Niðurlæging fyrir þýsk stjórnvöld Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. mars 2024 11:06 Olaf Scholz kanslari Þýskalands hefur heitið því að málið verði rannsakað til hlýtar. EPA-EFE/GIUSEPPE LAMI Olaf Scholz kanslari Þýskalands hefur heitið því að rannsakað verði til hlýtar hvernig upptökur af leynilegum fundum þýska hersins um Úkraínustríðið komust í dreifingu á rússneskum samfélagsmiðlum. Í umfjöllun Guardian um málið er fullyrt að það sé niðurlæging fyrir þýsk stjórnvöld. Haft er eftir talsmanni þýska varnarmálaráðuneytisins að talið sé að samræður í flugher Þýskalands hafi lekið. Er ýjað að því að njósnir Rússa hafi þar mögulega átt sök í máli. Þá segir talsmaðurinn að ekki hafi tekist að staðfesta hvort átt hafi verið við upptökurnar sem eru í dreifingu. Fram kemur að upptökurnar hafi verið birtar á samfélagsmiðlinum Telegram. Er fullyrt að þar séu yfirmenn í þýska hernum að ræða hvernig megi sprengja Krímbrúna sem tengir Krímskagann við meginland Úkraínu. Það hefur ekki fengist staðfest af vestrænum fjölmiðlum. Þá virðist vera sem ræddar séu vopnaflutningar til Úkraínu, nánar tiltekið flutninga á Taurus eldflaugum sem eru sérlega langdrægnar. Sjálfur hefur Scholz neitað því að það sé rétt. Úkraínsk yfirvöld hafa lengi kallað eftir því að fá eldflaugarnar frá Þýskalandi. Scholz segir hinn mögulega leka grafalvarlegan. Verið sé að fara yfir málið. Þá kemur fram í frétt Guardian að rússneska sendiráðið í Berlín hafi ekki svarað fyrirspurn miðilsins um ásakanir á hendur Rússum um mögulegar njósnir. Fram kemur í þýskum miðlum að málið sé katastrófa fyrir þýsku leyniþjónustuna. Svo virðist vera sem um hafi verið að ræða fund yfirmanna í hernum sem fram hafi farið á WebEx samskiptaforritinu. Talsmaður rússneskra stjórnvalda hefur kallað eftir því að þýsk stjórnvöld svari fyrir það sem fullyrt er að komi fram í upptökunum. Svari þau ekki muni Rússar líta svo á að það sem þar fram komi sé allt satt og rétt. Haft er eftir Marie-Agnes Strack-Zimmerman, formanni varnarmálanefndar þýska þingsins, að tilgangur málsins sé augljós fyrir Rússa. Þeir hafi lengi reynt að koma í veg fyrir að Þjóðverjar sendi Úkraínumönnum Taurus eldflaugarnar. Málið sé liður í því. Innrás Rússa í Úkraínu Þýskaland Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Fleiri fréttir Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Sjá meira
Í umfjöllun Guardian um málið er fullyrt að það sé niðurlæging fyrir þýsk stjórnvöld. Haft er eftir talsmanni þýska varnarmálaráðuneytisins að talið sé að samræður í flugher Þýskalands hafi lekið. Er ýjað að því að njósnir Rússa hafi þar mögulega átt sök í máli. Þá segir talsmaðurinn að ekki hafi tekist að staðfesta hvort átt hafi verið við upptökurnar sem eru í dreifingu. Fram kemur að upptökurnar hafi verið birtar á samfélagsmiðlinum Telegram. Er fullyrt að þar séu yfirmenn í þýska hernum að ræða hvernig megi sprengja Krímbrúna sem tengir Krímskagann við meginland Úkraínu. Það hefur ekki fengist staðfest af vestrænum fjölmiðlum. Þá virðist vera sem ræddar séu vopnaflutningar til Úkraínu, nánar tiltekið flutninga á Taurus eldflaugum sem eru sérlega langdrægnar. Sjálfur hefur Scholz neitað því að það sé rétt. Úkraínsk yfirvöld hafa lengi kallað eftir því að fá eldflaugarnar frá Þýskalandi. Scholz segir hinn mögulega leka grafalvarlegan. Verið sé að fara yfir málið. Þá kemur fram í frétt Guardian að rússneska sendiráðið í Berlín hafi ekki svarað fyrirspurn miðilsins um ásakanir á hendur Rússum um mögulegar njósnir. Fram kemur í þýskum miðlum að málið sé katastrófa fyrir þýsku leyniþjónustuna. Svo virðist vera sem um hafi verið að ræða fund yfirmanna í hernum sem fram hafi farið á WebEx samskiptaforritinu. Talsmaður rússneskra stjórnvalda hefur kallað eftir því að þýsk stjórnvöld svari fyrir það sem fullyrt er að komi fram í upptökunum. Svari þau ekki muni Rússar líta svo á að það sem þar fram komi sé allt satt og rétt. Haft er eftir Marie-Agnes Strack-Zimmerman, formanni varnarmálanefndar þýska þingsins, að tilgangur málsins sé augljós fyrir Rússa. Þeir hafi lengi reynt að koma í veg fyrir að Þjóðverjar sendi Úkraínumönnum Taurus eldflaugarnar. Málið sé liður í því.
Innrás Rússa í Úkraínu Þýskaland Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Fleiri fréttir Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Sjá meira