FIFA algjörlega mótfallið bláu spjöldunum Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. mars 2024 11:01 Gianni Infantino, forseti FIFA, er ekki maður sem liggur á skoðunum sínum. Ulrik Pedersen/DeFodi Images via Getty Images Gianni Infantino, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, hefur alfarið sett sig upp á móti bláum spjöldum sem átti að kynna til sögunnar fyrr í mánuðinum. IFAB, Alþjóðaknattspyrnuráðið, ætlaði kynna blá spjöld innan knattspyrnunnar til leiks í byrjun febrúar. Hugmyndin var sú að leikmenn sem rífa kjaft við dómarann eða brjóta af sér á taktískan hátt – til að stöðva skyndisókn til dæmis – myndu fá blátt spjald. Hugmyndin var samþykkt af IFAB í nóvember á síðasta ári og ætlunin var að hefja notkun þeirra á næsta tímabili. FIFA setti sig upp á móti þeim aðgerðum, sem og margir knattspyrnuaðdáendur, og þar sem sambandið veitti ekki blessun sína var ákveðið að fresta notkun bláu spjaldanna um óákveðinn tíma. Gianni Infantino, forseti FIFA, hefur nú gert afstöðu sína, og sambandsins þar af leiðandi, alveg skýra í þessu máli. „FIFA er algjörlega mótfallið bláu spjöldunum. Ég vissi ekki einu sinni af þessu máli, forseti FIFA, og ég er nokkuð viss um að FIFA þurfi að veita IFAB samþykki“ sagði Infantino í viðtali. „Við þurfum að taka þessum málum alvarlega og við erum alltaf opin fyrir því að skoða nýjar leiðir, en á sama tíma verðum við að bera virðingu fyrir leiknum, eðli hans, hefðum og venjum. Það verður ekkert blátt spjald.“ hélt hann svo áfram. Eins og áður segir voru fleiri en Infantino mótfallnir þessari hugmynd, enska úrvalsdeildin setti sig til dæmis hart upp á móti henni. Afar ólíklegt verður því að þykja að bláu spjöldin muni nokkurn tímann líta dagsins ljós í knattspyrnukeppni á efsta stigi, þó enn sé til skoðunar að nota þau í neðri deildum eða yngri flokkum. Frekari hugmyndir verða svo áfram ræddar innan FIFA og IFAB til að sporna við slæmri hegðun og kjafbrúki leikmanna á knattspyrnuvellinum. FIFA Fótbolti Tengdar fréttir Segir að bláu spjöldin hefðu breytt leiknum í villta vestrið Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að ef nú þegar væri búið að taka upp notkun bláu spjaldann í ensku úrvalsdeildinni hefði leikur Liverpool og Burnley í gær breyst í villta vestrið. 11. febrúar 2024 12:31 Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Fleiri fréttir Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Sjá meira
IFAB, Alþjóðaknattspyrnuráðið, ætlaði kynna blá spjöld innan knattspyrnunnar til leiks í byrjun febrúar. Hugmyndin var sú að leikmenn sem rífa kjaft við dómarann eða brjóta af sér á taktískan hátt – til að stöðva skyndisókn til dæmis – myndu fá blátt spjald. Hugmyndin var samþykkt af IFAB í nóvember á síðasta ári og ætlunin var að hefja notkun þeirra á næsta tímabili. FIFA setti sig upp á móti þeim aðgerðum, sem og margir knattspyrnuaðdáendur, og þar sem sambandið veitti ekki blessun sína var ákveðið að fresta notkun bláu spjaldanna um óákveðinn tíma. Gianni Infantino, forseti FIFA, hefur nú gert afstöðu sína, og sambandsins þar af leiðandi, alveg skýra í þessu máli. „FIFA er algjörlega mótfallið bláu spjöldunum. Ég vissi ekki einu sinni af þessu máli, forseti FIFA, og ég er nokkuð viss um að FIFA þurfi að veita IFAB samþykki“ sagði Infantino í viðtali. „Við þurfum að taka þessum málum alvarlega og við erum alltaf opin fyrir því að skoða nýjar leiðir, en á sama tíma verðum við að bera virðingu fyrir leiknum, eðli hans, hefðum og venjum. Það verður ekkert blátt spjald.“ hélt hann svo áfram. Eins og áður segir voru fleiri en Infantino mótfallnir þessari hugmynd, enska úrvalsdeildin setti sig til dæmis hart upp á móti henni. Afar ólíklegt verður því að þykja að bláu spjöldin muni nokkurn tímann líta dagsins ljós í knattspyrnukeppni á efsta stigi, þó enn sé til skoðunar að nota þau í neðri deildum eða yngri flokkum. Frekari hugmyndir verða svo áfram ræddar innan FIFA og IFAB til að sporna við slæmri hegðun og kjafbrúki leikmanna á knattspyrnuvellinum.
FIFA Fótbolti Tengdar fréttir Segir að bláu spjöldin hefðu breytt leiknum í villta vestrið Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að ef nú þegar væri búið að taka upp notkun bláu spjaldann í ensku úrvalsdeildinni hefði leikur Liverpool og Burnley í gær breyst í villta vestrið. 11. febrúar 2024 12:31 Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Fleiri fréttir Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Sjá meira
Segir að bláu spjöldin hefðu breytt leiknum í villta vestrið Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að ef nú þegar væri búið að taka upp notkun bláu spjaldann í ensku úrvalsdeildinni hefði leikur Liverpool og Burnley í gær breyst í villta vestrið. 11. febrúar 2024 12:31