegar þið rákuð þá. Þið verðið að standa við þetta allt til enda. Þið kynnið hann til leiks eins og Messías sjálfan, svipað og Serbar með Gerona en þið sáuð hvernig það fór.“ Þar vísaði Kljaic í spænska þjálfarann Toni Gerona sem Serbar ráku eftir EM í janúar, þar sem Serbar sátu eftir í riðli Íslands. Handbolti Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Sjá meira
Króatar hafa skipt ört um þjálfara síðustu misseri og vilja komast sem fyrst aftur á sama stall og áður. Á árunum 1996-2016 vann liðið fjórtán sinnum til verðlauna á stórmótum, meðal annars tvö ólympíugull og heimsmeistaratitil. Einn af þeim sem vann ólympíugullið 1996, Nenad Kljaić sem nú er þjálfari, segir Dag vissulega góðan þjálfara en að það réttlæti ekki dýra ráðningu á honum fram yfir króatíska kollega hans. Kljaić virðist líta svo á að með því að ráða Dag sé króatíska handknattleikssambandið að snúa baki við króatískum þjálfurum, eða fella dauðadóm yfir þeim. „Til hamingju, ágætu herramenn HRS [króatíska handknattleikssambandsins], undir stjórn Zokija. Þið hafið núna kveðið upp dauðadóm fyrir alla króatíska þjálfara. Þið komuð inn með útlending (sem er góður þjálfari) og gerðuð þannig lítið úr öllum okkar þjálfurum,“ skrifaði Kljaić á Facebook-síðu sína en króatískir miðlar hafa fjallað um skrif hans. Dagur fékk samning til fjögurra ára og byrjar á því að reyna að koma Króatíu í gegnum ólympíuumspilið eftir aðeins tvær vikur, þar sem Króatar berjast við Þýskaland, Austurríki og Alsír um tvö laus sæti á ÓL í París. Í janúar á næsta ári verða Króatar svo gestgjafar HM, með tilheyrandi pressu, ásamt Danmörku og Noregi. Er hann þá sex sinnum betri en okkar þjálfarar? Ljóst er að Kljaić telur að Dagur fái mun betur borgað en forverar hans í starfi, jafnvel þó að Dagur hafi sagt að samningur sinn við Króata feli í sér mun lægri laun en hann hafði áður í Japan. „Bara svo að ég spyrji; Hvað gerist ef að við vinnum ekki medalíu á Ólympíuleikunum í París? Ætlið þið þá loksins allir að segja af ykkur?“ spyr Kljaić og heldur áfram: „Því ef þið borgið honum 30.000 evrur á mánuði og gefið honum samning til fjögurra ára, þá þýðir það að hann er 5-6 sinnum betri þjálfari en nokkur af okkar þjálfurum. Því þið borguðuð öllum fyrri þjálfurum 5-6 sinnum minna en þetta, og voruð of seinir að borga í 7-8 mánuði og greidduð þeim svo ekki neitt þegar þið rákuð þá. Þið verðið að standa við þetta allt til enda. Þið kynnið hann til leiks eins og Messías sjálfan, svipað og Serbar með Gerona en þið sáuð hvernig það fór.“ Þar vísaði Kljaic í spænska þjálfarann Toni Gerona sem Serbar ráku eftir EM í janúar, þar sem Serbar sátu eftir í riðli Íslands.
Handbolti Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Sjá meira