Kláraði háskólanám meðfram atvinnumennsku: „Hefði verið synd að láta þetta sitja á hakanum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. mars 2024 09:00 Viggó Kristjánsson náði sér í BA-gráðu meðfram atvinnumennsku í handbolta. vísir/vilhelm Viggó Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, útskrifaðist á dögunum úr námi í þroskaþjálfafræði við Háskóla Íslands. Viggó leikur með Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni og skoraði fjórtán mörk þegar liðið sigraði Bergischer, 33-22, í fyrradag. Seltirningurinn er fimmti markahæsti leikmaður deildarinnar en hann hefur skorað 141 mark í vetur. Viggó er ýmislegt annað til lista lagt en að spila handbolta. Fótboltasaga hans er nokkuð þekkt og þá er hann búinn að klára BA-nám í þroskaþjálfafræði við Háskóla Íslands. „Eftir menntaskóla vann ég tvö ár sem stuðningsfulltrúi með handboltanum. Þar kviknaði áhuginn á sínum tíma. Yfirmaðurinn minn í skólanum hvatti mig svo til að kíkja á þetta nám sem ég og gerði,“ sagði Viggó í samtali við Vísi. „Ég byrjaði á náminu heima en fór svo út til Danmerkur í atvinnumennsku eftir fyrsta árið. Ég kláraði annað árið í fjarnámi. Svo kom smá babb í bátinn og ég fékk ekki leyfi til að halda áfram í fjarnámi. Ég reyndi að þrýsta þessu í gegn en það gekk ekki þannig ég setti þetta til hliðar í svolítinn tíma.“ Kláraði þetta litla sem eftir var Í kórónuveirufaraldrinum voru reglurnar varðandi fjarnám rýmkaðar og það gaf Viggó tækifæri á að halda áfram með námið. „Ég kannaði þetta aftur eftir covid hvort það væri möguleiki á að klára þetta litla sem eftir var. Ég fékk leyfi til þess og hef verið að dútla í því síðasta árið og það gekk vel,“ sagði Viggó sem útskrifaðist svo á dögunum. Viggó var markahæsti leikmaður Íslands á EM í janúar.vísir/vilhelm „Ég var búinn með ritgerðina og allt á sínum tíma þannig það hefði verið synd að láta þetta sitja á hakanum. Svo verður bara að koma í ljós hvort maður fylgi þessu eitthvað í framtíðinni en það er gott að vera búinn með þetta og þurfa ekki að pæla í því meira.“ Heldur öllu opnu Eins og staðan er núna kveðst Viggó þó ekki vera að hugsa um meistaranám í þroskaþjálfafræði. „Ekki alveg strax. Það er líka langt síðan ég byrjaði í þessu og margt breyst síðan þá. Maður hefði kannski farið í eitthvað allt annað í dag. Ég held öllu opnu en ég ætla að bíða aðeins með þetta. Það er nóg að gera í handboltanum og með lítil börn,“ sagði Viggó. Tilvalið að nýta tímann Hann segir að henti vel að vera í námi meðfram atvinnumennsku í íþróttum. „Sérstaklega ef fólk er barnlaust, þá er meira en nógur tími til að gera eitthvað. Það er um að gera að nýta tímann í eitthvað uppbyggilegt, hvort sem það er nám eða eitthvað annað. Það segir sig sjálft að það er auðveldara fyrir okkur að finna tíma en einhvern sem er í átta til fjögur vinnu fimm daga vikunnar,“ sagði Viggó. Viggó hefur leikið sem atvinnumaður síðan 2016, fyrst í Danmörku, svo Austurríki og í Þýskalandi undanfarin fimm ár.getty/Jan Woitas Hann verður væntanlega í eldlínunni þegar Leipzig tekur á móti Melsungen í Íslendingaslag í þýsku úrvalsdeildinni á morgun. Leipzig er í 13. sæti en Melsungen í því fimmta. Þýski handboltinn Landslið karla í handbolta Háskólar Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Fleiri fréttir Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Sjá meira
Viggó leikur með Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni og skoraði fjórtán mörk þegar liðið sigraði Bergischer, 33-22, í fyrradag. Seltirningurinn er fimmti markahæsti leikmaður deildarinnar en hann hefur skorað 141 mark í vetur. Viggó er ýmislegt annað til lista lagt en að spila handbolta. Fótboltasaga hans er nokkuð þekkt og þá er hann búinn að klára BA-nám í þroskaþjálfafræði við Háskóla Íslands. „Eftir menntaskóla vann ég tvö ár sem stuðningsfulltrúi með handboltanum. Þar kviknaði áhuginn á sínum tíma. Yfirmaðurinn minn í skólanum hvatti mig svo til að kíkja á þetta nám sem ég og gerði,“ sagði Viggó í samtali við Vísi. „Ég byrjaði á náminu heima en fór svo út til Danmerkur í atvinnumennsku eftir fyrsta árið. Ég kláraði annað árið í fjarnámi. Svo kom smá babb í bátinn og ég fékk ekki leyfi til að halda áfram í fjarnámi. Ég reyndi að þrýsta þessu í gegn en það gekk ekki þannig ég setti þetta til hliðar í svolítinn tíma.“ Kláraði þetta litla sem eftir var Í kórónuveirufaraldrinum voru reglurnar varðandi fjarnám rýmkaðar og það gaf Viggó tækifæri á að halda áfram með námið. „Ég kannaði þetta aftur eftir covid hvort það væri möguleiki á að klára þetta litla sem eftir var. Ég fékk leyfi til þess og hef verið að dútla í því síðasta árið og það gekk vel,“ sagði Viggó sem útskrifaðist svo á dögunum. Viggó var markahæsti leikmaður Íslands á EM í janúar.vísir/vilhelm „Ég var búinn með ritgerðina og allt á sínum tíma þannig það hefði verið synd að láta þetta sitja á hakanum. Svo verður bara að koma í ljós hvort maður fylgi þessu eitthvað í framtíðinni en það er gott að vera búinn með þetta og þurfa ekki að pæla í því meira.“ Heldur öllu opnu Eins og staðan er núna kveðst Viggó þó ekki vera að hugsa um meistaranám í þroskaþjálfafræði. „Ekki alveg strax. Það er líka langt síðan ég byrjaði í þessu og margt breyst síðan þá. Maður hefði kannski farið í eitthvað allt annað í dag. Ég held öllu opnu en ég ætla að bíða aðeins með þetta. Það er nóg að gera í handboltanum og með lítil börn,“ sagði Viggó. Tilvalið að nýta tímann Hann segir að henti vel að vera í námi meðfram atvinnumennsku í íþróttum. „Sérstaklega ef fólk er barnlaust, þá er meira en nógur tími til að gera eitthvað. Það er um að gera að nýta tímann í eitthvað uppbyggilegt, hvort sem það er nám eða eitthvað annað. Það segir sig sjálft að það er auðveldara fyrir okkur að finna tíma en einhvern sem er í átta til fjögur vinnu fimm daga vikunnar,“ sagði Viggó. Viggó hefur leikið sem atvinnumaður síðan 2016, fyrst í Danmörku, svo Austurríki og í Þýskalandi undanfarin fimm ár.getty/Jan Woitas Hann verður væntanlega í eldlínunni þegar Leipzig tekur á móti Melsungen í Íslendingaslag í þýsku úrvalsdeildinni á morgun. Leipzig er í 13. sæti en Melsungen í því fimmta.
Þýski handboltinn Landslið karla í handbolta Háskólar Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Fleiri fréttir Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Sjá meira