Rigndi rauðum spjöldum í Róm Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. mars 2024 22:02 Dómarinn sýndi fádæma lipurð þegar hann reif upp rauða og gula spjaldið á sama tíma. Paolo Bruno/Getty Images AC Milan vann 1-0 útisigur á Lazio í eina leik kvöldsins í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Heimamenn í Lazio enduðu leikinn með aðeins 8 leikmenn inn á vellinum. Fyrri hálfleikur í Róm var heldur tilþrifalítill og staðan markalaus þegar liðin gengu til búningsklefa. Luca Pellegrini fékk gult spjald á 50. mínútu og annað slíkt sjö mínútum síðar. Hann var því sendur í sturtu og heimamenn manni færri. Það nýttu gestirnir frá Mílanó sér en það hafði þegar verið dæmt mark af þeim þegar Noah Okafor kom AC Milan yfir þegar tvær mínútur voru til loka venjulegs leiktíma. OKAFOR #LazioMilan pic.twitter.com/oQoBnT8RTm— Lega Serie A (@SerieA_EN) March 1, 2024 Það var svo þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma sem allt sauð upp úr. Endaði það með því að Adam Marusic og Matteo Guendouzi fengu báðir rautt í liði Lazio. Á sama tíma fengu Rafael Leão og Christian Pulisic gult í liði gestanna. Skömmu síðar var flautað til leiksloka en heimamenn luku leik þremur færri. Menn misstu hausinn undir lok leiks. EPA-EFE/FEDERICO PROIETTI AC Milan er nú í 3. sæti með 56 stig, stigi minna en Juventus sem er sæti ofar og á leik til góða. Lazio er í 8. sæti með 40 stig. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Fyrri hálfleikur í Róm var heldur tilþrifalítill og staðan markalaus þegar liðin gengu til búningsklefa. Luca Pellegrini fékk gult spjald á 50. mínútu og annað slíkt sjö mínútum síðar. Hann var því sendur í sturtu og heimamenn manni færri. Það nýttu gestirnir frá Mílanó sér en það hafði þegar verið dæmt mark af þeim þegar Noah Okafor kom AC Milan yfir þegar tvær mínútur voru til loka venjulegs leiktíma. OKAFOR #LazioMilan pic.twitter.com/oQoBnT8RTm— Lega Serie A (@SerieA_EN) March 1, 2024 Það var svo þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma sem allt sauð upp úr. Endaði það með því að Adam Marusic og Matteo Guendouzi fengu báðir rautt í liði Lazio. Á sama tíma fengu Rafael Leão og Christian Pulisic gult í liði gestanna. Skömmu síðar var flautað til leiksloka en heimamenn luku leik þremur færri. Menn misstu hausinn undir lok leiks. EPA-EFE/FEDERICO PROIETTI AC Milan er nú í 3. sæti með 56 stig, stigi minna en Juventus sem er sæti ofar og á leik til góða. Lazio er í 8. sæti með 40 stig.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira